Page 1 of 1

Hitastig

Posted: 25. Aug 2011 08:12
by Hekk
Sælt veri fólkið,

Ég hef verið að velta fyrir mér hitastigi við gerjun, kjallarinn hjá mér er stöðugur í 22°C.

Er það of heitt? eða er það tilvalið fyrir vissar tegundir kanski?

Ábendingar væru vel þegnar þar sem ég er algjör byrjandi!

Re: Hitastig

Posted: 25. Aug 2011 09:12
by kristfin
það er í heitari kantinum. en ef þú notar ger eins og US05 þá ætti það að vera í fínu lagi. ef þú notar hinsvegar enska gerið þá verður soldið esteriskt (ávaxta) bragð.

síðan gætirðu líka búið til belgískt öl og notað t58, það ger á vel heima í 22 gráðum