Page 1 of 1

Skemmdur bjór??

Posted: 12. Aug 2011 22:08
by helgibelgi
Sælir

Ég var nýbyrjaður að meskja, ákvað að prófa þessa "sýrustigspásu" í 40°C í 20 mín og allt fínt með það, en þegar ég ætla að hækka svo upp í 67°C þá kemur þessi ljóta brunalykt úr suðutunnunni (60 lítra síldartunna) :O

Ég flýti mér og slekk á öllum elementunum og dreg upp pokann til að tékka hvort hann hefði legið á elementunum, en nei, það var ekki pokinn.

Næst tek ég pokann úr og læt renna úr tunnunni til að skoða innihaldið, það lúkkaði eiginlega alveg eins og baileys (svona hvítur rjómalitur), en leit alveg hreint út þannig séð. Það eina sem ég sá var að á einu elementinu var búið að myndast skán utan um hana og það byrjað að losna af. Ég hreinsaði tunnuna og elementin og held áfram að meskja. Lyktin er að fara burtu og ég tók burt einhverja gráa froðu sem hafði myndast sem flaut á yfirborðinu.

Ég ætla að halda áfram og sjá hvað gerist. Hvað haldið þið? Verður í lagi með hann?

Re: Skemmdur bjór??

Posted: 12. Aug 2011 23:47
by helgibelgi
Update: er búinn að meskja og er að hita upp í suðu og vonda brunalyktin er farin :D held að þetta verði í lagi en langar samt að heyra ykkar komment. btw vonda brunalyktin sem ég fann er ég búinn að ákveða að lyktaði svolítið eins og bráðnað plast :(

Takk fyrir að hlusta á vælið í mér! :P

Re: Skemmdur bjór??

Posted: 13. Aug 2011 00:08
by sigurdur
Ég þríf mjög oft elementin mín þar sem að þetta eru hraðsuðukatla element.
Það tel ég bæði auka endingu og líkur á aukabragði.

Gráa froðan sem þú talar um kemur alltaf hjá mér þegar ég geri hveitibjór, varstu að gera hveitibjór?

Re: Skemmdur bjór??

Posted: 13. Aug 2011 10:34
by helgibelgi
Nei ég var að gera Bee Cave frá HBT.

Grain Bill
8 lbs. 2-Row Pale Malt
2 lbs. Vienna Malt
0.5 lb. Crystal 10L Malt (notaði carapils, held þetta sé carahell?)

Humlar
60 mín 28,35 g cascade
30 mín 14,17 g cascade
15 mín 7,1 g cascade
5 mín 7,1 g cascade

Þetta er komið í gerjunarfötuna núna og bubblar vel í þessu með Nottingham :)

Btw, prófaði nýja kælispíralinn minn, var ekki nema rétt rúmlega 10 mín að kæla 25 lítra niður í 25°C.

Re: Skemmdur bjór??

Posted: 14. Aug 2011 00:15
by anton
sigurdur wrote:Ég þríf mjög oft elementin mín þar sem að þetta eru hraðsuðukatla element.
Það tel ég bæði auka endingu og líkur á aukabragði.

Gráa froðan sem þú talar um kemur alltaf hjá mér þegar ég geri hveitibjór, varstu að gera hveitibjór?
Gaman að menn vilji auka líkur á aukabragði ;)

Annars dettur mér hels tí hug hvort möguleiki sé á að eitthvað óæskilegt hafi legið utan í elementi (gerviefni úr plasti?)


Svo er alltaf spurning um þrif frá eldri lögun. Var kannski eitthver skán á suðuílátinu sem losnaði í þessari meskingu og var orðin eitthvað súr?