Page 1 of 1

Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 1. Jun 2011 21:30
by bergrisi
Ég var að spá í að kaupa eitthvað til að mala kornið. Sé að framundan er pöntun frá Brouland.
Er einhver með þessa Image

http://www.brouwland.com/setframes/?l=& ... 4&shwlnk=0" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvað mælið þið með í þessum efnum. Sé að sumir búa þetta til úr pastavél.

Kveðja
Rúnar

Re: Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 1. Jun 2011 22:05
by Feðgar
Við erum með Barley Crusher

Þvílík eðal græja sem það er :skal:

Re: Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 2. Jun 2011 00:58
by gunnarolis
Ég er með barley crusher. Corona mill er hræ ódýr, en er víst líka klassa neðar en þær millur sem eru mest seldar.
Flestir eru með Monstermill, Barley Crusher eða Crankandstein. Þær millur eru allar sambærilegar og á svipuðu verði eftir því sem ég kemst næst.

Re: Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 2. Jun 2011 01:01
by atax1c
Ég er líka með BC, gæðasmíði.

Re: Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 2. Jun 2011 14:23
by bergrisi
Hvar versla ég Barley Crusher?

Kveðja
Rúnar

Re: Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 2. Jun 2011 15:40
by atax1c
http://www.barleycrusher.com/ordering.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 3. Jun 2011 14:08
by Bjössi
ég er með svona millu
set einfaldlega bara borvél á hana og skotfljótur að mala 5-6kg
tók smá tíma að stilla bil

Re: Millur - hvað eruð þið með?

Posted: 3. Jun 2011 14:27
by sigurdur
Ég er með svona millu
Image

... að vísu ekki búinn að mala neitt af viti (bara handafylli til að prófa .. smíðaði græjuna í gær), en hún virðist mala það sem fór í hana :)