Page 1 of 1

Pottur fyrir BIAB

Posted: 12. Aug 2011 23:32
by gugguson
Góðan daginn/kvöldið.

Ég hef hug á að fjárfesta í græjum fyrir bjórgerð og hallast ég að BIAB aðferðinni. Ég stefni að því að gera allskonar tegundir en ég er sérstaklega hrifinn af belgískum bjórum. Ég er þessa dagana að taka saman hvaða græjur ég þarf og eitt af því er suðupottur. Ég fann þennan á netinu, telja menn hann heppilegan til verksins?:

http://www.bielmeier-hausgeraete.com/en ... -JANA.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Er einhverstaðar listi yfir það sem maður þarf annað í BIAB bruggun svo maður geti pantað þetta allt í einu?

Kveðja,
Jóhann

Re: Pottur fyrir BIAB

Posted: 13. Aug 2011 00:12
by sigurdur
Sæll Jóhann og velkominn á spjallið.

Þú getur skoðað biabrewer.info og athugað hvort að þú finnir ekki lista, annars býður Hrafnkell á brew.is upp á góðan byrjendapakka sem inniheldur allt (held ég) sem þú þarft til að búa til þinn fyrsta BIAB bjór.

Annars þarftu meirihlutann úr venjulegum byrjendapakka (gerjunartunnu, flotvogarmæli og fleira) ásamt suðutunnu/potti og nælonpoka.

Gangi þér vel!! :beer:

Re: Pottur fyrir BIAB

Posted: 13. Aug 2011 08:31
by gugguson
Flott - takk fyrir þetta.

Re: Pottur fyrir BIAB

Posted: 23. Aug 2011 10:03
by Hekk
Hefur einhver hérna prufað að búa til pott úr gömlum bjórkút, sá einhverjar tilfærslur á svoleiðis framleiðslu á youtube.

Re: Pottur fyrir BIAB

Posted: 23. Aug 2011 12:02
by hrafnkell
Hekk wrote:Hefur einhver hérna prufað að búa til pott úr gömlum bjórkút, sá einhverjar tilfærslur á svoleiðis framleiðslu á youtube.
Það eru margir sem hafa gert það. Ef þú hefur aðgang að bjórkútum þá er það ekki endilega úr vegi.