Page 1 of 1

Gambri

Posted: 15. Apr 2011 09:45
by atlios
Sælir, ég rakst á frétt í gær. Þar voru semsagt gerðir upptækir 200 lítrar af gambra og 17 lítrar af landa í íbúð í blokk á Akranesi.
Er rétt hjá mér að þetta sem þeir kalla gambri sé eitthvað í líkingu við bjór? Ef svo er ekki þá spyr ég hvort það sé einhver hér sem veit betur hvað það er?..

Ég veit þetta er soldið off topic og á kannski ekki heima hér, en ég fór bara að spá hvort þetta væri bruggaður bjór og hvort löggan væri eitthvað að standa í því að gera heimabruggaðan bjór upptækan...

P.S. ég hefði sennilega aldrei spáð í þessu ef ekki hefði verið fyrir þráðinn hennar Emblu hér á undan ;)

http://www.visir.is/article/2011110419751

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 09:51
by sigurdur
Gambri er lögur sem samanstendur af einföldum sykrum og vatni. Þessi lögur er nánast eingöngu bruggaður í eimingarhugleiðingum.
Bjór er ekki gambri þar sem að bjór er allt annað, alveg eins og rauðvín er ekki bjór eða gambri.

Ef þú bruggar bjór sem inniheldur meir en 2.25% alkóhól af rúmmáli án þess að hafa til þess skilgreind leyfi, þá mátt þú búast við að búnaður verði gerður upptækur þar sem þú ert að brjóta lög, þó að það séu ekki til fordæmi fyrir því sem ég veit um.

Hins vegar þá held ég að lögreglan sé nú ekki mikið að skipta sér af því ef fólk er að búa til bjór eða vín til eigin nota og selji það ekki áfram.
Af því tilefni þá hef ég aldrei selt bjór og mun ekki selja bjór á meðan það er ólöglegt fyrir mig. Ég mun frekar gefa bjórinn og fá góðvild í staðinn.

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 10:31
by atlios
Mig grunaði þetta nú, að þetta væri lítið sem ekkert skyllt bjór. En það sem ruglar mann er að á wikipedia stendur í lýsingu að gambri sé heimabruggað áfengt öl, ósoðið.
En annars hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu þar sem ég er í svipuðum hugleyðingum og þú. Gefa hann frekar en selja ;)

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 11:00
by hrafnkell
atlios wrote:Mig grunaði þetta nú, að þetta væri lítið sem ekkert skyllt bjór. En það sem ruglar mann er að á wikipedia stendur í lýsingu að gambri sé heimabruggað áfengt öl, ósoðið.
En annars hef ég ekki miklar áhyggjur af þessu þar sem ég er í svipuðum hugleyðingum og þú. Gefa hann frekar en selja ;)
Sá sem hefur skrifað wikipedia greinina veit ekki hvað öl er.

Gambri er bara sykur, matasódi, vatn og túrbóger.

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 11:09
by kalli
Ég var að velta einu fyrir mér. Ég er með dýran búnað til að gera virt. Virtur getur ekki verið ólöglegur þar sem hann er óáfengur. Eru þá nokkrar líkur á að sá búnaður sé ólöglegur og að hann megi gera upptækan?

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 12:00
by sigurdur
Þar sem vatnssuðutæki getur verið gert upptækt (það er ekki ólöglegt að sjóða vatn) og kælibúnaður (það er ekki ólöglegt að kæla) líka, þá hlýtur að vera hægt að gera allan þann búnað sem hefur verið notaður við gerð áfengis.
Gerjunartunnur eru ekki ólöglegar þar sem ég get geymt sinnepssósu í þeim ... en samt eru þær teknar.

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 13:00
by kalli
Ég er enn ekki sannfærður. Þetta er meira klippt og skorið við gambra eða eimingarbúnað því að þar er það vínandi sem streymir út.

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 13:55
by bjarkith
Lögreglan er annsi gróf þegar kemur að landaframleiðendum, ég þekki til eins sem lennti í löggunni, og það var allt sem hægt var að geyma vökva í á heimilinnu tekið, skálar, mælikönnur, glös, basicly allt sem mögulega væri hægt að nota á einhvern hátt við bruggun.

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 14:59
by gunnarolis
Það segir í lögunum að búnaður til þess að búa þetta til sé ólöglegur, og það er bara túlkun löggjafans hvað er búnaður til þess að brugga.
Þeir geta þessvegana tekið allt sem þeir vilja. Að segja að þú megir eiga allar græjur til þess að brugga, en að þú ætlir ekki að brugga heldur nota þær í annað er ekki nægileg skýring fyrir þá.

Ef þú ert með bruggun í gangi og einhverjar græjur sem eru líklegar til að hafa verið notaðar við iðjuna, þá eru þær teknar. Það er eitthvað sem verður áfram þannig, því fyrir þann sem framfylgir lögunum er auðveldara að fá bara að velja það sem hann vill taka frekar en að skilgreina hvað má eiga og hvað ekki.

Þegar allt kemur til alls þá er þetta náttúrulega lögbrot.

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 15:17
by atax1c
Er Fágun eitthvað að vinna í þessu með að mega fara hærra en 2,25% ?

Re: Gambri

Posted: 15. Apr 2011 16:31
by bjarkith
Erfitt að búa á landi íss og hafta.