AB mjólk

Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

AB mjólk

Post by sigurdur »

Ég bjó til 2 lítra af AB mjólk í gær, sem er svosem ekkert frásögu færandi, nema fyrir það að þessi korkur er nánast dauður.

Ég ætlaði að taka myndir af öllu ferlinu, en steingleymdi mér í gleðinni.

Hráefni:
2 lítrar af nýmjólk
~100 ml af AB mjólk

Ferlið er nú sáraeinfalt:
1. Finnið til hrein áhöld (písk, pott, krukkur/ílát og skeið eða lítinn bolla) og sótthreinsið þau. Ég sýð þau yfirleitt og leyfi þeim svo aðeins að kólna.
2. Hellið 2 lítrum af nýmjólk í pott og hitið að ~44°C rólega. Ég set yfirleitt á mjög lágan hita á hellunni og hræri reglulega til að brenna mjólkina ekki við.
3. Bætið 100 ml af AB mjólk í pottinn og blandið vel með pískinum.
4. Hellið mjólkinni í sótthreinsuð ílátin og lokið fyrir.
5. Haldið ~40-45°C hita á mjólkinni í um 8 klst. Ég nota forhitaðan bakaraofn og leyfi honum bara að vera yfir nótt í gangi.
6. Kælið niður og borðið. :)

Hér er eina myndin sem ég mundi eftir að taka.
Image
Mr.T
Villigerill
Posts: 2
Joined: 1. Apr 2012 21:06

Re: AB mjólk

Post by Mr.T »

Sæll,
Ég var eithvað að brasa við þetta AB mjólkur dæmi og smellti henni upp í 90° í byrjun og kældi svo niður í 24° og blandaði þá útí þetta AB mjólkinni.
Það gekk reyndar mjög illa að fá hana til að þykkna, það var ekki fyrr en eftir 32tíma að hún var orðin rétt. Ég var búin að halda henni við 24° gráður en ákvað svo eftir 20 tíma að taka bara séns og henda þessu á ofninn hjá mér við va 40° og þá fóru hlutirnir að gerast. Afraksturinn bragðast bara alveg þokkalega eftir þessa brútölsku hanteringu en það er samt nokkuð sem að manni langar að vita betur.

* Afhverju tók þroskunin svona langan tíma ?
- var hitinn of lágur ?
- getur verið að AB mjólkin hafi verið orðin of gömul ?

* Afraksturinn í annari krukkunni skildi sig þónokkuð
- sú krukka var í ívið meiri hita.
- ég síaði það bara og er með eithvað elegant stöff sem er bastarður milli skyrs og AB mjólkur. Ákaflega hressandi gúmmelaði.

Og að lokum hvernig veit maður hvort að það sé "óhætt" að innbyrða afraksturinn þegar maður fer svona ótroðnar slóðir og langt út fyrir allar .ær viðmiðanir sem að maður sér á netinu ?
Er það bara gamla góða smakka og bíða í 4-6 tíma í buxum sem fljótlegt er að hysja niður um sig ;)

Vonandi að einhver þarna úti kunni einhver svör við þessum pælingum.

:fagun: Bjarki
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: AB mjólk

Post by sigurdur »

Sæll Herra T (Bjarki).

Það er margt sem getur haft áhrif á gerjun.
Þar á meðan er aldur á gerlinum (AB mjólkinni), magn gerils og hitastig gerils við fjölgunarferli.

Ég held að stærsti lutinn af þroskuninni er hitastigið. AB mjólk er með Lactobacillus acidophilus sem er með kjörhitastig við 37°C.

Það að þetta skilji sig, er eðlilegt. þú getur þykkt AB mjólkina með því að bæta við undanrennudufti eða að sía mysuna frá ystinginum.

Gangi þér vel!

Sigurður
Post Reply