Page 1 of 1

Suðupottur

Posted: 29. Jul 2011 16:49
by valurkris
Jæja þá er ég að byrja á suðupottinum mínum sem verður um 120L ef að ég man rétt.
Hann verður notaður fyrir BIAB, og er planið að setja á hann dælu og rims. Einnig var kunningi minn eithvað að nefna að hann langar til að setja á hann iðntölvustýringu og snertiskjá til að sjórna öllu ferlinu en það er eithvað sem að tíminn leiðir í ljós

Hérna er búiða að valsa plötuna fyrir pottinn
14.jpg
Svo fékk ég kunnuingja til að skera efni í botn, Lok og gjörð með vatnskurðarvél
2.jpg
Og svo byrjaði ég aðeins á að punkta gjörðina
3.jpg
Þá er bara að vona að þetti gangi ekki alltof hægt

Re: Suðupottur

Posted: 29. Jul 2011 21:23
by bergrisi
Hitaru pottinn svo bara með gasi eða seturu element í hann? Er einmitt að spá í að láta smíða fyrir mig pott.


Kveðja
Bergrisi

Re: Suðupottur

Posted: 29. Jul 2011 22:12
by hrafnkell
Þetta er snilld hjá þér ! Hvernig ætlarðu að hita hann?

Mig langar ógeðslega í svona pott... Hvað heldurðu að kostnaðurinn sé að koma út á þessu?

Re: Suðupottur

Posted: 29. Jul 2011 23:29
by valurkris
Ég mun hita hann með elementum, sennilega hraðsuðuketils element ef að ég tími ekki að kaupa eithvað annað.


Kostnaðurinn verður ekki svakalegur. Stálið fékk ég gefins, það var utaná innréttingu sem var verið að rífa en það er reindar allveg í það þynnsta.

Allur stýribúnaður SSR, Reglar, Hitanemar, relay, skápur, takkar, ljós og fleira á ég eða get reddað fyrir nánast engann pening (er rafvirki og er alltaf að umgangast eithvað svona)

Ef að ég fer í iðntölfu þá fæ ég hana gefins í vinnuni því þeim er alltaf hennt um leið og einn útgangur brennur eða bilar, en snertiskjár væri einhver 20.000 kr

svo er það dælan, kanski 20-30.000


Ef að ég væri ekki svona heppinn með efni í þetta þá væri ég enganvegin að fara í þetta því stálið kostar allavega handlegg ef ekki tvo

Re: Suðupottur

Posted: 30. Jul 2011 11:09
by hrafnkell
Ég mæli með svona elementum:
http://www.amazon.com/gp/product/B000BP ... UQSY3E84IP" onclick="window.open(this.href);return false;

2 stykki væru plenty fyrir þig, þau kosta svipað og einn hraðsuðuketill og þú þarft að setja færri göt á pottinn þinn. win win :) Ég er að nota eitt svona í 60l tunnu, það er nokkuð gott.

Re: Suðupottur

Posted: 30. Jul 2011 19:58
by valurkris
Þetta líst mér vel á, mun sennilega taka svona.

Er ekki einhver að fara að panta svona :D (er ekki með visa)

Re: Suðupottur

Posted: 31. Jul 2011 09:37
by kalli
Ef ég má gefa þér gott ráð, þá fáðu þér lítið álbox í Íhlutum og gakktu frá því svipað og sýnt er hér: http://www.theelectricbrewery.com/heating-elements" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég gerði þetta á mínum potti og það er öruggt og lítur vel út.

Re: Suðupottur

Posted: 31. Jul 2011 10:20
by hrafnkell
valurkris wrote:Þetta líst mér vel á, mun sennilega taka svona.

Er ekki einhver að fara að panta svona :D (er ekki með visa)
Ég get reddað þér svona eftir 1-2 vikur, þegar ég fæ pakka með nokkrum svona í :) Ég skulda kalla eitt, en er aflögufær á amk 1stk, kannski 2.

Re: Suðupottur

Posted: 31. Jul 2011 11:42
by valurkris
kalli wrote:Ef ég má gefa þér gott ráð, þá fáðu þér lítið álbox í Íhlutum og gakktu frá því svipað og sýnt er hér: http://www.theelectricbrewery.com/heating-elements" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég gerði þetta á mínum potti og það er öruggt og lítur vel út.
Takk kalli, ég mun gera eithvað í líkindum við þetta
hrafnkell wrote:
valurkris wrote:Þetta líst mér vel á, mun sennilega taka svona.

