Page 1 of 1
Að endurnýta gerköku
Posted: 1. May 2011 17:42
by Örvar
Ég var að tappa á flöskur áðan og datt í hug að prófa að hirða gerkökuna úr gerjunarfötunni ef ég gæti kannski notað það eitthvað aftur.
Ég skildi eftir ca. 0,5L af bjór ofan á gerinu og hristi það saman við gerið til að leysa það upp og helti þessu síðan ofan í 2L plastflösku.
Ég nenni eiginlega ekki að fara að vesenast í að þvo gerið og gera starter svo ég var að spá hvort ég gæti ekki bara sullað ca. helmingnum af gerdrullunni út í virtinn næst þegar ég brugga? Það er væntanlega feikinóg ger fyrir 20L skammt
Hefur einhver hér prófað eitthvað svipað?
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 1. May 2011 17:52
by hrafnkell
Það er líklega betra að þvo gerið, en svo lengi sem allt sem snerti gerið hafi verið sótthreinsað og að gerið sé notað fljótlega þá er þetta líklega í góðu lagi. Ekki segja einhverjum sýkingarhræddum frá því samt

Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 1. May 2011 20:43
by Örvar
Ég segi engum
En það er nú væntanlega soldið meiri sýkingarhætta á að vera að sullast í að þvo það.
Ætti maður ekki að geyma þetta í kæli og taka bara út nógu tímalega svo það sé búið að ná réttum hita áður en því er skellt útí?
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 1. May 2011 21:03
by kristfin
ég nota sterílar krukkur, svona 6-700 ml. þegar ég er búinn að hívera bjórinn af, þá set ég á 2 krukkur. kakan dugar í svona 4 allajafna. nota síðan 1 krukku í venjulega 30 lítra lögn. virkar vel hjá mér.
öl ger eins og us05 er voðalega hamingjusamt í marga mánuði í svona krukku í köldum ísskáp - og ég er ekkert að búa til starter, bara skelli útí. hinsvegar eru sum ger, eins og 3068, sem ég þori ekki að vera með nema svona max 2 vikur í skápnum
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 1. May 2011 21:37
by Örvar
Þetta var einmitt US05 sem ég var að taka.
Er með það í ísskápshurðinni því flaskan getur ekki staðið annarsstaðar í ísskápnum, spurning hvort það valdi aukalegum hitabreytingum?
það skiptir kannski ekki máli þegar hitastigið er undir ca. 5°C
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 3. May 2011 00:58
by anton
Ég hef geymt US05 gerköku í nokkrar vikur í ísskáp (hreinsað 2x) og svo smellt í starter og þaðan í tvo bjóra. Með virkilega góðri niðurstöðu.
Fyrir helgi smellti ég í tvo bjóra ætlaða til gerjunar með US05. Þar sem ég var með einn sem var búinn með mestalla gerjun í primary (7+ daga) þá fleitti ég honum í aðra fötu, aðalega til að ná kökunni, Smellti svo helmingi af kökunni á hvorn af nýrri bjórnum. (það voru 29L í 33L fötum) og það var strax action í þessum tveim eftir 2-3 tíma. Svo þegar ég var smeikur smellti ég blow-off slöngu á þessar tvær fötur. Ég dauðsé eftir að hafaf ekki sótthreinsað flöskurnar sem ég setti blowoff slöngurnar í, því ég var að skipta þeim út fyrir vatnlás í dag, og önnur flaskan var með gerköku sem ábyggilega myndi duga til að gerja stóran bjór!! Meirasegja leit út fyrir að vera hreint og flott ger...gott mál að ég setti blowoff á...því annars væri ég að skúra núna.
Sama dag smellti ég í hveitibjór með T58 (ferskt þurrger)...sá var stilltur miðað við þessa tvo. Samt flott action. Stefni á að hreinsa þesi tvö ger aftur og nota næst.
note to self: líklega hefði ég ekki átt að vera svona gráðugur og aðeins spara gerkökuna, það má henda af henni fyrst hún var svona fersk!
Allavega., mórallinn er Þegar þið eruð að setja svona ferkst og mikið ger í ógerjaðan virt, þá verður að búast við töluvert meiri látum en með nýjum gerpakka! Metraverðið af slöngu er ekki það hátt að það borgi sig að nota annað en blowoff slöngu fyrstu dagana!
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 3. May 2011 09:16
by Oli
anton wrote:Ég hef geymt US05 gerköku í nokkrar vikur í ísskáp (hreinsað 2x) og svo smellt í starter og þaðan í tvo bjóra. Með virkilega góðri niðurstöðu.
Fyrir helgi smellti ég í tvo bjóra ætlaða til gerjunar með US05. Þar sem ég var með einn sem var búinn með mestalla gerjun í primary (7+ daga) þá fleitti ég honum í aðra fötu, aðalega til að ná kökunni, Smellti svo helmingi af kökunni á hvorn af nýrri bjórnum. (það voru 29L í 33L fötum) og það var strax action í þessum tveim eftir 2-3 tíma. Svo þegar ég var smeikur smellti ég blow-off slöngu á þessar tvær fötur. Ég dauðsé eftir að hafaf ekki sótthreinsað flöskurnar sem ég setti blowoff slöngurnar í, því ég var að skipta þeim út fyrir vatnlás í dag, og önnur flaskan var með gerköku sem ábyggilega myndi duga til að gerja stóran bjór!! Meirasegja leit út fyrir að vera hreint og flott ger...gott mál að ég setti blowoff á...því annars væri ég að skúra núna.
