Page 1 of 1
Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera memm?
Posted: 30. Aug 2011 19:52
by hrafnkell
Ég er að fara að panta eitthvað smotterí frá midwest, vill einhver vera með í sendingunni? Act quick, ég panta á morgun og dótið verður komið hingað eftir um 2-3 vikur.
Bónusspurning:
Ætli lifandi ger með kælipakka þoli 5 daga shipping?
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 30. Aug 2011 22:34
by Gvarimoto
Sendi þér PM

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 30. Aug 2011 23:07
by Feðgar
Ég hringi í þig í fyrramálið
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 31. Aug 2011 08:57
by anton
hrafnkell wrote:
Bónusspurning:
Ætli lifandi ger með kælipakka þoli 5 daga shipping?
Ég er alveg viss um að það sé í lagi.
En þú myndir gera startara og svona því það gæti verið eins og 3 ára barn með einn ermakút að synda í djúpulauginni....þarf smá aðstoð.
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 11. Sep 2011 15:14
by Gvarimoto
Hvernig er staðan á þessu ?
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 11. Sep 2011 16:35
by hrafnkell
Thetta kemur i hus a morgun.
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 01:59
by Gvarimoto
Yndislegt
Sendiru mér mail kostnaðinn ?
Gvarimoto@gmail.com
Þarft svo að skella þessu í póst norður fyrir mig við fyrsta tækifæri eftir greiðslu

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 11:35
by hrafnkell
Pöntunin er komin. Verðin sem ég sagði við fólk standast. Ég pantaði á föstudaginn fyrir 1.5 viku, pöntunin fór frá midwest á þriðjudaginn seinasta og er nú komin hingað. Gerið var því á ferðinni í rúma 5 sólarhringa og ætti að vera sprækt og fínt. Ég verð líklega ekkert feiminn við að panta fljótandi ger aftur frá usa
Þeir sem pöntuðu hjá mér mega koma og sækja þegar þeim hentar.
Ég fékk líka eftirfarandi sölt og bætiefni sem ég er aflögufær á:
Gypsum
Calcium Chloride
Yeast Energizer
Yeast Nutrient
Burton Salts
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 13:11
by gugguson
Sæll Hrafnkell.
Ég sé að Midwest senda ekki beint til Íslands - fórstu í gegnum einhvern aðila eins og ShopUSA?
J
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 14:33
by bjarkith
Mátt endilega mig vita ef þú pantar aftur þaðan, hef áhuga á nokkrum gerum.
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 15:04
by hrafnkell
bjarkith wrote:Mátt endilega mig vita ef þú pantar aftur þaðan, hef áhuga á nokkrum gerum.
Ekkert mál, geri ráð fyrir að gera þetta fljótt aftur. Gekk fljótt fyrir sig og gerið endaði í um 1500kalli fyrir activator eða vial. Ætti kannski að taka commission á gerinnflutningi, fá slant fyrir hvern pakka sem ég tek

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 15:06
by bjarkith
Yrðir eflaust fljótur að koma þér upp stóru safni.
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 15:48
by andrimar
Eru þetta 5 dagar gegnum shopusa? Minnir að midwest sendi ekki international nema í gegnum e-n þriðja aðila sem smyr vel ofan á.
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 18:05
by hrafnkell
Niihh, ekki shopusa, en svipuð þjónusta með smá klækindum

Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 20:50
by andrimar
Hmmm...interesting, ég er einmitt með ábyggilega 7 gerpoka í körfu á midwest. Skíthræddur við að panta vegna tímans sem tekur að fara gegnum ShopUSA.
Þegar þú segist fara að panta fljótlega aftur...1-2mán?
Re: Ég er að fara að panta frá midwest, vill einhver vera me
Posted: 12. Sep 2011 21:13
by hrafnkell
andrimar wrote:Hmmm...interesting, ég er einmitt með ábyggilega 7 gerpoka í körfu á midwest. Skíthræddur við að panta vegna tímans sem tekur að fara gegnum ShopUSA.
Þegar þú segist fara að panta fljótlega aftur...1-2mán?
Já ætli það ekki. Það er í raun engin fyrirhöfn að panta, ég þarf bara að ná saman í góða pöntun til þess að ná góðum verðum á sendingunni. Verðið er fljótt að lækka því fleiri sem taka þátt. Ég var að fylla á ýmsar birgðir hjá mér núna þannig að þetta hentaði sérstaklega vel.