Page 1 of 1

Að setja kolsýru með kút

Posted: 29. Aug 2011 22:11
by helgibelgi
Sælir

Ég er búinn að reyna að leita mér upplýsinga á homebrewtalk en finnst ekki nógu skýrt tekið fram hvað maður þarf að gera. Ég er að reyna að setja gos í bjórinn minn sem ég var að setja á kút. Ég er búinn að skoða mörg "charts" og lesa um hvernig fólk gerir þetta persónulega, en finnst vanta vísindin í þetta.

Ég er ekki með kæli (mun þó bráðum hafa kæli, en ekki viss um hvort bjórkúturinn og/eða gaskúturinn passi í hann) svo ég þarf að gera þetta við stofuhita sem er ca. 22 gráður hjá mér. Beersmith segir mér bara að setja þrýstinginn á 30 psi til að fá 2,4 carbonation lvl, en ég spyr: hvað svo? Á ég bara að hafa þetta á 30 psi við stofuhita í 2-3 vikur?

kveðja,

Helgi :)

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 08:01
by Feðgar
Okkar upplýsingar ná ekki að svo háu hitastigi, en þú gætir haft kútinn utandyra. það mundi hjálpa.

20-21 psi við 15°c gefa 2.4

Það er önnur leið:
Stilltu þrýstinginn mjög hátt, sestu með kútinn í fanginu og hristu hann hressilega eins lengi og þú hefur þol til. Láttu hann svo bíða í 20 min. áður en þú endurtekur þetta.

Eftir að hafa gert þetta í 2-3 skipti skaltu láta hann bíða í sirka klukkutíma og taka prufu til að sjá hve vel bjórinn er kolsýrður.

Því kaldari sem bjórinn er því betra. Það mun líka hjálpa þér að meta bjórinn rétt þegar þú smakkar því það er lítið að marka kolsýrumagnið í bjórnum ef þú færð bara volga froðu úr kútnum.

Með þessari aðferð ættir þú að geta kolsýrt bjórinn á nokkrum klukkustundum, annars er bara að tengja og láta hann bíða í nokkrar vikur og smakka reglulega til að meta það hvort hann sé kominn þangað sem þú vilt hafa hann.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 08:15
by helgibelgi
ok takk fyrir gott svar :) held ég leyfi honum bara að standa við stofuhita, get ekki geymt hann úti (bý í kjallaraíbúð í 101 :P)

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 09:02
by hrafnkell
Bjór og aðrir vökvar halda kolsýru verr því heitari sem þeir eru.

Til dæmis þegar þú hellir volgu kóki í volgt glas þá freyðir það mikið meira (tapar kolsýru) heldur en ef það væri kalt. Það er hellings kolsýra í útaf þrýstingnum sem er í flöskunni, en um leið og þrýstingurinn fer og það kemst hreyfing á vökvann þá fer mikið af kolsýrunni. Það sama gerist með bjór nema hann sé kaldur. Ég er ekki viss um að það sé hægt að skenkja volgum bjór í 2.4 carbonation án þess að fá aðallega froðu úr krananum. Það myndi líklega strax skána ef þú kemur bjórnum niður í 10-15 gráður, til dæmis með vatnsbaði eða einhverju svoleiðis.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 10:48
by helgibelgi
já, ég sé fram á að þegar ég ætla að fá mér (mafs'a) þá myndi ég kæla kútinn í ísbaði, eða hugsanlega þessum kæli sem ég er að fá lánaðann (einhver coca-cola kælir, lítill sem opnast ofan á).

