Page 1 of 1

Handgerðir custom BIAB pokar eftir ykkar máli

Posted: 14. Jun 2011 12:59
by sigurdur
Ég vil benda á að það er komin þjónusta á Írlandi fyrir custom BIAB poka. Endilega nýtið ykkur þetta ef þið þurfið BIAB poka. Þau senda á hvaða áfangastað í heiminum.
http://custombiab.blogspot.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Þau eru með 2 standard stærðir á pokum, en geta gert poka fyrir hvaða stærð sem er.

Ég vona að þið getið nýtt ykkur þetta, því þetta eru ansi hagstæð verð.

Re: Handgerðir custom BIAB pokar eftir ykkar máli

Posted: 14. Jun 2011 13:36
by hrafnkell
Ég á bágt með að gera annað en að stinga nefinu hér inn og benda á að ég hef verið að sauma poka fyrir fólk... 1500kr fyrir "venjulega" poka sem passa í 33l fötur, en lítið mál að redda hvaða stærð sem er.

Enganvegin jafn fallegir og þessir, en ég hef gert um 30-40stk og saumarnir hafa haldið vel :)

Re: Handgerðir custom BIAB pokar eftir ykkar máli

Posted: 14. Jun 2011 19:55
by helgibelgi
Það er hægt að kaupa bara nælon efni í rúmfatalagernum og sauma úr því.

Bæði ég og Bjarkith höfum verið að nota svoleiðis með fínum árangri :)

Re: Handgerðir custom BIAB pokar eftir ykkar máli

Posted: 14. Jun 2011 21:54
by sigurdur
Þó það sé hægt að kaupa efnið og sauma sjálfur, eða kaupa það innanlands, þá er ekki þar með sagt að allir vilji gera það.

Ég sá þessa síðu fyrr í dag og sá að pokarnir voru mjög snyrtilega frágengnir með það í huga að þrif verði sem einföldust.

Ég saumaði minn poka sjálfur, en ég hefði vitað af þessum pokum, þá hefði ég nýtt mér það. Það er dýrara en hjá Hrafnkeli, en þetta er svo lítil fjárhæð að það skiptir mig litlu máli þó ég borgi fyrir að vera fljótari að ganga frá.