Page 1 of 1

Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 12. Jul 2011 22:37
by gunnarolis
Ég var að henda í þennan hérna í kvöld, ef eitthvað klikkar ekki sjöníuþrettán, þá kem ég með hann í kútapartýið.
Þessi uppskrift er fengin af blogginu hjá Don Osborn (takk Don) en hún er upprunalega ættuð úr tímariti AHA, Zymurgy. Samkvæmt því sem hann segir þá er hún upprunalega komin frá Vinnie í Russian River, sel það ekki dýrara.
Hvað sem því líður, þá verður þetta allavegana humlaður bjór.

Pliny The Elder.
Imperial IPA
Type: All Grain Date: 12.7.2011
Batch Size (fermenter): 17,20 l Brewer:
Boil Size: 30,28 l Asst Brewer:
Boil Time: 90 min Equipment: Plast tunnan
Final Bottling Volume: 17,20 l Brewhouse Efficiency: 70,00
Fermentation: My Aging Profile Taste Rating(out of 50): 35,0

Ingredients

Ingredients
Amt Name Type # %/IBU
4,85 kg Pale Malt (2 Row) Bel (5,9 EBC) Grain 1 88,1 %
0,21 kg Cara-Pils/Dextrine (3,9 EBC) Grain 3 3,8 %
0,21 kg Caramel/Crystal Malt - 50L (98,5 EBC) Grain 2 3,8 %
69,10 g Columbus (Tomahawk) [14,50 %] - Boil 90,0 min Hop 5 159,2 IBUs
10,10 g Columbus (Tomahawk) [14,40 %] - Boil 45,0 min Hop 6 19,8 IBUs
20,20 g Simcoe [12,20 %] - Boil 30,0 min Hop 7 28,1 IBUs
20,21 g Centennial [10,80 %] - Boil 0,0 min Hop 9 0,0 IBUs
20,21 g Centennial [10,80 %] - Dry Hop 7,0 Days Hop 10 0,0 IBUs
20,21 g Columbus (Tomahawk) [14,50 %] - Dry Hop 7,0 Days Hop 11 0,0 IBUs
20,21 g Simcoe [12,00 %] - Dry Hop 7,0 Days Hop 12 0,0 IBUs
40,41 g Simcoe [12,20 %] - Boil 0,0 min Hop 8 0,0 IBUs
0,24 kg Sugar, Table (Sucrose) (2,0 EBC) Sugar 4 4,4 %
Pacman Yeast - Starter 1,2L

Beer Profile

Est Original Gravity: 1,071 SG Measured Original Gravity: 1,071 SG
Est Final Gravity: 1,012 SG Measured Final Gravity: 1,010 SG
Estimated Alcohol by Vol: 7,7 % Actual Alcohol by Vol: 8,1 %
Bitterness: 207,2 IBUs Calories: 672,3 kCal/12 oz
Est Color: 16,6 EBC
Mash Profile

Mash Name: My Mash Total Grain Weight: 5,51 kg
Sparge Water: 20 l Grain Temperature: 20,0 C
Sparge Temperature: 76,0 C Tun Temperature: 20,0 C
Adjust Temp for Equipment: FALSE Mash PH: 5,20

Mash Steps
Name Description Step Temperature Step Time
Step Add 15 l of water at 77 C 67 C 90 min

Mash Notes: Single infusion, no mashout.

Ég bætti síðan við smá Irish moss og smá Nutrient í 15 mínútum.

Endilega skjótið ef þið hafið spurningar.

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 13. Jul 2011 10:12
by hrafnkell
Notaðirðu pacman ger uppúr flösku?

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 13. Jul 2011 13:57
by gunnarolis
Ég ræktaði PacMan ger uppúr Rogue Sheakspear Stout upprunalega og er búinn að nota nokkrum sinnum. Er núna búinn að slanta það og á það í gersafninu...

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 13. Jul 2011 13:59
by kalli
207 IBU??? What!

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 13. Jul 2011 16:55
by gunnarolis
Já, það er kannski vert að taka fram að þetta eru "calculated IBU", bjórinn er að sjálfsögðu mettaður af beiskju, sem eru um 120 IBU.
(Reyndar greinir menn á um hvort 100IBU séu max eða 120IBU).

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 13. Jul 2011 17:56
by Feðgar
Ekki skil ég þessa ofur beiskju áráttu hjá sumum ykkar.

Einhver hefði nú bara haldið að þetta sé gert til að fela óbragðið af brugginu, en hver um sitt ;)

hehe

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 13. Jul 2011 20:14
by gunnarolis
Dont hate the player, hate the game. Ég bruggaði bara innan stílsins... :)

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 13. Jul 2011 20:22
by Feðgar
Hehe þetta var alls ekki skot á þig.

Þetta er bara smekkur hvers og eins, sem betur fer ;)

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 14. Jul 2011 00:48
by sigurdur
Feðgar wrote:Ekki skil ég þessa ofur beiskju áráttu hjá sumum ykkar.

Einhver hefði nú bara haldið að þetta sé gert til að fela óbragðið af brugginu, en hver um sitt ;)

hehe
Ert þú þá mikið fyrir maltsprengjur? 70% caramunich I, II og III FTW!!!

En nei, humlarnir kalla eitthvað meir og meir á mann ef maður kemst upp á bragðið með þá.

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 14. Jul 2011 09:51
by Feðgar
Er það gerandi að brugga bjòr með 70% crystal?
Ég mundi nù frekar nota munich en cara til að nà miklu malti.
Annars held ég að gott jafnvægi skipti meiru màli en einhverjir öfgar ì okkar tilfelli, hvort sem það er ì beiskju eða einhverju öðru

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 15. Jul 2011 00:54
by sigurdur
Ég var nú bara að grínast, en það ætti að vera hægt að búa til bjór úr 70% caramel/crystal.
Jafnvægi er gott þegar maður er að leita að því, en humlahausar (ég er þar innifalinn) vilja oft fá meiri humlaskammt í bjór ..
Það er hægt að gera fullkominn bjór (gerjunar og meskingarlegar séð), en samt vilja fá meiri humla í bjórinn.

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 15. Jul 2011 20:16
by Feðgar
Eins og ég sagði þá er smekkur okkar misjafn, sem betur fer.

En ég held að 70% CaraMunich bjór yrði seint góður, hvort heldur sem manni líkar humlar eður ei.

Spurning hvort Hrafkell prófi það ekki bara fyrir okkur, hann á mest af CaraMunich :mrgreen:

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 9. Oct 2011 21:37
by Feðgar
Jæja eftir að hafa smakkað þennan þá verð ég að viðurkenna að mér þótti mikið til hans koma.

Er að pæla þessa dagana hvernig ég færi að því að gera eina lögun í okkar græjum, veit ekki hversu litla lögun ég get gert.

Það færu ekki nema 727 gr. af humlum í lögun af fullri stærð hjá okkur :lol:

Hversu vel eldist svona bjór á flöskum?

Re: Imperial IPA - Pliny inspired

Posted: 9. Oct 2011 22:42
by gunnarolis
Hann eldist ekkert sérlega vel á flöskum. Eftir uþb mánuð er hann orðinn frekar litlaus og leiðinlegur.