Page 1 of 3

Hitastýringar

Posted: 2. May 2011 21:27
by danieljokuls
Jæja spjallverjar,

Nú þarf ég að fara að fjárfesta í hitastýringu fyrir suðupottinn, Hvar á klakanum er best að kaupa þær og er eitthvað sem þið sem hafið reynsluna í þessu mynduð velja framyfir annað? Ég er með 75lítra stálpott með 3kw elementi í.

Ég var búin að heyra það frá Hrafnkeli að hann sé að fara að fá einhverjar stýringar, væri fínt að fá einhverjar upplýsingar um þær ef hann les þráðinn :)

Einnig var einn spjallverji hérna búin að bjóða mér í heimsókn til að skoða uppsetninguna hjá sér á græjum, sem ég ætla að nýta mér í vikunni ef það stendur enþá til boða.
Ef það eru einhverjir fleiri sem gætu tekið svona nýgræðing eins og mig og leyft mér að skoða þá má hann sami hafa samband við mig.

p.s
Svona til gamans þá er fyrsta blandan (dósarusl, en einhversstaðar verður maður að byrja) kominn á flöskur... Þá er ekkert annað að gera en að klára að koma sér upp BIAB græjum og gera þetta frá grunni.


Bjórkveðja
Daníel Jökuls

Re: Hitastýringar

Posted: 2. May 2011 22:20
by OliI
Sæll
Ég get því miður lítið hjálpað þér með rafmagnið, mig langar hins vegar að spyrja hvað þú getur soðið stóra lögn með 3KW elementi?

Re: Hitastýringar

Posted: 2. May 2011 22:25
by kalli
Góð spurning.

Skv. http://www.phpdoc.info/brew/boilcalc.html" onclick="window.open(this.href);return false; tekur yfir 80 mín að hita vatnið úr 8° í meskihita (ca. 65°) og svo tæpa klst úr meskihita í suðu. Ég gef mér að það séu 60l af virti í pottinum.

Re: Hitastýringar

Posted: 2. May 2011 23:14
by hrafnkell
Ég er kominn með þessar stýringar:
Image

3000kr/stk


Ég efast um að þú náir að halda suðu á 60 lítrum með 3kw elementi - eða ert amk mjög tæpur og hitinn er mjög lengi að hækka. Ég myndi vilja amk 6kw í þessum potti, helst 8kw. Ég er reyndar svolítið óþolinmóður stundum :)

kalli wrote:Góð spurning.

Skv. http://www.phpdoc.info/brew/boilcalc.html" onclick="window.open(this.href);return false; tekur yfir 80 mín að hita vatnið úr 8° í meskihita (ca. 65°) og svo tæpa klst úr meskihita í suðu. Ég gef mér að það séu 60l af virti í pottinum.
Ef maður lækkar efficiency í um 90% (óeinangraður stálpottur tapar hita) og miðar við strike temp upp á 72 gráður, þá eru þetta orðnir um 2 tímar frá kranavatni í strike. Það er ansi langur bruggdagur :) Tölurnar gætu orðið hærri í praktík (eða lægri), en ég hugsa að það yrði hundleiðinlegt að bíða eftir þessu, og hugsanlega myndir maður aldrei ná suðunni.

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 08:01
by danieljokuls
Sælir, Þetta er pottur sem mér áskotnaðist og var með 3k elementi í, Ég er ekki byrjaður að breyta honum og þarf greinilega að bæta elementum í hann, en það er svosem lítil fyrirstaða :) ætli ég láti ekki smíða fyrir mig annað 3k eða setji 2 úr kötlum.

Hvernig er að setja elementin í botninn og sjóða plötu yfir svipað og er í hraðsuðukötlunum? og auðvelda þrifin?

Hrafnkell, þú segir að þetta kosti hjá þér 3000kr stykkið er það ekki innsláttarvilla eða er þetta ekki dýrari búnaður en þetta.

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 08:44
by hrafnkell
danieljokuls wrote:Sælir, Þetta er pottur sem mér áskotnaðist og var með 3k elementi í, Ég er ekki byrjaður að breyta honum og þarf greinilega að bæta elementum í hann, en það er svosem lítil fyrirstaða :) ætli ég láti ekki smíða fyrir mig annað 3k eða setji 2 úr kötlum.

Hvernig er að setja elementin í botninn og sjóða plötu yfir svipað og er í hraðsuðukötlunum? og auðvelda þrifin?

Hrafnkell, þú segir að þetta kosti hjá þér 3000kr stykkið er það ekki innsláttarvilla eða er þetta ekki dýrari búnaður en þetta.
Þetta er ekki innsláttarvilla :) Ég hef líka verið með dýrari græjur (uþb 10þús), sem eru með fleiri fídusum, en þessar duga auðveldlega í margt. Það fer bara eftir hvað maður er að gera og hvað maður vill nota stýringuna í.


