Page 1 of 1
Startpakki
Posted: 15. May 2011 09:19
by FriðrikH
Ég var að velta fyrir mér hvort einhver þekki eitthvað víngerðar-startpakkana sem er verið að selja í Europris? Er þetta nothæft eða er maður að fá mikið betri búnað með því að versla t.d. frá Ámunni?
kv. Friðrik
Re: Startpakki
Posted: 15. May 2011 10:03
by Idle
Síðast þegar ég leit á þetta í Europris, sá ég ekki betur en um nákvæmlega sömu vörur væri að ræða og hjá Ámunni. Ég held að mér sé því óhætt að fullyrða að þetta sé vel nothæft.

Re: Startpakki
Posted: 15. May 2011 10:10
by FriðrikH
Súper, ég skelli mér þá á eitt sett hjá þeim. En hvernig eru þessi víngerðarefni sem europris er að selja? Það er e.t.v. óvitlaust að gera fyrstu tilraunina með einhverju ódýru?
Re: Startpakki
Posted: 15. May 2011 10:21
by Idle
Nú ertu kominn út fyrir mitt þekkingarsvið. Ég hef aldrei prófað neitt af þessum "tilbúnu" efnum, hvorki vín né bjór. En hér eru þó nokkrir sem geta örugglega svarað því.

Re: Startpakki
Posted: 28. May 2011 17:54
by Hofer Brauer
i always buy my winekits @vinkjallarinn ! would not buy Europris kit.
There is a tilbod at vinkjallarinn if you want to try ! 7.500 kr. for some kits.
i only used 8.1 or 16 liter kits

so far good wine !
Amann has also good wine kits...but litle bit less juice !
HB