Page 1 of 1

O.G. vandamál

Posted: 18. May 2011 22:09
by Sleipnir
Hæ.

Setti í Chardonnay frá Ámunni.
Fór eftir leiðbeiningum og fyllti upp að 23ltr. markinu. Samkvæmt leiðb. á O.G. að vera frá 1070-80, ég mæli það 1044? Mældi aftur eftir að ger og spænir voru komin í þá var það 1066, trúlega truflar gerið og spænirnir eitthvað. Ég er þá væntanlega ekki að stefna í léttvíns% eða hvað. Hef gert þetta vín áður og það var í lagi þá, reiknaði mældi reyndar ekki gravitiið þá, en vínið kláraðist:-).
Borgar sig að bæta sykri í til að hífa þetta eitthvað upp?
Notaði bjórreikni af netinu virka þeir fyrir hvítvín?

Kv.
Siggi

Re: O.G. vandamál

Posted: 18. May 2011 22:40
by Classic
Er ekki hreinlega spurning hvort þú varst búinn að hræra nóg í djúsnum þegar þú mældir, hvort þetta hafi ekki verið svona létt því þykknið lá enn að miklu leiti á botninum...?

Re: O.G. vandamál

Posted: 19. May 2011 13:58
by Sleipnir
Já það gæti verið að blöndunin hafi ekki verið nógu góð. Þesssi kit eiga að vera skotheld fari maður eftir leiðbeiningunum.
Nú á ég bara alchol mæli fyrir sterkt, get ég notað hann fyrir hvítvín. Á reyndar einn sem er með trekt á endanum fyllir upp og snýr við, þá sýgur hann niður og sýnir styrkleikann, er bara ekki nógu sáttur við hann.
Hvað eruð þið að nota?

Kv.
Siggi