Page 1 of 1
					
				Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 16:18
				by Stulli
				Fyrir utan Kaldi light og Freyju, þá er komið inn á heimasíðu ÁTVR bæði Anchor Liberty frá Anchor Steam brugghúsinu í San Francisco og Duchesse de Bourgogne frá Verhaeghe brugghúsinu í Vichte, Belgíu.  Hérna eru á ferð alveg hreint frábærir bjórar og vil ég hvetja ykkur kæru bræður og systir til þess að tjékka á þeim.  
Anchor Liberty er í áttina að IPA og var Fritz Maytag stofnandi Anchor brugghússins einn af frumkvöðlum bjórendurreisnarinnar vestra á áttundaáratug síðustu aldar.  Má segja að með þessum bjór hafi Fritz komið IPA inn á kortið í Bandaríkjunum.  Ég vona bara að Liberty-inn er í góðu standi.
Duchesse, í flæmska rauðölsstílnum, er alveg hreint magnaður bjór í mínum bókum og bjór sem að ég mæli hiklaust með ef að fólk vill komast inn í tunnuþroskaða/örveru ("wild", en þó í raun samt ekki) bjóra.  Mér finnst bæði frábært og ótrúlegt að verið sé að flytja þennan inn  
 
 
Ég hef ekki enn náð að kíkja í Kringluna eða Heiðrúnu, þannig þetta er ekkert endilega enn komið í hillu, en maður vonar það bara.
 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 16:22
				by Andri
				Ætla að kíkja á morgun, vonandi eru þeir með eitthvað skemtilegt í hillunum
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 16:28
				by Stulli
				Ég held að þessir bjórar séu ekki komnir í hillurnar.  Allavega stendur "Því miður er varan ekki til í neinni verslun ÁTVR eins og er" við báða bjórana.  Ég hef tekið eftir því að það getur liðið langur tími frá því að bjór dettur inn á heimasíðuna og þangað til að það er komið í hilluna.
Láttu okkur endilega vita um stöðuna þegar að þú kíkir næst Andri.
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 17:35
				by halldor
				Get ekki beðið með að smakka Liberty-inn 

 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 18:24
				by nIceguy
				'Eg er sammála þér Stulli um er að ræða gríðarlega vandaða bjóra.  Ég fékk skilaboð frá Elg (sem flytur þetta inn) fyrir nokkrum vikum um komu þessa bjóra í ÁTVR (og setti frétt inn á Íslandssíðuna mína 
http://www.bjorbok.net/NBIslandsHornid.htm) heheh.  Um var að ræða í byrjun júní en svo voru einhverjar tafir í afgreiðslu.  Vonandi kemur þetta fljótt. 
Duchesse De Bourgogne er gíðarlega skemmtilegur bjór og spes sem ég hvet menn til að smakka með OPIN HUGA.  Svo er 
Anchor Steam Beer alveg magnaður bjór sem tilheyrir einum af fáum upprunanlegu stílum Bandaríkjanna.
 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 19:27
				by arnilong
				Þetta er ljúft. Ég er eiginlega alveg gáttaður yfir að fá Duchesse De Bourgogne hingað til lands, mikill metnaður þar. Ég vona að hann klárist ekki á fyrstu dögunum.
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 19:42
				by Eyvindur
				Er Steam bjór ekki hreinlega eini stíllinn sem Bandaríkin eiga skuldlausan? Vissulega er bandarískur bjór mjög einstakur, en byggir þó alltaf á grunni annarsstaðar frá (þótt hann víki oft ansi duglega frá honum). 
Anchor Steam er mjög góður... Þarf eiginlega að endurnýja kynnin við hann. Það er að rúmt ár síðan ég smakkaði hann, og man of illa eftir honum.
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 4. Jun 2009 21:14
				by olihelgi
				Þetta eru fínar fréttir.
Ég er mjög spenntur fyrir Anchor Liberty.  Anchor Steam beer er a.m.k. mjög góður.
Óli Helgi.
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 10. Oct 2009 17:33
				by halldor
				Stulli wrote:Ég hef ekki enn náð að kíkja í Kringluna eða Heiðrúnu, þannig þetta er ekkert endilega enn komið í hillu, en maður vonar það bara.
Sláandi fregnir... aðeins fjórum mánuðum eftir að Duchess kom á vefsíðuna hjá Vínbúðinni virðist hann vera kominn í hillurnar í Heiðrúnu og Kringlunni. 
http://www.vinbudin.is/DesktopDefault.a ... ctID=14045" onclick="window.open(this.href);return false; 
Getur einhver staðfest þessar fregnir.
 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 10. Oct 2009 17:53
				by valurkris
				Jebb tók mér einn áðan, hann verður smakkaður í kvöld  

 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 10. Oct 2009 18:29
				by Hjalti
				Elgur ehf stendur vaktina meðan að aðrir sofa!
Það verður að ýta á þann mann að taka inn eitt bretti eða svo af Sierra Nevada Torpedo! 

 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 12. Oct 2009 23:47
				by karlp
				Stulli wrote:.... Anchor Liberty frá Anchor Steam brugghúsinu í San Francisco og Duchesse de Bourgogne frá Verhaeghe brugghúsinu í Vichte, Belgíu.  ....
HOLY SHIT.  I knew liberty from way back, it's a good solid beer, good aroma, all the good west coast stuff, but it wasn't new.
but the duchesse!?!?!!!! I don't have the words in icelandic my friends, all I can say is GET THEE TO THE RÍKIÐ!
Hún (?) er kominn í skútuvogi, veit ekkert um annar staðar.
 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 13. Oct 2009 23:59
				by halldor
				Gaaaaarg
Ég fór í Heiðrúnu í dag og leitaði að Duchess en fann bara hillumiðann og tóma hillu. Kalli... þú mátt ekki hvetja menn svona svakalega að þeir klári allan bjórinn frá mér.
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 14. Oct 2009 05:26
				by nIceguy
				Hehehe þessi bjór er afar skemmtilegur en spes.  Býð stundum upp á hann hér í Danmörku sem fordrykk!
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 14. Oct 2009 22:50
				by halldor
				Mér finnst þau súröl sem ég hef smakkað vera hlekkurinn á milli léttvíns og bjórs. Eflaust eru margir þarna ósammála mér en þau hafa þennan súra undirtón sem er til staðar í rauðvíni og hvítvíni. Svo gæti að sjálfsögðu verið að geymsla í viðartunnum hafi sitt að segja í þessu. 
PS. Ég fór í Skútuvog og þar var hann (hún) til í tugatali.
PPS. Ég mæli alveg svaaakalega með Samuel Adams Octoberfestbjórnum.... bestu kaupin í vínbúðunum í dag. Prófið hann áður en hann klárast.
PPPS. Ég tengist innflutningsaðilum þessara bjóra ekki neitt... þeir virðast bara vera að gera svo margt rétt núna 

 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 14. Oct 2009 23:46
				by Oli
				pantaði mér nokkur stykki af Duchesse og Sam adams októberfest. Hlakka til að smakka.
			 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 15. Oct 2009 08:39
				by Stulli
				halldor wrote:Gaaaaarg
Ég fór í Heiðrúnu í dag og leitaði að Duchess en fann bara hillumiðann og tóma hillu. Kalli... þú mátt ekki hvetja menn svona svakalega að þeir klári allan bjórinn frá mér.
Sorry Halldór, ég sótti allt sem var til af Duchess í Heiðrúnu á mánudag  

  Gott að það sé enn nóg til í Skútuvogi 

 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 17. Oct 2009 11:24
				by Hjalti
				Ég smakkaði Duchesse í gær og gat ekki klárað nema 1/4 úr glasinu.
Hann bragðast eginlega nákvæmlega eins og sýkti oatmeal stoutinn minn, þannig að ef einhverjum langar í svoleiðis bjór þá á ég fullt af honum hérna heima sem ég allavega snerti ekki! 

 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 17. Oct 2009 11:54
				by sigurdur
				Hjalti wrote:Ég smakkaði Duchesse í gær og gat ekki klárað nema 1/4 úr glasinu.
Hann bragðast eginlega nákvæmlega eins og sýkti oatmeal stoutinn minn, þannig að ef einhverjum langar í svoleiðis bjór þá á ég fullt af honum hérna heima sem ég allavega snerti ekki! 

 
YEY, free Duchesse!! 

 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 17. Oct 2009 12:14
				by halldor
				Hjalti wrote:Ég smakkaði Duchesse í gær og gat ekki klárað nema 1/4 úr glasinu.
Hann bragðast eginlega nákvæmlega eins og sýkti oatmeal stoutinn minn, þannig að ef einhverjum langar í svoleiðis bjór þá á ég fullt af honum hérna heima sem ég allavega snerti ekki! 

 
Ef þú átt einhverja óupptekna 

 þá er ég til í að skipta við þig á Hoegaarden (sem er erfitt að nálgast hérlendis) og Duchesse.
Ég verð í Grafarvogi í mestallan dag, hringdu ef þú hefur áhuga 

 8242453
 
			
					
				Re: Nýjir bjórar í ÁTVR
				Posted: 24. Oct 2009 08:49
				by hrafnkell
				Sammála með oktoberfest, keypti mér nokkra í gær þegar ég sá þá og kann vel við. Er vanur að kaupa mér alltaf sam adams seasonal bjórana, amk þegar ég tek eftir þeim.