Page 1 of 1

Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera memm?

Posted: 30. Aug 2011 19:52
by hrafnkell
Ég er að fara að panta eitthvað smotterí frá midwest, vill einhver vera með í sendingunni? Act quick, ég panta á morgun og dótið verður komið hingað eftir um 2-3 vikur.



Bónusspurning:
Ætli lifandi ger með kælipakka þoli 5 daga shipping?

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 30. Aug 2011 22:34
by Gvarimoto
Sendi þér PM :)

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 30. Aug 2011 23:07
by Feðgar
Ég hringi í þig í fyrramálið

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 31. Aug 2011 08:57
by anton
hrafnkell wrote: Bónusspurning:
Ætli lifandi ger með kælipakka þoli 5 daga shipping?
Ég er alveg viss um að það sé í lagi.

En þú myndir gera startara og svona því það gæti verið eins og 3 ára barn með einn ermakút að synda í djúpulauginni....þarf smá aðstoð.

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 11. Sep 2011 15:14
by Gvarimoto
Hvernig er staðan á þessu ?

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 11. Sep 2011 16:35
by hrafnkell
Thetta kemur i hus a morgun.

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 01:59
by Gvarimoto
Yndislegt :)

Sendiru mér mail kostnaðinn ?
Gvarimoto@gmail.com

Þarft svo að skella þessu í póst norður fyrir mig við fyrsta tækifæri eftir greiðslu :)

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 11:35
by hrafnkell
Pöntunin er komin. Verðin sem ég sagði við fólk standast. Ég pantaði á föstudaginn fyrir 1.5 viku, pöntunin fór frá midwest á þriðjudaginn seinasta og er nú komin hingað. Gerið var því á ferðinni í rúma 5 sólarhringa og ætti að vera sprækt og fínt. Ég verð líklega ekkert feiminn við að panta fljótandi ger aftur frá usa :)

Þeir sem pöntuðu hjá mér mega koma og sækja þegar þeim hentar.


Ég fékk líka eftirfarandi sölt og bætiefni sem ég er aflögufær á:
Gypsum
Calcium Chloride
Yeast Energizer
Yeast Nutrient
Burton Salts

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 13:11
by gugguson
Sæll Hrafnkell.

Ég sé að Midwest senda ekki beint til Íslands - fórstu í gegnum einhvern aðila eins og ShopUSA?

J

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 14:33
by bjarkith
Mátt endilega mig vita ef þú pantar aftur þaðan, hef áhuga á nokkrum gerum.

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 15:04
by hrafnkell
bjarkith wrote:Mátt endilega mig vita ef þú pantar aftur þaðan, hef áhuga á nokkrum gerum.
Ekkert mál, geri ráð fyrir að gera þetta fljótt aftur. Gekk fljótt fyrir sig og gerið endaði í um 1500kalli fyrir activator eða vial. Ætti kannski að taka commission á gerinnflutningi, fá slant fyrir hvern pakka sem ég tek :)

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 15:06
by bjarkith
Yrðir eflaust fljótur að koma þér upp stóru safni.

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 15:48
by andrimar
Eru þetta 5 dagar gegnum shopusa? Minnir að midwest sendi ekki international nema í gegnum e-n þriðja aðila sem smyr vel ofan á.

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 18:05
by hrafnkell
Niihh, ekki shopusa, en svipuð þjónusta með smá klækindum :)

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 20:50
by andrimar
Hmmm...interesting, ég er einmitt með ábyggilega 7 gerpoka í körfu á midwest. Skíthræddur við að panta vegna tímans sem tekur að fara gegnum ShopUSA.

Þegar þú segist fara að panta fljótlega aftur...1-2mán?

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me

Posted: 12. Sep 2011 21:13
by hrafnkell
andrimar wrote:Hmmm...interesting, ég er einmitt með ábyggilega 7 gerpoka í körfu á midwest. Skíthræddur við að panta vegna tímans sem tekur að fara gegnum ShopUSA.

Þegar þú segist fara að panta fljótlega aftur...1-2mán?
Já ætli það ekki. Það er í raun engin fyrirhöfn að panta, ég þarf bara að ná saman í góða pöntun til þess að ná góðum verðum á sendingunni. Verðið er fljótt að lækka því fleiri sem taka þátt. Ég var að fylla á ýmsar birgðir hjá mér núna þannig að þetta hentaði sérstaklega vel.