Page 1 of 1

Fyrsta batchið á flöskur

Posted: 29. Mar 2011 21:57
by Belgur
Jæja, þá er fyrsta batchið mitt komið á flöskur,(Bee Cave) gekk súper vel. Fékk 16 lítra á flöskur, ég veit ekki
hvort ykkur finnst það lítið eða hvað. Bjórinn ilmar vel, bragðast vel og er bara nokkuð tær !

Ég færði reyndar úr gerjunarfötunni eftir 10 daga 1.011 og lét setjast í annari fötu og ætlaði að setja á flöskur síðar. Það liðu reyndar tvær vikur því ég hafði ekki tíma til að setja á flöskur fyrr en í kvöld, er það of langur tími úr gerjunarfötunni? Eru líkur á því að ég fái ekki gos í flöskurnar?

Re: Fyrsta batchið á flöskur

Posted: 29. Mar 2011 22:25
by gunnarolis
Nei, þetta verður allt í góðu, nóg ger eftir í bjórnum til að kolsýra (það miðar þó auðvitað við að þú hafir bætt sykri í fyrir átöppun).

Re: Fyrsta batchið á flöskur

Posted: 29. Mar 2011 22:31
by Belgur
haha, jú það vill svo til að ég sauð 105 g af sykri í 4 dl af vatni og súrraði bjórnum yfir það áður en tappað var á flöskur 8-)

Re: Fyrsta batchið á flöskur

Posted: 30. Mar 2011 00:53
by halldor
Ekki hafa áhyggjur af þessu, þú átt eftir að fá kolsýru í bjórinn :)
Við strákarnir gerjum yfirleitt í primary í 2-3 vikur og tökum svo 2-3 vikur í secondary við 12°C og lagerum jafnvel við 1°C þegar við erum í stuði.
Kolsýran kemur alltaf á endanum en það tekur aðeins lengri tíma að ná henni upp þegar þú ert að geyma bjórinn lengi á fötu við lágt hitastig.

Til hamingju með fyrsta bjórinn, ekki drekka hann allan áður en þú færð kolsýru ;)

Re: Fyrsta batchið á flöskur

Posted: 30. Mar 2011 09:08
by sigurdur
Til hamingju með bjórinn! :beer: