[Bruggun] Geordie Lager Kit
Posted: 20. Jun 2011 23:41
Sælir strákar og menn.
["FYRSTA LÖGN" - ÞRÁÐUR]
Fyrir 10 dögum síðan lagði ég í fötuna loksins, 1 ári frá því að ég fór að lesa og læra til um þetta.
Ég var ekkert að flíta mér og pældi vel og lengi í öllu sem þyrfti að gera til þess að vera með sem flest allt á hreinu þegar að því kæmi.
Kærastan mín var svo orðin þreitt á talinu um bjórbruggun að hún tók sig til og keypti allt sem mér vantaði fyrir Kit brewing (Beginners brautin)
Og sagði mér svo að búa til bjór
(Vantaði reyndar hitamæli, en Brew.is reddaði mér frábærum digital mæli á nánast engann pening!)
Byrjaði á því að fylla gerjunarfötuna af köldu vatni, og setja 2 matskeiðar af klórsóda út í, set allt sem snertir bjórinn ofan í fötuna þ.a.m vatnslásinn, gúmíhring utan um vatnslásinn, matarskeið til öryggis, hrærisleyf, sykurflotvögina, lokið á gerjunarfötuna og svo vatnsslöngu sem tengist við kranann til að setja vatn í fötuna.
Ég sauð kittið í potti ásamt 4L af vatni til að leysa það upp, bætti sykri við o.s.f
Skellti þessu í gerjunarfötuna og fyllti vatn upp að 23L
Skellti gerinu útí og hrærði rólega.
Fatan fór svo inn í skáp við 18° hita (las að lager bjór ætti að gerjast við lágt hitastig, helst 14-15°?) og gerjaðist vel fyrstu 3 dagana og róaðist svo, eftir um 6 daga "bubblaði" kannski 3-4 sinnum á mínótu.
Ég mældi eftir 6 daga og þá var það í 1.015, svo á 7 degi þá var það 1.012, og svo á 9 og 10 degi var það fast í 1.010
OG Var um 1.048 minnir mig, klikkaði á því að skrifa niður *doh*
Þannig að ég taldi það alveg "safe to bottle"
Sótthreinsi allar flöskur og tappa, trektina o.s.f og skelli um 1/2 teskeið af sykri í hverja 500ml flösku
Ég skelli fötunni uppá borð og tek lokið af, þefa og það er alveg gríðarlega góð bjórlykt, og áfengislykt.
Er auðvitað búinn að sótthreinsa allt sem ég þarf að nota þ.a.m skálina fyrir sykur í flöskur og alles. (verst að geta ekki sótthreinsað sykurinn !)
Ég skelli "siphon" slöngunni (man ekki íslenskuna á þessu) ofan í fötuna og þar sem ég var að sótthreinsa hana fylli ég hálft glas af bjór til að ná hreinsiefninu úr slöngunni sjálfri. Geri þetta svona aðalega vegna þess að það má ekkert annað snerta slönguna.
Svo set ég í annað glas og smakka það, og verð bara að segja að ég varð mjög spenntur.
Hann var bara helvíti góður. Ég var búinn að kvíða þessari stundu í 10 daga en þetta virðist hafa heppnast framm að þessu a.m.k
Ég veit að margir "hata" beer kits, en þetta var mjög gott og rosalega góð lykt.
Geordie Lager er eitthvað sem ég fékk í Europrís, svo ég var ekki að búast við miklu en er mest ánægður sem komið er
Menn eins og ég vilja frekar að það séi ódýrt að misheppnast heldur en of dýrt.
Ég verð örugglega kominn í all grain fyrir 2012
En já, svo skelli ég restinni í 42 flöskur, hristi og set inn í skáp næstu vikuna (flöskur frá aman.is, fínustu plastflöskur með skrúftappa)
Læt ykkur vita loka niðurstöðuna þegar að því kemur
["FYRSTA LÖGN" - ÞRÁÐUR]
Fyrir 10 dögum síðan lagði ég í fötuna loksins, 1 ári frá því að ég fór að lesa og læra til um þetta.
Ég var ekkert að flíta mér og pældi vel og lengi í öllu sem þyrfti að gera til þess að vera með sem flest allt á hreinu þegar að því kæmi.
Kærastan mín var svo orðin þreitt á talinu um bjórbruggun að hún tók sig til og keypti allt sem mér vantaði fyrir Kit brewing (Beginners brautin)
Og sagði mér svo að búa til bjór
(Vantaði reyndar hitamæli, en Brew.is reddaði mér frábærum digital mæli á nánast engann pening!)
Byrjaði á því að fylla gerjunarfötuna af köldu vatni, og setja 2 matskeiðar af klórsóda út í, set allt sem snertir bjórinn ofan í fötuna þ.a.m vatnslásinn, gúmíhring utan um vatnslásinn, matarskeið til öryggis, hrærisleyf, sykurflotvögina, lokið á gerjunarfötuna og svo vatnsslöngu sem tengist við kranann til að setja vatn í fötuna.
Ég sauð kittið í potti ásamt 4L af vatni til að leysa það upp, bætti sykri við o.s.f
Skellti þessu í gerjunarfötuna og fyllti vatn upp að 23L
Skellti gerinu útí og hrærði rólega.
Fatan fór svo inn í skáp við 18° hita (las að lager bjór ætti að gerjast við lágt hitastig, helst 14-15°?) og gerjaðist vel fyrstu 3 dagana og róaðist svo, eftir um 6 daga "bubblaði" kannski 3-4 sinnum á mínótu.
Ég mældi eftir 6 daga og þá var það í 1.015, svo á 7 degi þá var það 1.012, og svo á 9 og 10 degi var það fast í 1.010
OG Var um 1.048 minnir mig, klikkaði á því að skrifa niður *doh*
Þannig að ég taldi það alveg "safe to bottle"
Sótthreinsi allar flöskur og tappa, trektina o.s.f og skelli um 1/2 teskeið af sykri í hverja 500ml flösku
Ég skelli fötunni uppá borð og tek lokið af, þefa og það er alveg gríðarlega góð bjórlykt, og áfengislykt.
Er auðvitað búinn að sótthreinsa allt sem ég þarf að nota þ.a.m skálina fyrir sykur í flöskur og alles. (verst að geta ekki sótthreinsað sykurinn !)
Ég skelli "siphon" slöngunni (man ekki íslenskuna á þessu) ofan í fötuna og þar sem ég var að sótthreinsa hana fylli ég hálft glas af bjór til að ná hreinsiefninu úr slöngunni sjálfri. Geri þetta svona aðalega vegna þess að það má ekkert annað snerta slönguna.
Svo set ég í annað glas og smakka það, og verð bara að segja að ég varð mjög spenntur.
Hann var bara helvíti góður. Ég var búinn að kvíða þessari stundu í 10 daga en þetta virðist hafa heppnast framm að þessu a.m.k
Ég veit að margir "hata" beer kits, en þetta var mjög gott og rosalega góð lykt.
Geordie Lager er eitthvað sem ég fékk í Europrís, svo ég var ekki að búast við miklu en er mest ánægður sem komið er
Menn eins og ég vilja frekar að það séi ódýrt að misheppnast heldur en of dýrt.
Ég verð örugglega kominn í all grain fyrir 2012
En já, svo skelli ég restinni í 42 flöskur, hristi og set inn í skáp næstu vikuna (flöskur frá aman.is, fínustu plastflöskur með skrúftappa)
Læt ykkur vita loka niðurstöðuna þegar að því kemur