Page 1 of 1

Kælir

Posted: 7. Aug 2011 21:10
by valurkris
Hvernig ætli þetta virki til að kæla virtinn áður en hann fer í gerjun?
5.jpg

Re: Kælir

Posted: 7. Aug 2011 22:15
by hrafnkell
Er gler ekki frekar einangrandi? Þetta kælir örugglega, en spurning hvað hratt :)

Re: Kælir

Posted: 8. Aug 2011 00:31
by sigurdur
Tjahh .. miðað við að þú ætlar að nota ískalt og sjóðandi heitt á sama tíma, þá þarf þetta að vera borosilicate (pyrex) gler, þannig að gefum okkur að þetta sé þannig.

Skv. þessari heimasíðu þá er hitaleiðni Borosilicate glers (Pyrex) 1.005 W/(m.K) við 25°C. Kopare er með hitaleiðni 401 W/(m.K) við 25°C.

Ég skal skjóta "blint" út að það taki mjög langan tíma að kæla virt með þessu tæki.

Re: Kælir

Posted: 8. Aug 2011 16:37
by valurkris
ok Takk

Re: Kælir

Posted: 9. Aug 2011 21:27
by Squinchy
Einum of svalur eimir sem þú hefur þarna, myndi frekar nota hann í að koma upp eimingar kerfi

Re: Kælir

Posted: 9. Aug 2011 22:25
by valurkris
Kanski ef að maður væri í einhverju svoleiðis en svo er ekki, Fékk þetta gefins ásamt 30l suðupotti með hitastýringu :D .
Ætlaði bara að reyna að nýta þetta.

Re: Kælir

Posted: 10. Aug 2011 00:49
by sigurdur
Þetta er frábært tæki til þess að útbúa afjónað vatn fyrir gergeymslu. :)

Re: Kælir

Posted: 14. Aug 2011 18:35
by Squinchy
Eða malt whiskey :)