Er ekki einhver að fara að panta svona :D (er ekki með visa)
Ég get reddað þér svona eftir 1-2 vikur, þegar ég fæ pakka með nokkrum svona í :) Ég skulda kalla eitt, en er aflögufær á amk 1stk, kannski 2.
Ég tek þessu tilboði. Takk, Takk

Re: Suðupottur

Posted: 12. Aug 2011 21:39
by valurkris
Jæja, þetta mjakast áfram. Búið að sjóða pottinn saman, gera stand á hjólum og lok.
pottur1.jpg
pottur2.jpg
pottur3.jpg
Næst á dagskrá er að valsa stál utan um pottinn og einangra hann, einnig verður lokið einangrað

Re: Suðupottur

Posted: 17. Sep 2011 18:06
by Feðgar
Það er sko vit í þessu :skal:

Re: Suðupottur

Posted: 9. Jan 2012 21:37
by valurkris
Jæja þá er maður að byrja aftur á þessu.Tók smá pásu vegna mikilla anna og ætlaði að byrja aftur þegar að það færi eithvað að róast hjá mér, en það er ekki að fara að gerast í bráð þannig að ég fórna bara svefninum fyrir bruggið.

Ég byrjaði á stýrikassanum í kvöld og þetta er afraksturinn
Mynd0122.jpg
Mynd0124.jpg
Ég verð með tvö element í pottinum sem að ég ætla að stjórna með PWM strýringu, einnig verður rofi til að tengja framhjá pwm stýringuni. Þetta geri ég til að vera ekki að keyra allan straumin í gegnum ssr releyið á meðan að ég er að keyra hitan upp og með elementin í fullri keyrslu

Re: Suðupottur

Posted: 13. Jan 2012 22:20
by valurkris
Jæja þá eru elementin komin í pottin. Tvö 5500 watta element frá http://www.brew.is" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; Einnig er ég búin að uppfæra stýringuna og mun notast við regli til að stjórna hitanum. Og búin að fá alminilegan kassa fyrir stýringuna.

" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Suðupottur

Posted: 13. Jan 2012 23:07
by Squinchy
Þetta er farið að líta vel út :D

Re: Suðupottur

Posted: 27. Jan 2012 19:33
by valurkris
maður komst aðeins áfram með pottin í gær. og nú er bara eftir að ganga frá rafmagninu klára að pípa og sýruþvo pottinn.

Hér koma nokkrar myndir


Búið að einangra veggina á pottinum
Mynd0132a.jpg
einangrun komin í botninn og verið að sjóða fyrir
Mynd0134a.jpg
Ég setti stálkross í miðjuna til að stirkja botninn og til að festa hjólin á pottinn
Mynd0135a.jpg
Kassinn kominn á. hann er festur með boltum sem voru soðnir á pottinnn
Mynd0140a.jpg
og svo er hér falski botninn sem mun halda pokanum frá elementunum
Mynd0141a.jpg

Re: Suðupottur

Posted: 27. Jan 2012 23:45
by sigurdur
Það er engin smá vinna sem er lögð í þennan pott .. og hann lítur mjög vel út! :-)

Hvenær er svo prufubruggunin skipulögð?

Re: Suðupottur

Posted: 28. Jan 2012 22:15
by valurkris
Já það er alltaf meiri vinna í svona löguðu en maður gerir ráð fyrir.

planið er að taka prufu í febrúar ef að allt gengur upp

Re: Suðupottur

Posted: 29. Jan 2012 03:41
by Squinchy
Þú þarft að fá þér veglegan bursta til að ná þarna ofan í til að þrífa :P

Re: Suðupottur

Posted: 29. Jan 2012 13:27
by valurkris
Squinchy wrote:Þú þarft að fá þér veglegan bursta til að ná þarna ofan í til að þrífa :P
Það er vandamál sem að ég mun glaður leysa :D

Re: Suðupottur

Posted: 24. Feb 2012 17:14
by Mjöður
Sælir, þetta er helv.. flott hjá þér. mætti ég spyrja hvar þú fékkst þessa dælu?

kv Gummi

Re: Suðupottur

Posted: 24. Feb 2012 23:19
by valurkris
sæll og takk fyrir.

Þessa dælu fékk ég hjá kalla hér á spjallinu (hér er þráðurinn http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=12 ... =d%C3%A6la" onclick="window.open(this.href);return false; )

þessi dæla er reyndar allt of lítil fyrir þennan pott en hún verður þarna þangað til að ég fæ eithvað betra

Re: Suðupottur

Posted: 24. Feb 2012 23:51
by hrafnkell
Thad eru komnar oflugri daelur en voru til thegar vid pontudum med kalla.. Eg a badar typurnar og thad er mjog mikill munur :)