Page 1 of 1

Humlaræktun

Posted: 26. May 2011 21:33
by bjarkith
Ég setti niður eina plöntu af Northern Brewer sem ég fékk í Garðheimum núna um daginn, hún dafnar vel enn sem komið er og er orðin u.þ.b. 1,70 metrar á hæð. Spenntur að sjá hvernig hún verður og hvernig hún mun blómstra. Eru einhverjir aðrir að rækta humla hérna heima og hvernig hefur það gengið?

Tvær myndir af plöntunni, báðar teknar á símann sem er ekki með neitt sérstaka myndavél.

Image

Image

Re: Humlaræktun

Posted: 26. May 2011 22:07
by aki
Væri gaman að fá einhverjar myndir af plöntunum sem fólk setti niður í fyrra...

Re: Humlaræktun

Posted: 26. May 2011 22:28
by kalli
aki wrote:Væri gaman að fá einhverjar myndir af plöntunum sem fólk setti niður í fyrra...
Tja, mínar eru ekki komnar upp nema þetta 40cm.

Re: Humlaræktun

Posted: 31. May 2011 16:47
by Feðgar
Mér skilst að það þurfti að hýsa þær inni fyrstu tvo veturna, ég fékk nú ekki neinar frekari skýringar á því en systir mín er að koma sér upp humla plöntum sem uxu fyrir einhverjum áratugum við hús sem hún á .

Hún fann humla plöntur í gróðurhúsi í borgarfyrði og það reyndust vera plöntur frá afleggjurum sem teknir voru við þetta hús, svo hún ætlar að koma þeim aftur heim.

Það væri skemmtilegt að nota þá í eina væna lögun handa henni einn daginn, yrði svo sannarlega "House beer" hússins :skal:

Kv. Sonur

Re: Humlaræktun

Posted: 31. May 2011 20:25
by kalli
Feðgar wrote:Mér skilst að það þurfti að hýsa þær inni fyrstu tvo veturna, ég fékk nú ekki neinar frekari skýringar á því en systir mín er að koma sér upp humla plöntum sem uxu fyrir einhverjum áratugum við hús sem hún á .

Hún fann humla plöntur í gróðurhúsi í borgarfyrði og það reyndust vera plöntur frá afleggjurum sem teknir voru við þetta hús, svo hún ætlar að koma þeim aftur heim.

Það væri skemmtilegt að nota þá í eina væna lögun handa henni einn daginn, yrði svo sannarlega "House beer" hússins :skal:

Kv. Sonur
Sæll Sonur :-)

Hér er pistill sem segir hvernig þú getur metið beiskjuna í þessum humlum þegar þar að kemur: http://professorgoodales.net/archives/5906" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég skal alveg bjóða mig fram til að rækta eins og einn afleggjara hjá mér.

Re: Humlaræktun

Posted: 31. May 2011 21:37
by Feðgar
Sæll Kalli

Takk fyrir linkinn, þessi fór beint í info bunkann.


Það kæmi mér bara ekkert á óvart að hún mundi gjarnan vilja eiga afleggjara einhverstaðar í góðum höndum, þó ekki væri nema til öryggis.

Ég skal fá meiri upplýsingar hjá henni þegar ég sé hana í fermingunni núna á næstunni ;)

Re: Humlaræktun

Posted: 1. Jun 2011 00:02
by andrimar
Mér skilst að það þurfti að hýsa þær inni fyrstu tvo veturna,...
Dem, það hefur þá verið það sem ég klikkaði á, mínar eru allar dauðar :(

Re: Humlaræktun

Posted: 1. Jun 2011 11:32
by hrafnkell
andrimar wrote:
Mér skilst að það þurfti að hýsa þær inni fyrstu tvo veturna,...
Dem, það hefur þá verið það sem ég klikkaði á, mínar eru allar dauðar :(
Já mínar eru líklega dauðar líka.. Amk engin laufblöð farin að láta sjá sig.

Re: Humlaræktun

Posted: 1. Jun 2011 11:43
by Oli
hrafnkell wrote:
andrimar wrote:
Mér skilst að það þurfti að hýsa þær inni fyrstu tvo veturna,...
Dem, það hefur þá verið það sem ég klikkaði á, mínar eru allar dauðar :(
Já mínar eru líklega dauðar líka.. Amk engin laufblöð farin að láta sjá sig.

Sama hér :)

Re: Humlaræktun

Posted: 1. Jun 2011 12:16
by Feðgar
Við erum að fara í fermingarveislu hjá henni þann 12. skulum fá einhverjar útlistanir á því hvað þarf til að halda lífi í þeim og pósta þeim hér.

Þið látið það ekkert stoppa ykkur þó þær hafi ekki lifað í þetta sinn.

Re: Humlaræktun

Posted: 1. Jun 2011 15:30
by kalli
Ég var með 7 plöntur í jörðu í vetur og lifðu allar. Svo var ég með einar 10 í pottum í vetur. Þær drápust allar nema ein og þá sem lifði (First Gold) tróð hundurinn í spað :-(

Re: Humlaræktun

Posted: 1. Jun 2011 22:56
by noname
gengur frekar erfiðlega að fá þær til að blómstra

Re: Humlaræktun

Posted: 9. Jun 2011 21:32
by hrafnkell
Hér er ítarlegt skjal um heimaræktun á humlum:
http://www.crannogales.com/HopsManual.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Humlaræktun

Posted: 13. Jun 2011 01:20
by Feðgar
Jæja þá erum við komnir úr fermingarveislunni og er búnir að skoða humlana.

Eitt er víst að við munum einn daginn nota þá í bjór.

Það er að vísu ekki sjón að sjá þá í dag, bara ræfilslegar vafningsjurtir, en ef þeir gefa einhvað af sér þá getum við vonandi þurrkað það og varðveitt.

Nú er bara að lesa sér til um humlauppskeru og meðhöndlun, liknurinn frá Hrafnkeli kemur eflaust að góðum notum þar.

Það ætti ekki að vera neitt mál að fá afleggjara en látum það bíða betri tíma.

:beer: