Page 1 of 1
Dómar
Posted: 5. Jul 2011 11:34
by andrimar
Jæja drengir hvað er að frétta af þessum dómum? Enn að bíða eftir mínum....
Re: Dómar
Posted: 5. Jul 2011 13:28
by Oli
Ég tek undir þetta. Við höfum ekki séð neina dóma af öllum þeim 12 bjórum sem við sendum inn í keppnina, þ.m.t. af besta bjórnum 2011.
Ein aðalástæðan fyrir því að við sendum bjóra inn í keppnina var til þess að fá hlutlausa dóma og gagnrýni. Það hlýtur að vera eðlileg skýring á þessu, vona bara að dómarnir hafi ekki týnst....
Allavega þá verður maður ekkert svakalega spenntur að senda bjóra inn í næstu keppni.
Re: Dómar
Posted: 5. Jul 2011 15:37
by gunnarolis
Dómarnir týndust eftir keppnina, en komu í leitirnar fyrir stuttu síðan. Úlfar þurfti síðan að fara í vinnuferð erlendis og hefur því ekki haft tök á að afgreiða dómana út.
Ég hef trú á því að hann fari að koma þessu á menn sem allra fyrst, er það ekki Úlfar?
Sammála því að þessir dómar eru stór hluti þess að senda bjóra í keppni...
Re: Dómar
Posted: 8. Aug 2011 16:35
by gunnarolis
Nú ættu allir að vera að búnir að fá dómana senda á e-mailið sem var gefið upp fyrir keppnina.
Samverkandi þættir urðu þess valdandi að þetta tafðist lengur en hóflegt getur talist, biðst ég forláts á því.
Vonandi hafa einhverjir gagn og gaman af dómunum, og geta vonandi í framhaldinu bætt bjórinn sem þeir eru að brugga.
Kv Stjórnin.
Re: Dómar
Posted: 8. Aug 2011 18:42
by sigurdur
Æðislegt.
Takk fyrir að senda dómana.

Re: Dómar
Posted: 8. Aug 2011 20:22
by Oli
Takk fyrir skjót viðbrögð

Re: Dómar
Posted: 8. Aug 2011 20:28
by sigurdur
<OFFTOPIC>
Það þarf að vera svona "thumbs up" emoticon svo maður geti gefið "thumbs up" þegar manni líkar við eitthvert svarið.
</OFFTOPIC>
Re: Dómar
Posted: 8. Aug 2011 21:00
by gunnarolis
Óli, Toucé...
