Page 1 of 1
Flösku vax
Posted: 17. May 2011 19:32
by atax1c
Fæst svona flöskuvax á Íslandi ? Hef verið að hugsa um þetta í langan tíma, langar rosalega að vaxa jólabjórinn í lok sumars,
gera flöskurnar að flottum gjöfum

Re: Flösku vax
Posted: 17. May 2011 20:42
by ulfar
Er þetta ekki samskonar vax og bréf eru innsigluð með? Annars veit ég ekki neitt um þetta.
Hvernig væri að vaxa með kertavaxi og láta kerisstubb ver efst á flöskunni. Fólk gæti þá byrjað á því að kveikja á kertinu og endað á að drekka bjórinn.
Re: Flösku vax
Posted: 17. May 2011 22:30
by atax1c
Málið með venjulegt kertavax er að það brotnar bara og fer útum allt og er erfitt að ná af flöskunum.
Re: Flösku vax
Posted: 17. May 2011 23:52
by Squinchy
Ég fann nú nokkrar uppskriftir bara með google
http://www.ehow.com/how_6654742_make-si ... g-wax.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Flösku vax
Posted: 18. May 2011 10:04
by sigurdur
Býflugnavax er hægt að fá hjá býflugnabóndum. Shellac vax veit ég hinsvegar ekki hvar er hægt að fá.
Menn á HBT hafa notað "glue sticks" og crayola liti til að búa til álíka vax ódýrt.
Re: Flösku vax
Posted: 19. May 2011 16:25
by atax1c
Já var búinn að sjá það. Spurning hversu ódýrt það er að gera þetta á Íslandi samt.
Best væri að fá sér alvöru vax í þetta, finn bara enga búð á netinu sem sendir hingað.
Re: Flösku vax
Posted: 19. May 2011 22:54
by sigurdur
Ég hef pantað frá MoreBeer (MoreFlavor) og hef fengið sent beint heim.
MoreWineMaking er eign MoreFlavor.
http://morewinemaking.com/search?search=wax" onclick="window.open(this.href);return false;
There you go.
Re: Flösku vax
Posted: 20. May 2011 00:19
by atax1c
Takk fyrir linkinn Sigurður =) Var búinn að finna aðra búð en vaxið þar var dýrara en í þinni.
Hlakka til að gera jólabjórinn

Mun mjög líklega setja inn mont-myndir þegar ég geri þetta.
Re: Flösku vax
Posted: 20. May 2011 23:38
by sigurdur
Frábært. Hlakka til að sjá þær

Re: Flösku vax
Posted: 16. Dec 2011 00:47
by atax1c
Jæja, mont myndirnar:

Re: Flösku vax
Posted: 16. Dec 2011 00:52
by bergrisi
Virkilega flott. Hvaða bjór er þetta?
Re: Flösku vax
Posted: 16. Dec 2011 00:57
by sigurdur
Algjör snilld .. til hamingju með þetta
Núna kemur bara erfiði hlutinn .. að fá fólk til þess að opna gjafirnar en ekki setja þær á hillurnar

Re: Flösku vax
Posted: 16. Dec 2011 00:59
by atax1c
bergrisi wrote:Virkilega flott. Hvaða bjór er þetta?
Jólabjórinn í ár sem ég bruggaði 1. september =)
5 tegundir af malti og kryddaður með vanillu, fersku engiferi, kanil og appelsínuberki.
Kom virkilega vel út.
Takk Siggi

Re: Flösku vax
Posted: 16. Dec 2011 09:40
by hrafnkell
Þetta er flott! Hvernig hitaðirðu vaxið og svona?
Re: Flösku vax
Posted: 16. Dec 2011 12:11
by atax1c
Fór í Bónus og fann nógu stóra niðursuðudós, sem í þessu tilfelli var hundamatur - frekar ógeðslegt
Allavega, hreinsaði dósina bara, svo setti ég vaxið beint í hana og á helluna, ekki flóknara en það. Tekur ekki það langan tíma að bráðna.
Re: Flösku vax
Posted: 17. Dec 2011 17:45
by Feðgar
Þetta er alveg hrikalega flott hjá þér, congrats

Re: Flösku vax
Posted: 20. Dec 2011 19:54
by Maggi
Þetta er skemmtilegt. Ég væri alveg til í að fá svona jólagjöf!