Page 1 of 1

BIAB vs kælibox?

Posted: 9. Jun 2011 18:03
by snowflake
Sælir nú erum við félagarnir að fara að byrja og erum búnir að græja suðutunnu og erum að pæla hvort að við eigum að nota BIAB eða meskja í kæliboxi (það er til).

kv

Re: BIAB vs kælibox?

Posted: 10. Jun 2011 09:35
by kristfin
byrjið á biab. einfaldara og fljótvirkara. ég tók fyrstu 30-40 bjórana í kæliboxi, skipti síðan í biab, og er ekki að fara til baka.

er reyndar núna að búa mér til stál "poka", en biab conceptið er það sem ég ætla að nota

Re: BIAB vs kælibox?

Posted: 11. Jun 2011 09:37
by sigurdur
Gerið bara það sem þið teljið vera þægilegra.

Fyrir mitt leiti, þá hef ég notað báðar aðferðir og mér þykir skemmtilegra að nota BIAB. Það er líka mun fljótlegra og stöðugra (upp á nýtinguna) fyrir mig.

Ég myndi samt ekki losa mig við kæliboxið, það er hægt að nota það þegar þið viljið gera eitthvað með "first runnings" (t.d. eins og Fuller's ESB klón).

Re: BIAB vs kælibox?

Posted: 14. Jun 2011 15:18
by snowflake
Takk fyrir þetta þá notum við biab. En hvar fáum við pokann til að sjóða í eða efnið til að sauma?

Re: BIAB vs kælibox?

Posted: 14. Jun 2011 16:08
by hrafnkell
snowflake wrote:Takk fyrir þetta þá notum við biab. En hvar fáum við pokann til að sjóða í eða efnið til að sauma?
Ég get reddað þér poka, þú getur líka fengið efnið í rúmfatalagernum.

Rétt að taka það fram að biab pokar eru venjulega ekki soðnir, nema þá kannski ef maður er að nota þá fyrir humla :)

Re: BIAB vs kælibox?

Posted: 14. Jun 2011 20:27
by snowflake
Já auðvitað er ekki soðið í þeim :D Við þurfum þá bara að finna tíma til að kíkja á þig Hrafnkell til þess að versla :)..Takk fyrir þetta