Þetta er sama stýring og hundruðir manna eru að nota með góðum árangri hérna:
http://www.homebrewtalk.com/f51/ebay-aq ... ld-163849/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 11:14
by danieljokuls
hehe, Ég hélt bara að þetta væri dýrari búnaður.
Hvað er það sem mig vantar með þessu?

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 11:41
by gunnarolis
Ég geri 20 lítra laganir, er með 2x2200w element í 80lítra plast tunnu og ég mundi ekki nenna að vera með færri element.

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 11:44
by hrafnkell
danieljokuls wrote:hehe, Ég hélt bara að þetta væri dýrari búnaður.
Hvað er það sem mig vantar með þessu?
Þú þyrftir kló á snúru til að setja græjuna í samband með, og svo tvær innstungur til að stýra með stýringunni. Einnig er þægilegt að setja þetta allt saman í einhverskonar box, þessvegna bara tupperware box.

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 11:56
by mattib
Ég er líka með svipaðan pott líklega um 75 lítra og 3000 Kw .. er alveg til í að vera með í þessu :)

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 18:18
by Feðgar
Og hvar fær maður svona 75 l. stálpotta ?

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 20:23
by danieljokuls
hehe það er von að þú spurjir, Ég fékk minn utan af landi. gamall þvottapottur

Re: Hitastýringar

Posted: 3. May 2011 21:31
by sigurdur
Þú getur án efa keypt þér svoleiðis í Fastus, en hann kostar trúlega um 50 þús.

Re: Hitastýringar

Posted: 4. May 2011 22:27
by danieljokuls
Feðgar wrote:Og hvar fær maður svona 75 l. stálpotta ?

sá þetta á bbl, stendur ekki hversu gamalt þetta er en eflaust úr síðasta blaði.
"Til sölu 75 lítra pottur úr ryðfríu stáli á þremur fótum, 3000 W. Uppl. í síma 866-2570"

Re: Hitastýringar

Posted: 5. May 2011 16:47
by danieljokuls
En er í lagi að keyra elementin utan vatns? semsagt setja þau undir pottinn ?

Re: Hitastýringar

Posted: 5. May 2011 20:42
by sigurdur
Ekki þessi hefðbundnu hitakönnuhitöld.

Re: Hitastýringar

Posted: 5. May 2011 21:55
by kalli
Þetta er málið: http://www.amazon.com/gp/product/B000BPG4LI" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hitastýringar

Posted: 5. May 2011 22:14
by sigurdur
Já, en bara svo hrikalega dýrt ef maður er ekki á leiðinni til BNA.

Re: Hitastýringar

Posted: 5. May 2011 22:33
by kalli
sigurdur wrote:Já, en bara svo hrikalega dýrt ef maður er ekki á leiðinni til BNA.
Ég á 6 stykki :-)

Re: Hitastýringar

Posted: 5. May 2011 23:22
by OliI
Ertu með eitt sem þú ert hættur að nota? :D

Re: Hitastýringar

Posted: 6. May 2011 08:50
by kalli
OliI wrote:Ertu með eitt sem þú ert hættur að nota? :D
Ég ætla að nota 4 og eiga 2 til vara. Þú getur fengið eitt að láni ef þú skaffar sambærilegt á næstunni.

Re: Hitastýringar

Posted: 7. May 2011 21:32
by mreiki
Sælir,

Ég vildi bara benda á það að ef þið skoðið item lýsinguna á ebay (sem mér sýnist vera fyrir sömu hitastýringu):

http://cgi.ebay.com/Mini-Digital-Temper ... 5d2d29a0a2" onclick="window.open(this.href);return false;

þá sjáið þið að það stendur að stýringin þoli aðeins 10A, sem svarar til 2300W.
Þannig að það væri e.t.v. tæpt að keyra tvö hitaelement á henni til lengri tíma.

Re: Hitastýringar

Posted: 7. May 2011 22:45
by valurkris
mreiki wrote:Sælir,

Ég vildi bara benda á það að ef þið skoðið item lýsinguna á ebay (sem mér sýnist vera fyrir sömu hitastýringu):

http://cgi.ebay.com/Mini-Digital-Temper ... 5d2d29a0a2" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

þá sjáið þið að það stendur að stýringin þoli aðeins 10A, sem svarar til 2300W.
Þannig að það væri e.t.v. tæpt að keyra tvö hitaelement á henni til lengri tíma.
Það er ekkert mál að láta stýringuna stjórna t.d 25A relay

Re: Hitastýringar

Posted: 8. May 2011 20:15
by steinar
Ef að þessi græja er að nota TRIAC þá virkar hún ekki ef þú setur relay milli hennar og hitaelementsins.

Re: Hitastýringar

Posted: 8. May 2011 20:35
by hrafnkell
steinar wrote:Ef að þessi græja er að nota TRIAC þá virkar hún ekki ef þú setur relay milli hennar og hitaelementsins.
Þetta er ekki triac, bara 2stk einföld 10A relay. Lítið mál að nota þau til að stjórna öðru, stærra relayi.