Vatnslásar
Posted: 7. Jul 2011 21:17
				
				Ég er búinn að leita hér á spjallinu en ekki fundið svar við einni pælingu.
Ég las einhverstaðar að mælt sé með því að skipta um vatnið í vatnslásnum á hverjum degi og jafnvel nota spíra eða sótthreinsaðan vökva.
Ég hef verið að nota joðblandað vatn sem ég sótthreinsa allt með og sett það í vatnslásinn. Svo hef ég ekkert verið að skipta um í þessu. Hvorki í bjórnum eða víngerðinni. Fyrsta all grain lögunin mín var soldið skrítin en ég held að það hafi stafað af vatnsvandamáli hjá mér frekar en einhverju öðru.
Svo mig langar að spyrja ykkur sérfræðingana hvað þið gerið.
Eruð þið að skipta um vatn í vatnslásnum?
Hvað eruð þið að setja í vatnslásinn?
Hvaða gerð af vatnslásum finnst ykkur bestir?
Kveðja
Bergrisi.
			Ég las einhverstaðar að mælt sé með því að skipta um vatnið í vatnslásnum á hverjum degi og jafnvel nota spíra eða sótthreinsaðan vökva.
Ég hef verið að nota joðblandað vatn sem ég sótthreinsa allt með og sett það í vatnslásinn. Svo hef ég ekkert verið að skipta um í þessu. Hvorki í bjórnum eða víngerðinni. Fyrsta all grain lögunin mín var soldið skrítin en ég held að það hafi stafað af vatnsvandamáli hjá mér frekar en einhverju öðru.
Svo mig langar að spyrja ykkur sérfræðingana hvað þið gerið.
Eruð þið að skipta um vatn í vatnslásnum?
Hvað eruð þið að setja í vatnslásinn?
Hvaða gerð af vatnslásum finnst ykkur bestir?
Kveðja
Bergrisi.