Page 1 of 1

Löglegt eða ekki löglegt

Posted: 4. Apr 2011 11:31
by Embla
Sælir hér allir mínir menn og konur.

Samkvæmt lagasetningu kemur fram þessi setning:
Samkvæmt lögum þessum telst áfengi hver sá neysluhæfur vökvi sem í er að rúmmáli meira en 2,25% af hreinum vínanda.

Ég og félaga mínum greinir á. Að hans sögn er ólöglegt að brugga vökva sem fer yfir 2,25%. En ég er alls ekki sammála honum. Bjór telst nú ekki til hreins vínanda er það nokkuð?

Það er fullkomlega löglegt að brugga bjór svo fremur hann sé til eigin neyslu.

Hvað segið þið fróða fólk? Af hverju segir þessi maður mér að þetta sé ólöglegt. Ég hélt meira segja að það væri löglegt að eima landa svo lengi sem það væri til eigin nota (samt ekki það að ég sé hlynnt því).

Re: Löglegt eða ekki löglegt

Posted: 4. Apr 2011 11:51
by Smári
Kolólöglegt.

Re: Löglegt eða ekki löglegt

Posted: 4. Apr 2011 12:03
by arnarb
Það er ólöglegt að framleiða drykki með áfengi umfram 2.25% hvaða nafni sem þeir nefnast (bjór, vín, eymað vín...)

Þetta gildir líka þótt eingöngu sé bruggað til eigin nota.

Áfengislögin eru skýr í þessu sambandi.

Re: Löglegt eða ekki löglegt

Posted: 4. Apr 2011 12:13
by Embla
Takk fyrir svörin.

Ég var hér búin að finna lögin skýr og greinileg

II. kafli. Framleiðsla áfengis. 6. gr.
Sækja skal um leyfi til framleiðslu áfengis til [lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu].1)
-Með framleiðslu áfengis er átt við hvers konar bruggun, gerjun eða eimingu áfengra drykkja, sem og blöndun eða átöppun eins eða fleiri áfengra drykkja. Til framleiðslu í þessum skilningi telst þó ekki blöndun áfengra drykkja sem á sér stað samtímis og sem hluti af veitingu áfengis.
- Handhafa framleiðsluleyfis er jafnframt heimilt að selja áfengi í heildsölu.
- Framleiðsluleyfi sem gefið er út til umsækjanda í fyrsta sinn gildir í eitt ár. Ef leyfi er endurnýjað er gildistími þess ótímabundinn, sbr. þó afturköllun leyfis skv. 24. gr.


1)L. 85/2007, 28. gr. 7. gr. Bannað er að eiga, flytja inn, útbúa eða smíða sérhæfð áhöld til að eima áfengi eða til að gera drykkjarhæft áfengi sem var ódrykkjarhæft, nema hafa til þess sérstakt leyfi. )


Nú farið þið í að berjast fyrir breytingu á þessum lögum! :vindill:

Re: Löglegt eða ekki löglegt

Posted: 17. Apr 2011 20:29
by Stebbi
arnarb wrote:Það er ólöglegt að framleiða drykki með áfengi umfram 2.25% hvaða nafni sem þeir nefnast (bjór, vín, eymað vín...)

Ætli maður kæmist þá upp með það að eyma 10L af sterku og blanda það niður í 2.25% með einhverjum af þessum fersku svaladrykkjum sem eru í boði. Getur löggimann gripið inní á hálfnuðu verkferli og kallað mann landabruggara og óreglumann áður en maður blandar?

Re: Löglegt eða ekki löglegt

Posted: 18. Apr 2011 10:49
by sigurdur
Stebbi, þetta er voðalega einfalt.
Ef framleiðslan er á einhverju stigi með vökva yfir 2.25% ABV, þá er það ólöglegt. Alveg sama hversu mikið þú blandar það eftirá.

Semsagt, já.

Re: Löglegt eða ekki löglegt

Posted: 18. Apr 2011 13:39
by hrafnkell
Það er fráleitt að einhver hlusti á þau rök að maður hafi ætlað að þynna þetta.