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 11:08
by atax1c
Mundu samt að ef þú reynir þetta, að þegar þú ætlar að fá þér bjórglas að minnka þrýstinginn niður í svona 5psi og hleypa þrýstingnum af bjórkútnum líka. Annars færðu pottþétt bara froðu.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 13:59
by kristfin
hér eru glósur sem ég tók saman þegar ég var að byrja með kútana. ágætis lesning.

http://obak.info/misc/karbing.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

núna þegar ég set á kút, set ég hann beint í ísskáp sem er 4 gráður, set 35 punda þrýsiting á hann.

eftir sólarrhing set ég síðan niður í loka þrýstinginn sem þú getur lesið úr töflunni á síðu 4. skv. henni mundi ég nota 12 psi til að ná ca 2.5.

ef það er spenningur í mér, þá hristi ég kútinn (eftir sólarrhing eða þegar hitinn er kominn niður). maður heyrir á regulatornum hvernig gasið flæðir inn í vökvann. hvað mikið maður hristir og lengi verður hver að finna út fyrir sig. en það sakar ekkert að hrista hann duglega í 5 mín, taka 5 í pásu. gera nokkrum sinnum. með þessu er alveg hægt að kolsýra bjór á 2-3 tímum ef það er algert neyðarástand

allajafna er bjórinn orðinn vel drykkjarhæfur eftir 5 daga, hvað kolsýru varðar. verður betri eftir 2 vikur því þá eru bubblurnar orðnar minni og bjórinn búinn að taka sig.

seinustu 2 blöðin segja manni til um hvað slöngurnar eiga vera langar miðað við hita og kolsýru. reyndar stillt skv. mínum skáp, en það á að gefa manni hugmynd. ég er með yfirleitt 144cm slöngu (ekki hundrað í hættunni centimeter til eða frá) fyrir húsölið, en fer lengra með belgana sem eru með yfirsperring og styttra með enska ölið. synd að fletja út bjórinn í slöngu þegar maður loksins er kominn með hann góðan á kútnum

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 14:00
by kristfin
hinsvegar er hundleiðinlegt að ofkolsýra hann. þá þarf maður að fara hrista kútinn og taka þrýsting af og botnfallið fer af stað og alles.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 15:42
by valurkris
En eru menn ekkert að nota sykur og fá kolsýruna á náttúrulegan hátt? Og annað, skiptir einhverju máli hvort að kólsýruhylkið sé við 4°C eða stoðuhita

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 30. Aug 2011 16:04
by hrafnkell
valurkris wrote:En eru menn ekkert að nota sykur og fá kolsýruna á náttúrulegan hátt? Og annað, skiptir einhverju máli hvort að kólsýruhylkið sé við 4°C eða stoðuhita
Það er ekkert mál að nota sykur, en þá færðu hellings botnfall í kútinn, og myndir etv vilja fleyta yfir á nýjan kút. Kolsýrukúturinn má vera fyrir utan eða innan ísskáp, skiptir engu máli.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 31. Aug 2011 19:38
by karlp
hrafnkell wrote:Bjór og aðrir vökvar halda kolsýru verr því heitari sem þeir eru.

Til dæmis þegar þú hellir volgu kóki í volgt glas þá freyðir það mikið meira (tapar kolsýru) heldur en ef það væri kalt. Það er hellings kolsýra í útaf þrýstingnum sem er í flöskunni, en um leið og þrýstingurinn fer og það kemst hreyfing á vökvann þá fer mikið af kolsýrunni. Það sama gerist með bjór nema hann sé kaldur. Ég er ekki viss um að það sé hægt að skenkja volgum bjór í 2.4 carbonation án þess að fá aðallega froðu úr krananum. Það myndi líklega strax skána ef þú kemur bjórnum niður í 10-15 gráður, til dæmis með vatnsbaði eða einhverju svoleiðis.
You can, but you need to wait a while when you move it to a new temp.

if you apply 30psi at 20°C for two weeks, it will equalise with 2.4 volumes of CO2 _in_ the beer, (let's say) with 30psi partial pressure above, (and effectively zero volume, because it's all still gaseous)

If you then disconnect it from the gas, put it in the fridge at 5°C, and reconnect it to the gas at 15psi, the beer still has 2.4 volumes of CO2 dissolved in it. There's a little mix up with the (tiny) volume of 30psi gas on top, but that just marginal volume just gets absorbed in as it cools down. The 15psi at 5°C just keeps it stable at 2.4 volumes.

You won't have any foam _in_ the keg, but if you try and use two two different pressures and temperatures with the same length of serving line, yes, you're screwed and will have foam coming out of your eyeballs.

