Page 1 of 1

Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 2. Apr 2011 20:58
by siggis
Stefni á að henda í Bohemian Pilsner á morgun, minn fyrsti lager. Ég er aðeins áttavilltur varðandi gerjunina því menn eru yfirleitt að tala um að gera starter þegar rætt er um lager.
Ég hef aldrei gert meira en bleyta upp í gerinu áður en það hefur farið út í og það hefur skilað góðum árangri hingað til.

Því spyr ég, er nauðsynlegt að gera starter ? Er ekki bara nóg að kæla virtinn í 11-13 gráður eins og uppskriftin segir, bleyta vel upp í gerinu og henda út í ?

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 2. Apr 2011 21:18
by Oli
Sæll
ef þú ert að nota þurrger er nóg að bleyta upp í því.
Ég hef látið minn gerjast í 2 vikur amk

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 5. Apr 2011 10:01
by Bjössi
ég hef bara sáldrað 2 pakkningum yfir virtin (engan starter) sem er um 12°C
hefur ekki verið neitt vandamál

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 5. Apr 2011 10:40
by Oli
Bjössi wrote:ég hef bara sáldrað 2 pakkningum yfir virtin (engan starter) sem er um 12°C
hefur ekki verið neitt vandamál
Einhversstaðar las ég það að helmingur þurrgersins dræpist við að hella því beint út á virtinn. Þannig að þá er gott að nota 2 pakka í 20-25 lítra amk, hefur ekki skemmt fyrir hjá okkur hingað til að hella beint úr pakkanum.

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 5. Apr 2011 14:18
by siggis
Já ok takk fyrir þetta
Hvað hefur gerjunin annars tekið langan tíma að hrökkva í gang ?

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 6. Apr 2011 22:43
by halldor
Ég myndi ekki gera starter úr þurrgeri.
Ég hef yfirleitt notað tvöfalt meira af þurrgeri fyrir lagerbjóra en ég nota í öl.
Það er rétt hjá Óla að stórt hlutfall af gerinu drepst þegar því er stráð beint í virtinn þannig að það er mjög sniðugt að bleyta upp í því áður til að spara sér nokkra hundraðkalla :)

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 6. Apr 2011 23:45
by Andri
Citation needed.

Hvar funduð þið þær upplýsingar að gerið drepst við að hella því beint í virtinn? Mér finnst bara svo ólíklegt að gerið fari frekar að drepast sé því hellt beint út í 12-13°C en 20ish gráðu heitt vatn/virt.
Er ekkert að dissa ykkur, bara það að megn allrar vitneskju í þessum fágaða bruggheimi virðist vera copy paste af hinum og þessum vefsíðum og eins og við vitum þá er til óendanlega mikið af hálfvitum í þessum heimi með aðgang að internetinu.

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 7. Apr 2011 08:14
by halldor
Andri wrote:Citation needed.

Hvar funduð þið þær upplýsingar að gerið drepst við að hella því beint í virtinn? Mér finnst bara svo ólíklegt að gerið fari frekar að drepast sé því hellt beint út í 12-13°C en 20ish gráðu heitt vatn/virt.
Er ekkert að dissa ykkur, bara það að megn allrar vitneskju í þessum fágaða bruggheimi virðist vera copy paste af hinum og þessum vefsíðum og eins og við vitum þá er til óendanlega mikið af hálfvitum í þessum heimi með aðgang að internetinu.
Ég hef reynt að apa ekki vitleysuna eftir hvaða apaketti sem er þegar ég pósta hérna :)
Journal of the American Society of Brewing Chemists wrote:Pitching directly into wort can have a number of negative effects. It may simply kill the weaker cells, or it may just act at random in a uniform culture. But worst of all, it may be an artificial selection for cells that can survive being thrown straight into wort.
Vonandi nægir þetta til að róa þig í bili Andri. Ég skal finna fleiri heimildir fyrir þig/ykkur þegar ég er ekki í vinnunni ;)

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 7. Apr 2011 08:33
by halldor
Brew Strong (Jamil og John Palmer) - Packaging II
Byrjið að hlusta á mín 20:15 ;)

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 7. Apr 2011 08:58
by Oli
Andri wrote:Citation needed.

Hvar funduð þið þær upplýsingar að gerið drepst við að hella því beint í virtinn? Mér finnst bara svo ólíklegt að gerið fari frekar að drepast sé því hellt beint út í 12-13°C en 20ish gráðu heitt vatn/virt.
Er ekkert að dissa ykkur, bara það að megn allrar vitneskju í þessum fágaða bruggheimi virðist vera copy paste af hinum og þessum vefsíðum og eins og við vitum þá er til óendanlega mikið af hálfvitum í þessum heimi með aðgang að internetinu.
Þetta kemur fram í bókinni Yeast eftir white og zainasheff..........að mig minnir ;)

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 7. Apr 2011 09:13
by hrafnkell
Ég vil ekki veiku gerlana og hendi því gerinu beint út á virtinn! :fagun:


En líka útaf því að ég er latur

Re: Fyrsti lagerinn - gerjunarpælingar

Posted: 7. Apr 2011 09:32
by Oli
hrafnkell wrote: En líka útaf því að ég er latur
:D kemur fyrir hér