Page 1 of 1

gerjunar kælir

Posted: 21. Aug 2011 18:14
by freyr_man69
ég var að spá hvort það væri eithvað sniðugt að kaupa vínkælir til að gerja í þessi er hægt að stilla frá 7 - 18°
http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=4315" onclick="window.open(this.href);return false;

væri ekki fínt að gerja bjór við 18° ? og ef ég mundi vilja gera lager er 7° nógu kalt ?

Re: gerjunar kælir

Posted: 21. Aug 2011 19:04
by hrafnkell
Ég myndi frekar kaupa bara venjulegan ísskáp og tengja hann við svona stýringu:
http://www.brew.is/oc/index.php?route=p ... uct_id=104" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: gerjunar kælir

Posted: 21. Aug 2011 20:51
by freyr_man69
já er lika að spá í þvi bra leiðinlegt að kaupa einhvern ljotann isskap svo styringu eða kaupa skáp með styringu en mundi þessi kælir ekkert virka vel'
ég er buinn að vera að leita af isskáp alveg i eithva manuð eða eithvað en skiptir eithvað ef það sé frysti hólf í kælinum ? er ekki hægt bara að rifa það ur

Re: gerjunar kælir

Posted: 21. Aug 2011 23:50
by sigurdur
Ef þú notar hitastýringu (eins og t.d. fæst frá brew.is eða einhverjum öðrum stöðum) þá getur þú tengt hitamælinn beint við gerjunarílátið og stjórnað hitastig gerjunar. Ef þú notar einhvern skáp sem stýrir hitastiginu inni í skápnum (en ekki hitastiginu á gerjuninni), þá ert þú ekki að stjórna gerjuninni mjög náið heldur bara umhverfinu í kring um gerjunina.

Betri kosturinn er venjulegur ísskápur og hitastýring.
Það skiptir engu máli þó að það sé frystihólf í hitastýrðum ísskáp .. þú þarft bara að muna að þrífa uppsafnaða rakann endrum og sinnum.

Re: gerjunar kælir

Posted: 22. Aug 2011 00:20
by freyr_man69
jamm tekka þá á isskáp og kikji á hitastyringu hja þer hrafnkell bra algert ves að finna einhvern isskáp eða einhvern sem er eithvað varið i ekki eithvað huge ass drasl

Re: gerjunar kælir

Posted: 22. Aug 2011 13:14
by viddi
Tékkaðu á bland.is - fékk ókeypis ísskáp þar um daginn og held að fleiri hafi sömu sögu að segja.

Re: gerjunar kælir

Posted: 7. Sep 2011 20:43
by freyr_man69
sælir ég er búinn að redda mér isskáp og styringuna en var að spá hvar á ég að geyma hitanema ætti ég bara að líma hann við gerjunar tunnuna eða ætti ég að hafa litið glas af vatni og geyma neman þar eða ?
mér finnst ef eg geymi nemann hjá tunnuni þá er hitinn svo fljotur að hækka utaf loftinu.

Re: gerjunar kælir

Posted: 7. Sep 2011 20:47
by hrafnkell
Ég myndi hafa hann í glasi af vatni, held að það sé fín málamiðlun.

Re: gerjunar kælir

Posted: 8. Sep 2011 09:06
by sigurdur
Glas af vatni er ágæt málamiðlun ef það myndast ekki hiti við gerjun ..... sem að gerist.

Ég set hitanemann við gerjunartunnuna og einangra með mjúkri steinull svo að ég geti stjórnað hitastiginu á gerjuninni en ekki umhverfinu. Ég mæli eindregið með þeirri aðferð til að stýra gerjunarhitastigi.

Re: gerjunar kælir

Posted: 8. Sep 2011 17:48
by freyr_man69
ja oki profa það :)

Re: gerjunar kælir

Posted: 9. Sep 2011 17:04
by Steinarr
Ef menn eru að gerja í plastfötu, er þá eitthvað sem mælir gegn því að hitaneminn sé bara fastur í gerjunartunnunni svona eins og menn hitanema í suðupotta? Gefið að ytra byrði hitanemans sé ryðfrítt stál eða er málmur og bjór í gerjun eitthvað sem fer ekki saman ?

Re: gerjunar kælir

Posted: 9. Sep 2011 17:38
by hrafnkell
Aðal málið er bara hreinlæti - Maður vill hafa sem minnst í gerjunarfötunni til að það séu sem minnstar líkur á að fá sýkingu af bakteríu sem faldi sig í einhverjum skrúfgangi eða einhverju slíku.

Re: gerjunar kælir

Posted: 10. Sep 2011 12:49
by sigurdur
Steinarr wrote:Ef menn eru að gerja í plastfötu, er þá eitthvað sem mælir gegn því að hitaneminn sé bara fastur í gerjunartunnunni svona eins og menn hitanema í suðupotta? Gefið að ytra byrði hitanemans sé ryðfrítt stál eða er málmur og bjór í gerjun eitthvað sem fer ekki saman ?
Ég myndi einungis nota ryðfrítt stál á meðan gerjuninni stendur. Ekki nota t.d. kopar.

Ég veit ekki hversu mikill munur (eða lagg) yrði á einangruðum hitamæli sem er utan á gerjunaríláti og hitamæli sem yrði ofan í gerjandi bjórnum, en ég tel það ekki vera nógu mikill munur til að standa í því að útbúa sér ílát.

Re: gerjunar kælir

Posted: 11. Apr 2012 13:51
by Diazepam
Er ég að skilja þetta rétt að þú tengir saman hitamæli, ísskáp og hitastýringuna?

Er þetta flókið í framkvæmd og þarf maður einhvern sérstakan hitamæli?

Re: gerjunar kælir

Posted: 11. Apr 2012 14:01
by sigurdur
Hitamælirinn er hluti af hitastýringunni.
Þetta er ekkert svakalega flókið í framkvæmd ef maður fattar rafmagn, en annars þá selur Brew.is tilbúna stýringu .. þarft bara að tengja hana við rafmagn, tengja ísskápinn í stýringuna og hitamælirinn í ísskápinn.

Re: gerjunar kælir

Posted: 11. Apr 2012 14:18
by bergrisi
"Er ég að skilja þetta rétt að þú tengir saman hitamæli, ísskáp og hitastýringuna?"

Einfaldast er að setja langa snúrur við hitastýringuna. Ég setti snúru með innstungu á hitastýringuna (ca tveir metrar) og svo sting ég bara ísskápnum í samband. Svo er um tveggja metra rafmagnssnúra frá hitastýringunni.

Ég er reyndar með hitamælinn bara lafandi niður úr lofti ísskápsins til að mæla hitastigið í kringum tunnuna. Er ekki með glas eins og umræða er hér fyrr í þessum þræði.

Ef þú hefur einhvern tíman sett kló eða innstungu á snúru þá klórar þú þig í gegnum þetta.