Page 1 of 1

Humlar - Skortur framundan á Amerískum humlum?

Posted: 16. Aug 2011 14:08
by hrafnkell
Ég var að fá bréf frá birgjanum mínum þar sem þeir voru að tilkynna mér að humlar eigi eftir að hækka umtalsvert í verði, og margar tegundir er óvíst að verði hægt að fá. Cascade gæti hækkað um 50%, og aðrar eins sveiflur fyrirsjáanlegar á öðrum humlategundum.

Þær humlategundir sem er fyrirsjáanlegt að muni vanta (illilega) eru Centennial, Citra, Simcoe, Amarillo og líklega Cascade

Hafiði séð eitthvað meira um humlaframboð og verð þetta haustið?

Re: Humlar - Skortur framundan á Amerískum humlum?

Posted: 16. Aug 2011 16:04
by sigurdur
Áhugavert .. ég hef ekki heyrt um þetta fyrr.

Re: Humlar - Skortur framundan á Amerískum humlum?

Posted: 16. Aug 2011 16:18
by atax1c
Væri ekki gaman, ég nota centennial og cascade langmest :(

Re: Humlar - Skortur framundan á Amerískum humlum?

Posted: 16. Aug 2011 16:31
by andrimar
Ahh nú er gott að nota mest UK og EU humla :D

en svona í fullri alvöru, slæmt mál. Veistu hvort þetta sé bundið við nokkra birgja eða hvort þetta nái yfir allan geirann?

Re: Humlar - Skortur framundan á Amerískum humlum?

Posted: 16. Aug 2011 16:55
by hrafnkell
andrimar wrote:Ahh nú er gott að nota mest UK og EU humla :D

en svona í fullri alvöru, slæmt mál. Veistu hvort þetta sé bundið við nokkra birgja eða hvort þetta nái yfir allan geirann?
Mig grunar að þetta eigi við um flesta, nema hugsanlega birgja sem selja milliliðalaust. Ég vona að þetta sé ekki jafn alvarlegt og þetta hljómar, því ef þetta er svona, þá hækkar ekki bara bjórinn okkar heldur líka í ríkinu. Vont fyrir alla :)

Ég er allavega vel birgur af öllum svona humlum í bili.

Re: Humlar - Skortur framundan á Amerískum humlum?

Posted: 16. Aug 2011 18:37
by Feðgar
En það vill svo skemmtilega til að flest allur bjór er góður, mjög góður. Og ef manni vantar eina gerð af humlum þá bruggar maður bara einhvað annað :beer: