Page 1 of 1

Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 30. Mar 2011 21:26
by unnaro
Planið er að tappa bjór á flöskur um helgina og ég var að taka eftir því að nokkrar af flöskunum sem ég hafði hugsað mér að nota eru Bavaria flöskur með twist off stút. Hefur einhver hér reynslu af því að tappa á svona flöskur? Heldur þetta þrýstingi?

Er með svona töppunargræju ef að það skiptir einhverju máli:
Image

Kv, Unnar.

Es. mjög gaman að ramba á þessa síðu, hefur gagnast okkur bruggfélögunum mjög mikið :D

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 30. Mar 2011 22:05
by sigurdur
Ég las einhverstaðar að þeir hafa gert þetta í BNA, en með misgóðum árangri.
Besti árangurinn er með því að nota hefðbundndar flöskur.

Nú, svo getur þú líka notað gosflöskur (PET plast) ef þú átt fáar flöskur.

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 30. Mar 2011 22:22
by hrafnkell
Ég hef stundum sett á carlsberg twist off flöskur án vandræða... Það var reyndar alveg óvart, pældi ekki í því að þær væru twist off :)

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 30. Mar 2011 22:25
by OliI
Ég hef prófað Carlsberg skrúftappaflöskur með döprum árangri, nokkrar flöskur voru í lagi en aðrar kylliflatar. Ég er með eins græju og þú. Í þínum sporum myndi ég hugsanlega setja á nokkrar til að prófa, en ímyndaðu þér þá að þú sért í hlutabréfabraski að kaupa íslensk hlutabréf: ekki setja meira í þetta en þú þolir að tapa.

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 19. Apr 2011 21:41
by unnaro
Þetta var ekkert vesen og bjórinn í þessum flöskum alveg jafn kolsýrður og hinir :fagun:

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 20. Apr 2011 14:18
by ivar
Ég rakst á þetta: http://sedexbrewing.com/ um daginn.
Ég held að þetta sé akkúrat notað með twist-off flöskum.
Hefur einhver prófað þetta?

(Hér er Craigtube með umfjöllun um þetta http://www.youtube.com/watch?v=B2PPBmJZFd0)

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 21. Apr 2011 11:59
by sigurdur
Hahahaha .. augun á mér eru svo skemmtileg, ég las "sexedbrewing" út úr þessu (sem gæti verið svolítið skemmtileg hugmynd ) ;)

En það er búið að skoða þetta svolítið. Vínkjallarinn hafði hugsað sér um að flytja þetta inn, en tapparnir yrðu svolítið dýrir.

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 21. Apr 2011 14:58
by danieljokuls
Eru þetta einnota tappar eða er hægt að nota þetta aftur og aftur ?

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 21. Apr 2011 17:27
by sigurdur
Það á að vera hægt að nota þetta oft aftur. (man ekki hversu oft)

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 21. Apr 2011 18:42
by danieljokuls
mig langar í svona.. hvernig væri að fá einhvern, vínkjallarann eða brew.is eða einhvern einstakling til að taka að sé að panta þetta fyrir fólk. taka eina hóppöntun þar sem fólk mundi bara fyrirframgreiða eitthvað fyrir stk.

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 21. Apr 2011 21:40
by hrafnkell
Ég gæti alveg pantað svona ef einhverjir hafa áhuga. Það er pínu vesen með þetta að maður þarf að geyma flöskurnar á hvolfi og eitthvað svona... En væri gaman að prófa.

Gróft skotið væri stykkið hingað komið á um 700kr. Allt of mikið finnst mér - maður þyrfti að eiga amk 40stk fyrir eina lögn, 28.000kr. Frekar nota ég bara venjulega tappa :)

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 22. Apr 2011 16:29
by danieljokuls
Já svoldið dýrt, en segjum að þú setjir á 20flöskur með þessum töppum og 20 venjulegar, getur þá tekið helminginn af lögninni með þér í útilegur og svoleiðis án þess að hrista upp í botnfallinu.
en 14.000kr fyrir 20 tappa er náttúrulega klikkun, en erum við ekki flestir klikkaðir?
Svo væri líka gaman að fá sent eitt stk og ath hvort það sé ekki hægt að framleiða eitthvað svipað ódýrara...

Re: Er hægt að tappa á 'twist-off' flöskur?

Posted: 23. Apr 2011 18:35
by unnaro
unnaro wrote:Þetta var ekkert vesen og bjórinn í þessum flöskum alveg jafn kolsýrður og hinir :fagun:
Neyðist til að taka þetta til baka, átti einn skrúfutappa bjór eftir af þessum 'batch' sem ég var að opna og hann var flatari en.. já.

Ég sé litla þörf á svona sedex græju fyrir mig því botnfallið virðist alltaf bara sitja eftir í flöskunni þegar ég helli bjórnum í glas. Hvernig stendur á því að botnfallið er bara einhver þykk leðja sem situr föst á botninum, samt mjög lítið, oftast bara í kantinum.