Hveitibjórslegnar grísalundir

Öll umræða um mat fer hingað.
Post Reply
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Hveitibjórslegnar grísalundir

Post by Eyvindur »

Ég gerði smá tilraun í kvöld sem heppnaðist dýrðlega vel, og ég verð að deila henni með ykkur.

Hráefni:
2 meðalstórar grísalundir
2 hveitibjórar (ég notaði heimagerða hunangshveitibjóra, en Fósturlandsins Freyja virkar eflaust stórvel í þetta)
1 laukur
1/2 kúrbítur
Smá gráðaostur
Nokkrar þurrkaðar döðlur

Ég lagði lundirnar ásamt gróft skornum lauk og kúrbít í bjórinn í ca. 4 klukkutíma. Að því loknu skar ég rauf í lundirnar og fyllti þær með gráðaosti og döðlum. Notaði frekar lítið af hvoru tveggja, bara svona rétt til að fá bragðið. Ég lokaði þessu með tannstönglum, en eflaust hefði verið betra að nota band - ég átti bara ekkert svoleiðis. Kryddað með salti og pipar.
Ég skellti lundunum á grillið í álpappír og grillaði í ca. 10 mínútur á hvorri hlið, og svo í nokkrar mínútur án álpappírs til að brúna þær fallega. Laukinn og kúrbítinn grillaði ég í grillwokpönnu, kryddað með salti og pipar.

Kjötið var ólýsanlega safaríkt og yndislegt á bragðið. Bjórinn, gráðaosturinn og döðlurnar unnu listavel saman. Steikta grænmetið kom líka mjög vel út, nema ég steikti það ekki alveg nógu vel... Passa það betur næst.

Þetta er svo safaríkt að það þarf ekki sósu með því. Mæli hiklaust með þessu.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: Hveitibjórslegnar grísalundir

Post by arnilong »

Ummmmm. Ég verð að prófa þetta.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Hveitibjórslegnar grísalundir

Post by Eyvindur »

Já, gerðu það. Ef þú prófar þetta með Freyju væri gaman að heyra hvernig það kemur út. Þetta væri kannski góð leið til að vekja enn meiri athygli á þeim fróma bjór.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Hveitibjórslegnar grísalundir

Post by Andri »

Sá að þú sagðir frá þessu á andritinu(facebook), ég fékk vatn í munninn, var samt að grilla í gær þannig að ég verð prófa þetta næst þegar ég fer á grillið
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
Post Reply