Page 1 of 1

Lóðtin og Lóðfeiti

Posted: 13. Aug 2011 18:30
by tarion
Sælir félagar

Þarf að lóða koparfitting við 1/4" koparrör. Hvar fær maður lóðtin fyrir koparlóðningu á Íslandi sem inniheldur ekki blý, cadmium eða önnur óæskileg efni? Einnig hef ég ekki ennþá fundið flux sem hentar fyrir koparlóðningu.

Spurning hvort að vatnsvirkinn eigi þetta til? Hvaða brennari hentar fyrir koparlóðningu? Er nóg að nota própan brennari?

kv.

Re: Lóðtin og Lóðfeiti

Posted: 13. Aug 2011 21:03
by sigurdur
Þú átt að geta fengið silfurtin t.d. í Vörukaupum í garðabæ ásamt flux.
Það er best að nota vatnsbyggt flux, en ef það er ekki til, þá getur þú látið koparinn liggja í ediklausn í einhvern tíma. Svo bara skola vel með köldu vatni.

Re: Lóðtin og Lóðfeiti

Posted: 14. Aug 2011 10:36
by hrafnkell
gesla.is eru líka með koparfittings, þannig að þeir hljóta að eiga flux og tin.

Re: Lóðtin og Lóðfeiti

Posted: 6. Sep 2011 01:26
by noname
kostar reyndar slatta slaglóðið og fluxið á þetta allt til og gæti gert þetta fyrir þig ef að þú villt haafðu bara samband