Page 1 of 1

Coopers stout - hjálp!

Posted: 4. Jul 2011 13:44
by Hekk
Mikið var ég ánægður þegar ég fann þetta spjall.....

Ég er byrjandi í bjórgerð og verslaði mér "kit" í síðustu viku og ætlaði að fara að brugga. Eftir því sem ég hef lesið mér meira til um efnið þá er ég orðinn hræddur um að ég verði fyrir vonbrigðum með fyrstu lögunina.

Ég keypti semsagt Coopers stout kit og langar til að biðja um ráð til að betrumbæta fyrstu lögunina svo ég verði nú örugglega ekki fyrir vonbrigðum.

það sem mér hefur komið í hug er:

1. nota malt extract í staðinn fyrir sykur (veit ekki hvar ég fæ svoleiðis)

2. kaupa aðra dós ....

3. minka vatnsmagnið og laga einfaldlega minna af bjór í fyrstu tilraun

Hvað segið þið, eru einhverjar betri hugmyndir?

Re: Coopers stout - hjálp!

Posted: 4. Jul 2011 14:55
by bjarkith
Besta í stöðunni að mínu mati að kaupa 2 kit eða gera minni uppskrift, einnig væri ekki óvtilaust að versla annað ger eins og t.d. Nottingham eða Fermentis US-05 í stað Cooper gersins þar sem það getur verið orðið gamalt og lélegt.

Re: Coopers stout - hjálp!

Posted: 4. Jul 2011 15:21
by sigurdur
Þú ættir að finna eitthvað malt extract í Vínkjallaranum, bæði humlað og óhumlað.
Mig minnir að Vínkjallarinn hafi einungis átt lagerger eftir (þori samt ekki að fara 100% með það), en þú getur keypt Nottingham ger frá brew.is.

Ef þig vantar svo einhver frekari ráð um hvernig þú eigir að framkvæma þetta, þá getur þú horft á youtube myndbönd, eða spurt ráða í þessum þræði. :)

Gangi þér vel