Page 1 of 1

Hólasumbl

Posted: 8. Aug 2011 18:27
by bjakk
Komið þið sæl

Bjórsetur Íslands er að skipuleggja bjórhátið að Hólum í Hjaltadal 27. ágúst :skal: . Við munum reyna að fá fulltrúa frá brugghúsum til að vera á staðnum, opið verður í setrinu hjá okkur og góður matur til taks. Nákvæmari dagskrá kemur seinna.

Á hólum eru fín tjaldsvæði, en einnig er hægt að fá gistingu :sleep: á booking@mail.holar.is

Ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar, endilega verið í sambandi á bjorsetur@mail.holar.is

Nú væri gaman að heyra hverjir hefðu áhuga á að mæta :fagun: .

Kveðja

Bjarni Kristófer

Re: Hólasumbl

Posted: 8. Aug 2011 19:54
by halldor
Þetta hljómar mjög vel. Þú mátt endilega pósta hér þegar þið eruð komnir með nákvæmari dagskrá.
Einnig væri gaman að sjá hvað gistingin kostar á Hólum, ef þið eruð með þær upplýsingar.

Re: Hólasumbl

Posted: 9. Aug 2011 14:27
by bjakk
Verðin eru eftirfarandi

Íbúðir, 4ra manna, uppbúið (eitt svefnh. og stofa) 16.915,-
Íbúðir, tv. manna, uppbúið 14.365,-
Smáhýsi, herbergi m/baði, tv. manna, uppbúið 11.390,-
Smáhýsi, eins manns, uppbúið 9.435,-
Smáhýsi, uppbúið fyrir 3 (tvö rúm, einn svefnsofi) 13.515,-
Smáhýsi, uppbúið fyrir 4 (tvö rúm, einn svefnsofi) 15.215,-
Smáhýsi, uppbúið fyrir 5 (tvö rúm, einn svefnsofi, eitt hátt rúm) 16.065,-
Uppbúið rúm án baðs, tv. manna (6 herb. í einu húsi, 2 baðh.) 7.990,-
Uppbúið rúm án baðs, eins manns 6.545,-
Brúsabyggð 16, uppbúið f. 4 (3 svefnherb.) 16.915,-
Brúsabyggð 16, uppbúið f. 6 (4 full./2 börn/ungl.) 18.020,-

Svefnpokapláss án baðs, tv. manna (6 herb. í einu húsi, 2 baðh.) 6.630,-
Svefnpokapláss án baðs, eins manns 3.315,-

Tjaldsvæði 800 kall

Re: Hólasumbl

Posted: 9. Aug 2011 15:38
by hrafnkell
Augljóslega mjög hentugt verð ef nokkrir leigja saman... Hér með leita ég að sjálfboðaliðum til að leigja með mér herbergi :)

Þó fyrirvarinn sé lítill þá væri gaman ef fágun gæti skipulagt hópferð þangað.. :)

Re: Hólasumbl

Posted: 9. Aug 2011 18:54
by halldor
Þeir sem hafa áhuga á þessu mega endilega pósta í þennan þráð. Þá sjáum við allavega hvort rúta sé raunhæfur kostur. Ég kemst því miður ekki, nema þá ég taki soninn (5 ára) með :)

Re: Hólasumbl

Posted: 17. Aug 2011 15:55
by bjakk
Hér er svo upplýsingar og dagskrá (með fyrirvara um breytingar)

Hólasumblið verður sett kl 14 laugardaginn 27. ágúst. Hvert brugghús fær bás (nokkur borð) til umráða til að bjóða upp á bjór. Bjórinn verður seldur. Við munum selja bjórmiða sem gilda sem greiðsla fyrir bjórinn. Miðinn kostar 400 kr, þannig að það er hægt að selja bjór á einn til tvo miða. Eftir hátíðina verður gert upp við brugghúsin. Best er að afgreiða bjórinn í glös sem hver þáttakandi kaupir

Aðgangseyrir að hátíðinni verður 4500 kr. Innifalið í honum verður glas (300 ml) merkt Bjórsetri Íslands, miði fyrir hamborgara (hjá ferðaþjónustunni á Hólum) og 3 bjórmiðar.

Í dagskrá hátíðarinnar mun hvert brugghús fá 20 mínútur þar sem þau geta kynnt sig og það sem þau eru að gera. Verður skjávarpi til staðar og bjórkassi til að standa á, en annars er þessi hluti alveg valfrjáls.

Við munum vera með kjör um besta bjór hátíðarinnar og veita viðurkenningu fyrir 1. 2. og 3. sæti.

Annars er dagskráin eftirfarandi
14:00 - 14:20 Setning og sagt frá Bjórsetri Íslands
15:-15:20 Egils
15:20 -15:40 Kaldi
15:40 - 16:00 - Útvík
16:00 - 16:20 - Víking
16:20-16:50 - Ölvisholt
17:00 - 17:30 - Fræðsluhorn Valgeirs
19:00-21:00 - Hamborgaragrill
22:00 - Verðlaunaafhending

Á meðan á hátíðinni stendur mun vera opið í Bjórsetri Íslands og í Mjólkurhúsinu brugghúsi
Frá 15 - 20:00 munu menn geta spreitt sig í kútarúllkeppni

Á sama tíma og hátíðin fer fram mun einnig fara fram nytjamarkaður kvennfélags Hólahrepps og Rikini hátíð -http://kirkjan.is/2010/08/rikini-hatid-a-holum/

Gisting er bókuð á booking@mail.holar.is

Upplýsingar bjorsetur@mail.holar.is

Að neðan eru svo verð á gistingu

Íbúðir, 4ra manna, uppbúið (eitt svefnh. og stofa) 16.915,-
Íbúðir, tv. manna, uppbúið 14.365,-
Smáhýsi, herbergi m/baði, tv. manna, uppbúið 11.390,-
Smáhýsi, eins manns, uppbúið 9.435,-
Smáhýsi, uppbúið fyrir 3 (tvö rúm, einn svefnsofi) 13.515,-
Smáhýsi, uppbúið fyrir 4 (tvö rúm, einn svefnsofi) 15.215,-
Smáhýsi, uppbúið fyrir 5 (tvö rúm, einn svefnsofi, eitt hátt rúm) 16.065,-
Uppbúið rúm án baðs, tv. manna (6 herb. í einu húsi, 2 baðh.) 7.990,-
Uppbúið rúm án baðs, eins manns 6.545,-
Brúsabyggð 16, uppbúið f. 4 (3 svefnherb.) 16.915,-
Brúsabyggð 16, uppbúið f. 6 (4 full./2 börn/ungl.) 18.020,-

Svefnpokapláss án baðs, tv. manna (6 herb. í einu húsi, 2 baðh.) 6.630,-
Svefnpokapláss án baðs, eins manns 3.315,-

Tjaldsvæði 800 kall

Re: Hólasumbl

Posted: 26. Aug 2011 15:49
by andrimar
Jæja, hverjir eru svo staðfestir í mætingu þarna?

Ég og nokkrir af mínum bruggfélögum verðum þarna á staðnum.