Hveitibjór
Posted: 3. Apr 2011 20:17
Lögðum í hveitibjór 23. mars með BIAB aðferðinni. 27 lítrar af vatni í 75l þvottapott, 2 kg Pale ale og 2 kg hveitimalt. 35 gr. af Mittelfrüh í 60 mínútur og 20 gr. af Mittelfrüh í 20 mínútur. Enduðum með 17 lítra af virti - grunsamlega mikil uppgufun. Bættum 2 l af vatni í og enduðum í 1.050 OG. 1 glas af #WLP400 eftir No-chill (gerjunarfatan reyndar sett í stóran bala sem í rann kalt vatn.) Gerjað við 22°. Mæling 30. mars sýndi 1.018. Vonaðist til að koma honum ögn neðar en er ekki vongóður um það. Næst verður gerður starter. Sýnið mjög bragðgott, etv. mátt hafa örlítið meira humlabragð.