Page 1 of 1

Hvar eru ódýrustu hraðsuðukatlarnir?

Posted: 14. Jul 2011 18:25
by hrafnkell
Mig vantar nokkra hraðsuðukatla (eða elementin úr þeim). Hvar eru hraðsuðukatlar ódýrastir þessa dagana?

Ég er búinn að athuga með rúmfatalagerinn, en þeir virðast vera búnir með ódýru katlana, en eiga einhverja sem kosta 3.990kr.

Re: Hvar eru ódýrustu hraðsuðukatlarnir?

Posted: 14. Jul 2011 22:06
by Örvar
Held að sömu eða svipaðir hraðsuðukatlar hafi verið til í europris fyrir þónokkru síðan

Re: Hvar eru ódýrustu hraðsuðukatlarnir?

Posted: 14. Jul 2011 22:30
by bjarkith
Ég var einu sinni að spjalla við starfsmann í byko og hann var að tala um að hann hefði verið að selja gölluð eintök á hálfvirði eða eitthvað svoleiðis til þeirra sem voru bara að leita eftir elementunum.

Re: Hvar eru ódýrustu hraðsuðukatlarnir?

Posted: 16. Jul 2011 18:58
by Örvar
Hefurðu fundið eitthverja svipaða hraðsuðukatla og rúmfatalagerinn var með?
Ég þarf að fara að kaupa mér element sem þyrfti helst vera svipað og það sem var í rúmfatalagers kötlunum.

Re: Hvar eru ódýrustu hraðsuðukatlarnir?

Posted: 20. Jul 2011 20:41
by mattib
Sá að það er tilboð í Europris 2190..
photo.JPG