Page 1 of 1
Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 16. Aug 2011 22:27
by gunnarolis
Sælir félagar.
Frekar en að hræra í gamla þræðinum ákvað ég að búa til nýjan.
Kútapartý fágunar fer fram á Miklatúni/Klambratúni 20. Ágúst klukkan 15:00-18:00. Með þessu móti geta menn kíkt, smakkað á veigum og skottast svo niður í bæ án þess að missa af stæstu dagskrárliðum næturinnar.
Boðið verður uppá bjór, bæði af kút og úr flöskum, ásamt Bratwurst pylsum og meðlæti með því. Meðlimir Fágunar fá pylsurnar án endurgjalds, en hinir eru beðnir um að reiða fram frjáls framlög fyrir þær ef þeim sýnist svo. Einnig verður boðið upp á gos og vatn þangað til það verður búið.
Staðsetningin á túninu er við grillin, við munum kveikja upp í grillinu og grilla bratwurst pylsurnar. Mönnum er einnig frjálst að mæta með annað kjöt á grillið. Endilega komið líka með vini, ættingja og nákomna, vinnufélaga, nágranna og tengdamæður.
Hlökkum til að sjá sem flesta,
Kveðja Stjórnin.
p.s endilega svarið þræðinum ef þið ætlið að mæta og peppið aðra til að mæta líka

Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 16. Aug 2011 22:28
by gunnarolis
Ég læt hér fylgja með mynd af Bratwurst á súrkálsbeði.

Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 17. Aug 2011 00:12
by hrafnkell
Stefnir í heljarinnar beil hjá mér, þar sem ástkær móðir mín á afmæli sama dag og er búin að óska nærveru minnar og míns hafurtasks. Ég hvet þó alla sem geta til að mæta, því þetta verður klárlega 100% skemmtun með eðal veigum.
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 17. Aug 2011 10:22
by bergrisi
Ég stefni á að heilsa uppá ykkur. Væri til í að hitta aftur þessa hressu menn sem ég hitti á aðalfundinum. Er því miður ekki með neina kúta. Á eftir að frjárfesta í slíku en það verður vonandi í vetur.
Kveðja
Rúnar
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 17. Aug 2011 12:38
by halldor
bergrisi wrote:Ég stefni á að heilsa uppá ykkur. Væri til í að hitta aftur þessa hressu menn sem ég hitti á aðalfundinum. Er því miður ekki með neina kúta. Á eftir að frjárfesta í slíku en það verður vonandi í vetur.
Kveðja
Rúnar
Já við skemmtum okkur konunglega á aðalfundinum

Það er alls ekkert skilyrði að koma með bjór til að taka þátt. Endilega komdu og gæddu þér á veigunum. Ef ég man rétt þá varst þú síðasti maður til að greiða félagsgjöld 2010/2011 og fyrstur 2011/2012 þannig að þú átt sko inni pulsur og bjór

Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 17. Aug 2011 17:58
by mattib
Er samsagt í góðu að kíkja við þó maður sé ekki í klúbbnum eins og er ?
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 17. Aug 2011 18:07
by gunnarolis
Já það er hefur sennilega fyrirfarist að segja frá því, kútapartýið er að sjálfsögðu opið öllum, sama hvort þeir eru í félaginu eða ekki.
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 20. Aug 2011 12:07
by helgalp
Má ég sem sagt koma með veigar til að gefa fólki smakk af ?
Er ekki búin að greiða nein félagsgjöld, en er með Krækiberjavín sem mig langar að fá dóma á !
Kveðja
Helga
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 20. Aug 2011 13:04
by hrafnkell
helgalp wrote:Má ég sem sagt koma með veigar til að gefa fólki smakk af ?
Er ekki búin að greiða nein félagsgjöld, en er með Krækiberjavín sem mig langar að fá dóma á !
Kveðja
Helga
Það er alveg velkomið

Veigarnar þurfa ekkert að vera á kútum þó þetta heiti kútapartý.
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 20. Aug 2011 19:52
by Belgur
Ég þrammaði um túnið þvert og endilangt uppúr þrjú og gafst svo að lokum upp á því að finna ykkur.
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 20. Aug 2011 21:22
by sigurdur
Belgur, við vorum við leiktækin.
Vá, takk fyrir mig.
Alveg frábær mæting og frábær skemmtun!!
Uppáhalds bjórinn minn var auðvitað "Siggi's special", sem að ég dýrkaði ... ég verð að fara að reyna að næla í þessa húsgerla (brett + lacto?)!!

Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 20. Aug 2011 21:29
by bergrisi
Takk fyrir mig. Þetta var frábær dagur. Smakkaði marga frábæra bjóra og það sem stóð uppúr var kynnin við feðgana. Ætla að kíkja á þá fljótlega. Er loksins sannfærður um að það er hægt að gera frábæran heimagerðan bjór. Takk fyrir mig Fágun. Frábær félagskapur.
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 21. Aug 2011 11:23
by helgalp
Takk fyrir æðislegann dag og ótrúlega góðann bjór !
Kveðja
Helga og Óskar.
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 21. Aug 2011 11:32
by ulfar
Já takk fyrir í gær. Þetta var ótrúlega skemmtilegt. Þakka sérstaklega öllum sem að lögðu til veigar og styrktu pylsusjóðinn.
kv. Úlfar
Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 21. Aug 2011 21:18
by Feðgar
Sömuleiðis héðan, kærar þakkir.
Þetta var skemmtilegt.
Nú þarf maður að láta verða að því að skrá sig og mæta á næsta mánudagsfund, eða í það minnsta þegar við erum komnir með einhvað nýtt á flösku.
Mér þótti sérstaklega gaman að smakka Berliner Weiße, þó að ég færi nú varla að drekka mikið af honum þá er gaman að vita að maður getur gert allt mögulegt.
Hveitibjórinn var líka góður og klárt mál að maður þarf að fara að stúdera það einhvað frekar, já og belgíska. Leffa Clone var rosalega góður.
Mér skilst líka á kallinum honum pabba að það verði að týna auka skammt af krækiberjum þetta árið

Re: Kútapartý Fágunar 2011 - Opinber þráður
Posted: 22. Aug 2011 22:08
by halldor
Já þetta var alveg geggjað. Flott veður, góður bjór, góður matur og frábært fólk

Hlakka til að mæta aftur að ári.