Berjavín

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Berjavín

Post by raggi »

Sælt veri fólkið.

Ég er í smá vandræðum.
Ég hef verið að búa mér til berjavín undanfarin 2 ár og hefur það gefist vel bragðlega séð.
Það sem ég er ósáttur við er að þegar að það eru liðnir 3-5 mánuðir síðan vínið er sett á flöskur, þá virðist vínið þétta sig einhvern vegin og það leggst dökk skán innan í flöskuna.
Ferlið hjá mér er þannig að vínið fær að gerjast út svo er það sett í 23L glerflösku í 2-3 mánuði. Svo síað með "Mini jets Buno wine filters" og sett á flöskur. Eftir 2-3 mánuði fer að falla inn á glerið í flöskunum. Þetta hefur engin sérstök áhrif á vínið að ég viti en þetta er ljótt ef maður er að gefa flöskur eða bjóða úr þeim.
Hefur einhver hugmynd um hvað er um að vera og þá hvað sé hægt að gera til að losna við þetta vandamál.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Berjavín

Post by sigurdur »

Ég er svosem ekkert mikið inni í víngerðinni, en hér eru mín skot í myrkri:

1. Einhverskonar tannín sem má nota einhver felliefni til að losa (efni sem eru fínni en sían sem þú notar)
2. Skortur á steinefnum / Rangt sýrustig? Ertu búinn að mæla sýrustigið á víninu?
Mano
Villigerill
Posts: 31
Joined: 1. Apr 2011 15:38

Re: Berjavín

Post by Mano »

Hi!
What kind of berries did you used in your wine?
I had a similar situation. I have a 100 % krækiber wine which is 8 month old, in the 3th rack I noticed that a thing layer of black sediments was covering the whole carboy interior. Fortunately I haven't bottle yet. In a month or so I will rack again to see if more solids have precipitated. If not more solids I will blend it with some blueberry (bláber) wine and bottle it.
Did you let your wine only 3 months in the carboy? Maybe it just need to be longer in carboy before bottle.
Post Reply