Sama dag smellti ég í hveitibjór með T58 (ferskt þurrger)...sá var stilltur miðað við þessa tvo. Samt flott action. Stefni á að hreinsa þesi tvö ger aftur og nota næst.
note to self: líklega hefði ég ekki átt að vera svona gráðugur og aðeins spara gerkökuna, það má henda af henni fyrst hún var svona fersk!
Allavega., mórallinn er Þegar þið eruð að setja svona ferkst og mikið ger í ógerjaðan virt, þá verður að búast við töluvert meiri látum en með nýjum gerpakka! Metraverðið af slöngu er ekki það hátt að það borgi sig að nota annað en blowoff slöngu fyrstu dagana!
Þá er ágætt að nota gerreiknivélina á mrmalty.com
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 3. May 2011 09:42
by anton
Oli wrote:anton wrote:Ég hef geymt US05 gerköku í nokkrar vikur í ísskáp (hreinsað 2x) og svo smellt í starter og þaðan í tvo bjóra. Með virkilega góðri niðurstöðu.
Fyrir helgi smellti ég í tvo bjóra ætlaða til gerjunar með US05. Þar sem ég var með einn sem var búinn með mestalla gerjun í primary (7+ daga) þá fleitti ég honum í aðra fötu, aðalega til að ná kökunni, Smellti svo helmingi af kökunni á hvorn af nýrri bjórnum. (það voru 29L í 33L fötum) og það var strax action í þessum tveim eftir 2-3 tíma. Svo þegar ég var smeikur smellti ég blow-off slöngu á þessar tvær fötur. Ég dauðsé eftir að hafaf ekki sótthreinsað flöskurnar sem ég setti blowoff slöngurnar í, því ég var að skipta þeim út fyrir vatnlás í dag, og önnur flaskan var með gerköku sem ábyggilega myndi duga til að gerja stóran bjór!! Meirasegja leit út fyrir að vera hreint og flott ger...gott mál að ég setti blowoff á...því annars væri ég að skúra núna.
Sama dag smellti ég í hveitibjór með T58 (ferskt þurrger)...sá var stilltur miðað við þessa tvo. Samt flott action. Stefni á að hreinsa þesi tvö ger aftur og nota næst.
note to self: líklega hefði ég ekki átt að vera svona gráðugur og aðeins spara gerkökuna, það má henda af henni fyrst hún var svona fersk!
Allavega., mórallinn er Þegar þið eruð að setja svona ferkst og mikið ger í ógerjaðan virt, þá verður að búast við töluvert meiri látum en með nýjum gerpakka! Metraverðið af slöngu er ekki það hátt að það borgi sig að nota annað en blowoff slöngu fyrstu dagana!
Þá er ágætt að nota gerreiknivélina á mrmalty.com
Já nákvæmlega!
Ég bara var greinilega aðeins of gráðugur. Í raun var ég að búa til 30L starter...sem er ansi vel í lagt..jafnvel fyrir tvo bjóra

Skv mmalty þá þurfti ég 122ml af slurry. Ég hugsa að ég hafi verið að setja svona 500ml hið minnsta. Hefði sennilega átt að henda helmingnum, og skipta hinum helmingnum í þessa tvo bjóra. Það hefði líkega verið nær lagi.
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 3. May 2011 22:27
by gunnarolis
Mæli með að nota reiknivélina á mrmalty. Það getur haft jafn slæm áhrif á bjórinn að yfirpitcha eins og að undirpitcha.
Ekki það að ég hafi lent í að finna það sjálfur, en þetta er það sem sérfræðingarnir segja.
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 11. Apr 2012 01:37
by bergrisi
Nokkrar spurningar í framhaldi af þessum þræði.
Mig langar að endurnýta gerkökuna og eins og ég hef séð á netinu þá er fínt að setja kælt soðið vatn saman við gerkökuna og láta hana skilja sig að. Þvo þannig gerið. Úr einni gerköku af 20 lítra lögun hvað eruð þið að skipta því niður á margar krukkur og hvað notið þið mikið í næstu 20 lítra lögun.
Er búinn að vera að reyna að fatta þessa reiknivél á
http://www.mrmalty.com/calc/calc.html" onclick="window.open(this.href);return false;, svo ég noti hæfilegt magn.
Þarf ég að fá mér smásjá og sjá hvað er mikið af vikur geri?
Sorry fyrir kannski heimskulega spurningu en þegar reiknisgáfum var úthlutað þá var ég örugglega aftastur í röðinni.
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 11. Apr 2012 09:22
by hrafnkell
Smelltu á "repitching from slurry", þá færðu ca hvað þú þarft mikið í lögnina þína.
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 11. Apr 2012 10:14
by bergrisi
Kíktu betur á þetta áðan, og braut odd af oflæti mínu og las leiðbeiningar.
http://www.mrmalty.com/calc/repitch.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Vitleisan var dagsetningin, og því kom alltaf að ég þyrfti 17 lítra af geri.
En takk fyrir hjálpina.
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 16. Apr 2012 16:41
by Gvarimoto
Þetta er áhugavert, er einmitt að bíða eftir tækifæri til að "nenna" að flaska úr fötunni, spurning um að spara kökuna ? hvernig hreinsar maður ger ?
Getur einhver leiðbeint mér í gegnum ferlið
Mbk, Gvarimoto
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 16. Apr 2012 17:41
by hrafnkell
Eðal leiðbeiningar
http://bit.ly/HOAzvG" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Að endurnýta gerköku
Posted: 16. Apr 2012 19:34
by Benni
http://www.youtube.com/watch?v=9oKcjx0yqUQ
rakst á þetta þegar ég var að forvitnast um hvernig væri best að hreinsa ger