Page 1 of 2

Stofnfundur Fágunar

Posted: 6. May 2009 21:38
by Hjalti
Við þurfum að hittast á næstu dögum til að ákveða framhaldið á þessu æðislega félagi.

Hvernig hljómar að hittast næsta Mánudag, 11 Maí?

Spurning um að endurtaka hittingin sem var á Vínbarnum til að fara yfir hvað við viljum gera og hvernig hlutir eiga að vera.

Hverjir geta mætt næsta mánudag?

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 6. May 2009 21:49
by Eyvindur
Ég ætti að öllu óbreyttu að komast á mánudagskvöldið, en aldrei fyrr en eftir níu, þegar eldri strákurinn er kominn í svefn.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 6. May 2009 22:44
by arnilong
Ég kemst ekki fyrir 16. Maí en ég mæti bara næst.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 6. May 2009 22:49
by Eyvindur
Nei, eigum við ekki að fresta þessu aðeins þá, og reyna að gera þetta þegar við komumst allir (allavega allir á höfuðborgarsvæðinu)?

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 08:20
by arnilong
Þakka viðleitnina!

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 11:42
by Stulli
Sammála að skipuleggja fund þegar að allir komast. Hvað þá um laugardaginn 16 maí. Gætum mín vegna hist um miðjan daginn.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 12:18
by Hjalti
Ég kemst ekki 16 maí, er að halda upp á 1 árs brúðkaups afmæli og ef ég fer á bjórfund um miðjan dag þá verð ég ekki vinsæli gaurinn.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 12:23
by Stulli
Hvað þá um 17. eða 18. maí

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 12:59
by Hjalti
Mánudagurinn 18 Maí er flottur fyrir mig.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 15:08
by Eyvindur
Ætti að vera það fyrir mig, en það er erfiðara fyrir mig að komast um miðjan dag. Betra á kvöldin, þegar börnin eru komin í ró.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 18:32
by Stulli
18. maí um kvöld er fínn fyrir mig.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 20:26
by Hjalti
Er ekki málið að negla þá dagsetningu þá.

Klukkan 21:00 Mánudaginn 18 Maí.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 20:47
by arnilong
Flott fyrir mig!

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 22:02
by Andri
Er í upprifjun fyrir sveinspróf í rafvirkjun 11-29 maí virka daga eftir kl 18:00. Ég ætti samt að geta hnikrað þessu eitthvað til og hitt á ykkur, ætti ekki að skipta mig hvenær þetta er.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 7. May 2009 22:09
by Eyvindur
Já, ætti að vera flott fyrir mig.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 8. May 2009 01:07
by Andri
Er staðsetningin negld? Vínbarinn?

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 8. May 2009 07:57
by Hjalti
Ekki nema þú sért með betri hugmynd, það kemur allt til greina.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 8. May 2009 08:34
by ulfar
Get fengið herbergi fyrir okkur hjá Hemma og Valda.

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 8. May 2009 08:59
by Hjalti
Heyrðu, það er náttúrulega mikið skemtilegri hugmynd. Fáum að vera uppi á evri hæðini.

Eigum við ekki mikið frekar að negla þetta hjá Hemma og Valda?

Skal spjalla við Hemzenegger undir eins um það bara :twisted:

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 8. May 2009 09:05
by Hjalti
Búinn að tala við hann og þetta er ekkert mál.

Hann ætlar líka að skoða hvort það sé hægt að gefa okkur tilboð á barnum á Skjálfta :)

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 8. May 2009 10:50
by Eyvindur
Kvörtum ekki yfir því...

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 8. May 2009 12:50
by Stulli
Mér líst helvíti vel á þetta...

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 10. May 2009 12:17
by halldor
Ég mæti!

Ég er nokkuð viss um að bruggfélagar mínir, þeir Óttar, Elli og Ási, muni skrá sig hér á næstu dögum og mæta einnig á fundinn :)

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 10. May 2009 12:43
by Hjalti
Snilld!

The more the merrier :assas:

Re: Stofnfundur Fágunar

Posted: 10. May 2009 13:05
by Eyvindur
Djöfulsins glæsingur. Æðislegt að fáguð gerjun sé þó þetta útbreidd, að ekki sé minnst á bjórgerðina. Hlakka til að sjá ykkur sem ég hef ekki hitt áður.