Page 1 of 1

Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 11. Apr 2011 22:03
by gunnarolis
Sæl öll. Ég hef verið spurðu um uppskriftina að Tripelnum sem ég sendi í keppnina, so here goes:

IBU: ~37
SG: 1085
FG: 1010
Litur: 6.4SRM
ABV: 9.7%

Mesking: Klukkutími við 64° til þess að fá bjórinn vel þurran og hátt attenueraðann.

Uppskriftin miðar við ~15 lítra með 75% nýtni.

3.5 Kg Pilsner malt
0.7 Kg Munich malt
0.7 Kg Demerara Sykur (Sett í suðu með Irish Moss í 15 mín)

44g Hallertauer Hersbrucker @ 60 min eða ~25IBU
28g Styrian Goldings @ 30 min eða ~10IBU
1/2 Tsk Fjörugrös @ 15 min
22g Saaz @ 3 min eða ~1.5IBU

Ger: WLP500. 1L Starter (Gott að nota Mr.Malty, þetta var hugsanlega í það minnsta af geri).

Ég bruggaði þennan bjór um sumar og leyfði hitanum í gerjuninni að stíga upp í um 25°C.

Gerjun: 2 mánuðir í primary, ekkert secondary og þaðan beint á flöskur.

Endilega skjóta ef menn hafa spurningar.

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 11. Apr 2011 22:07
by gunnarolis
Image

Hér er mynd af honum við hliðina á Chimay Tripel.
Þið megið giska hvor er hvað :)

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 11. Apr 2011 22:19
by hrafnkell
Næs - ég prófa þennan klárlega. Hvar fékkstu sykurinn?

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 11. Apr 2011 22:30
by gunnarolis
Demerara sykur er hrásykurinn sem margir nota í Mojito. Hann fæst bara í hagkaup og stundum jafnvel bónus.

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 11. Apr 2011 22:40
by Erlendur
Það verður gaman að prófa þennan. Ég er enn í þurrgerinu, hvort myndirðu nota T-58 eða S-33?

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 11. Apr 2011 22:59
by gunnarolis
Það eru bæði ágætis valmöguleikar. Mér hefur fundist t58 vera meira spicy, það er síðan bara persónulegur smekkur.

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 13. Apr 2011 16:16
by sigurdur
gunnarolis wrote:Image

Hér er mynd af honum við hliðina á Chimay Tripel.
Þið megið giska hvor er hvað :)
Chimay er hægra megin :)

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 30. Jan 2013 19:19
by Eyjó
Lítur mjög vel út. Hvar fékkstu gerið ?

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 29. Mar 2013 22:05
by gunnarolis
Sorry með sein svör. Var ekki að fylgjast með.

Ég keypti gerið í Maltbazaren á sínum tíma.

En núna þegar hrafnkell er með gerpantanir, mæli ég með að nota 3787 frá wyeast. Trappist high gravity. Það ætti að gera jafn ljúffengan bjór.

Re: Tripel [18C] - 2. Sæti í 1058 og yfir í bruggkeppni 2011

Posted: 30. Mar 2013 08:38
by hrafnkell
Ég fæ einmitt nóg af 3787 á fimmtudaginn :)