Page 1 of 1

Uppskeruhátíð bjórspjall.is

Posted: 27. Apr 2011 12:30
by arnarb
Uppskeruhátíð bjórspjall.is

Í tilefni þess að bjórspjall.is heldur upp á 1. árs afmæli sitt 30. apríl n.k. langar okkur í stjórn félagsins að kanna áhuga félagsmanna á hópferð á uppskeruhátíðina.

Hátíðin fer fram í Reykjanesbæ, nánar tiltekið veitingastaðnum Ránni (sjá http://www.rain.is). 19 mismunandi bjórar verða til smökkunar frá öllum helstu bruggsmiðjum landsins. Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á vef bjorspjall.is,http://bjorspjall.is/?p=3316.

Sé áhugi félagsmanna nægur mun stjórnin taka þátt í kostnaðinum. Það sem við þurfum að vita er hversu margir eru tilbúnir í hópferð á hátíðina.

Stjórnin

Re: Uppskeruhátíð bjórspjall.is

Posted: 27. Apr 2011 12:56
by hrafnkell
Ég væri til í einhverskonar hópferð :)

Re: Uppskeruhátíð bjórspjall.is

Posted: 28. Apr 2011 13:50
by Valli
Þetta er fyrsta alvöru bjórhátíðin á Íslandi og ef vel tekst til þá verður hún vonandi árleg. Næstum allir framleiðendur verða þarna að kynna vörurnar sínar (Mjöður var ekki búinn að staðfesta síðast þegar ég vissi). Líklega verður m.a. hægt að prófa bjór frá nýju brugghúsi úr Skagafirðinum.
Það er algjört glapræði fyrir alvöru bjóráhugafólk að láta þennan stór merkilega viðburð fram hjá sér fara.

Re: Uppskeruhátíð bjórspjall.is

Posted: 28. Apr 2011 14:55
by odinn
Vorum því miður að fá fréttir um að eitthvað hefði komið upp á hjá nýja brugghúsinu og þyrftu þeir því að hætta við að koma, þar með verður víst ekki smakkaðir 2 nýjir bjórar á hátíðini, mjög slæmar fréttir, en við njótum þó allra hinna sem verða í boði :) Ég var líka að ná á nýju eigendum Mjaðar í gær og tjáðu þeir mér að það kæmi nýtt logo á flöskurnar hjá þeim og þeir ætluðu líka að hætta með Skriðjökul, þeir ætla svo að reyna eftir fremsta megni að taka þátt ef þeim tekst að prenta út nýtt logo á nokkrar flöskur fyrir hátíðina.

Ég vona að félagsmenn fágunar sjái sér fært að mæta, þetta stefnir í svaka fjör :)

Re: Uppskeruhátíð bjórspjall.is

Posted: 29. Apr 2011 22:15
by halldor
arnarb wrote: Sé áhugi félagsmanna nægur mun stjórnin taka þátt í kostnaðinum. Það sem við þurfum að vita er hversu margir eru tilbúnir í hópferð á hátíðina.

Stjórnin
Hmmm... ertu að tala um að stjórnarliðar ætli sjálfir að leggja í púkk :)
Mér finnst allavega ekki eðlilegt ef Fágun á að fara að niðurgreiða heimsóknina og það auglýst með 3 daga fyrirvara.

Re: Uppskeruhátíð bjórspjall.is

Posted: 30. Apr 2011 23:01
by Feðgar
Fyrir hönd okkar feðga þá vil ég þakka sérlega vel fyrir okkur.
Flott upp sett og skemmtilegar umræður.

Takk takk

Kv. Feðgar