Page 1 of 1

Summer Session Sipper

Posted: 21. Aug 2011 17:21
by andrimar
Hæ og takk fyrir frábært teiti í gær. Ég var beðinn að henda upp uppskriftinni af bjórnum sem ég mætti með í gær sem ég verð að sjálfsögðu við.

Byrjaði sem löngun okkar félaga í e-ð létt og ferskt að drekka á heitum sumardögum, sérstaklega eftir heilan vetur af +6% þungum malt bombum. Svo fórum við að pæla í hvernig við gætum gert þetta sem fljótlegast og einfaldast. Svo úr varð þessu SMASH uppskrift með aðeins 30mín suðu, það er ef frá er talin suðan á first running meðan verið er að skola.

Reyndi að koma öllum þessum "smáatriðum" í ferlinu frá mér í uppskriftinni en ekki hika við að spyrja ef e-ð er óljóst. Einnig ef pdf formattið er e-ð að stríða ykkur.

Njótið vel.

Re: Summer Session Sipper

Posted: 21. Aug 2011 17:46
by bergrisi
Takk fyrir þetta. Ætla að skella í þennan fljótlega.

Re: Summer Session Sipper

Posted: 21. Aug 2011 23:51
by sigurdur
Flottur .. :)

Re: Summer Session Sipper

Posted: 22. Aug 2011 18:40
by Feðgar
Ég hafði rosalega gaman af því að smakka þennann.

Við þurfum að fara að prófa einhvað svona.

25 min beiskjun, þetta er bara einhvað sem ég hafði aldrei pælt einhvað í :)

Re: Summer Session Sipper

Posted: 23. Aug 2011 00:02
by bergrisi
Þetta stendur ennþá í mér að sjóða bara í 30 mín. Finnst eins og þessi sé að brjóta öll viðmið. En hann smakkaðist rosalega vel.

Ætla að gera þennan í sept. Alltaf gaman þegar maður lærir eitthvað nýtt.

Re: Summer Session Sipper

Posted: 23. Aug 2011 18:41
by Oli
Alltaf gaman að læra eitthvað nýtt :)
hér er linkur á basicbrewing þar sem þeir gera 15 mín öl
http://www.basicbrewing.com/index.php?p ... erican-ale" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;