Choose the length and diameter of your serving line to match the _expected_ serving temperature and serving pressure. (ie, I use ~2m of 5mm ID tubing for serving at 5°C and 12-14psi)

Don't try and serve until the temperature has equalized :)

More to the point, doing this sort of room temperature gassing requires either a) two pressure regulators, or b) continually adjusting back and forth.

Just put the keg in the fridge on the serving pressure and wait 10-15 days. Problem solved.

(I've never had much luck trying to turn the pressure up and shake the keg, I just always end up with foam or unpredictable levels of gas)

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 1. Sep 2011 10:56
by Silenus
Sælir, eitt sem ég hef verið að spá í varðandi kúta og geymslu á bjór í þeim...

Er hægt að geyma bjórinn á kút án þess að hafa hann tengdan við gas allan tímann? sem sagt ná honum upp í t.d. 2.4 vol og aftengja hann svo og geyma án þess að missa niður CO2 magn í bjórnum?

Það sem ég er að spá er að maður er með ískáp sem notaður er til að kæla bæði kútana á meðan að verið er að kolsýra en einnig í að kæla niður bjór (Cold crash) eftir gerjun. Gott væri að geta hent kútum sem eru kolsýrðir upp í hillu og svo aftur í kæli áður en bjórinn er drukkinn.

Hvað segið þið? Hver er ykkar reynsla?

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 1. Sep 2011 11:23
by hrafnkell
Silenus wrote:Sælir, eitt sem ég hef verið að spá í varðandi kúta og geymslu á bjór í þeim...

Er hægt að geyma bjórinn á kút án þess að hafa hann tengdan við gas allan tímann? sem sagt ná honum upp í t.d. 2.4 vol og aftengja hann svo og geyma án þess að missa niður CO2 magn í bjórnum?

Það sem ég er að spá er að maður er með ískáp sem notaður er til að kæla bæði kútana á meðan að verið er að kolsýra en einnig í að kæla niður bjór (Cold crash) eftir gerjun. Gott væri að geta hent kútum sem eru kolsýrðir upp í hillu og svo aftur í kæli áður en bjórinn er drukkinn.

Hvað segið þið? Hver er ykkar reynsla?
Ekkert mál, getur geymt hann eins og þú vilt. Hitasveiflur eru auðvitað ekki æskilegar fyrir bjór, en að taka hann úr ísskáp er ekkert stórmál.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 1. Sep 2011 12:04
by kristfin
ef það er eitthvað mikið í gangi hjá mér geri ég það. klára að kólsýra hann á viku, tek hann síðan og set í geymslu.

en ég mæli af og til þrýstinginn og tékka á hitanum. blessaðir kútarnir eiga það til að leka og það er leiðinlegt þegar partíið byjrar að vera með flatann bjór.

hinsvegar, er það sem mér finnst eftirsóknaverðast í þessu er að koma bjórnum úr gerjun í 4 gráður og halda honum þannig þangað til að ég er búinn með hann. við 4 gráður gerist ekkert hanki panki ef eitthvað klikkaði.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 1. Sep 2011 12:28
by Silenus
Annars var ég líka búinn að fjárfesta í BeerGun, kannksi kominn tími til að fara að prófa að nota hana.

Er ég eitthvað bættari með bjórinn við stofuhita á flösku vs á þrýstikút?

Það væri gaman að vita c.a. hvaða geymslu hann þolir miðað við mismunandi aðstæður, við 4°c á kút vs flöskur og svo við stofuhita á kút vs flöskum.

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 1. Sep 2011 13:55
by kristfin
meiri hiti og hann eldist hraðar.

ideal er að geyma bjór við svona 8-12 gráður til að láta hann eldast í rólegheitum. við 20 gráður eldist hann mun hraðar. sambandið milli hita og hvað hann eldist hratt er veldistháð, svo það er mikið á sig leggjandi að halda hitanum niðri.

síðan gefurðu mögulegri óværu séns ef hann er geymdur heitur

Re: Að setja kolsýru með kút

Posted: 1. Sep 2011 13:58
by Silenus
Ég skil, og þá skiptir ekki máli hvort hann sé á flöskum eða kút væntalega.