Page 1 of 1

Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 12:56
by andrimar
Góðan daginn

Ég heiti Andri Mar Jónsson og hef haft þessa dellu nú í að verða 1 og hálft ár. Fyrst bara fikt með síróps dollurnar úr ámunni en svo er þetta eitthvað farið að færa sig uppá skaptið. Ég eyddi Menntaskólaárunum haldandi að bjór væri bara Viking, Gull og Thule en fékk vitrun þegar ég álpaðist inná pöbb í Köben sem heitir Lord Nelson. Mæli sterklega með honum fyrir þá sem eiga leið um borgina.

Lennti hérna inn fyrir slysni við að leita að corny keg á google. Getið ekki ímyndað ykkur hvað það gladdi mig mikið að sjá svona marga íslenskumælandi bruggara á einum stað. En já svona til að útskýra aðeins þessa google leit þá er að ég flytja mig um set og íbúðinni sem ég fer í fylgir stór ísskápur, hvað gerir maður þá við gamla litla ísskápinn sinn....held það viti allir svarið við þessu.

Svo í kjölfarið, ein spurning hvar er hægt að komast yfir "corny" kúta á Íslandi? Hringdi í Ölgerðina varðandi þá, svar "Hættir að nota, búnir að henda.". Hringdi í Vífilfell, svar "Erum enn að nota, látum ekki frá okkur."

Í von um ánæguleg samskipti
Andri Mar

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:15
by Eyvindur
Þeir sem hafa verið nógu heppnir að geta nálgast goskúta hafa gert það í gegnum klíkuskap... Við hinir verðum annað hvort að eyða stórfé í að panta þetta að utan eða bíða þolinmóðir þar til Vífilfell hættir að nota sína...

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:21
by Öli
Veit einhver til þess hvort þeir ætli að hætta með þá ?

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:31
by Stulli
Öli wrote:Veit einhver til þess hvort þeir ætli að hætta með þá ?

Það fer að koma að því. FÁGun mætir þá með vörubíl uppí Vífilfell :beer:

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:33
by Oli
Sæll og velkominn á spjallið.
Vífilfellsmenn vilja kannski láta þig hafa corny kút ef þú kaupir hann fullann af gosi, færð þá að hafa hann í ótakmarkaðann tíma.

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:40
by andrimar
Þeir sem hafa verið nógu heppnir að geta nálgast goskúta hafa gert það í gegnum klíkuskap...
Datt það í hug...

Skársta sem ég hef fundið er þetta. Held að einn svona sé undir "borgaðu extra" stærðinni fyrir skipaflutning gegnum ShopUsa. Hef líka ekki tékkað á hvað kostar að send þetta innan BNA.

Kv,
Andri Mar

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:41
by Hjalti
Ánægður að Google sé að skila nýjum heimsóknum og nýjum meðlimum á spjallið!

Þetta stefnir allt uppávið og erum við að tala um 1 nýjan meðlim á dag frá stofnun eða 33 meðlimir!

Vonandi heldur þetta svona áfram og vonandi eykst kunnáttan hérna inni til muna :)

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:45
by Stulli
Já, og hjartanlega velkominn Andri :beer:

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:49
by Hjalti
Já heyrðu ég gleymdi því! :blush:

Komdu sæll Andri! :hello:

Gaman að fá nýja Tölvunarfræðinga hérna inn :)

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 13:53
by andrimar
Þakka ykkur drengir

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 15:26
by nIceguy
Sæll og velkominn. Segdu mér varstu búsettur í Køben? Annars get ég líka bent á stórgóda pöbba í Køben. Den Tattuverede Enke er snilld, fullt fullt af belgískum kranabjór, svo er thad Ølbaren, magnadur og Plan B med allt of mikid bjóúrval (their vita ekki sjálfir hvad their eiga). Heheh mjög skemmtilegt. Úps er ad komast á flug...hætti hér annars fer illa!

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 15:54
by andrimar
Nei í guðana bænum haltu áfram, google maps staðsetningar væru líka fínar :D

En nei hef ekki átt heima þar, var þar í skólaskoðunnar/fyllerísferð með vinum mínum fyrir nokkru. Vorum að labba hliðargöturnar á strikinu þegar við rákumst á þetta, enduðum á að eyða öllu kvöldinu þarna.

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 17:19
by Andri
Velkominn nafni, ég hef einmitt verið að skoða að fá corny kúta hérna, eins og er sagt hérna fyrir ofan þá er þetta bara í gegnum klíkuskap eða þjófnað... :roll:
Ég skoðaði einmitt þessa síðu og var að reyna að fá menn í hóppöntun.. ég gerði nokkur reikningsdæmi og þau eru öll einhverstaðar á facebook í hópnum okkar Bjórgerð. Einhver 6000 kr per kút komið til landsins ef við myndum panta 8, gengið hefur lækkað eitthvað síðan þá held ég.

http://www.facebook.com/home.php#/topic ... topic=9114

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 17:41
by arnilong
Velkominn Andri! :beer:

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 18:48
by andrimar
Blessaður nafni, ég er alveg maður í 4 kúta pöntun. Vantar bara 2.

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 19:46
by Öli
Það fer að koma að því. FÁGun mætir þá með vörubíl uppí Vífilfell
Stulli: Hefurðu það fyrir víst að þeir ætli að skipta þeim út ?

Re: Andri Mar

Posted: 3. Jun 2009 19:51
by Eyvindur
Það er óhjákvæmilegt, held ég. Þessu hefur verið skipt út hægt og rólega um allan heim, bæði hjá Coke og Pepsi, og þess vegna skipti Ölgerðin þessu út. Í dag er allt gos fyrir vélar í pokum, og ég get ekki ímyndað mér annað en að Vífilfell skipti þessu út fyrr en seinna.

En hvernig er það, Stulli, hefurðu staðfestingu á þessu?

Re: Andri Mar

Posted: 4. Jun 2009 10:07
by Stulli
Ég hef það frá ónefndum starfsmanni Vífilfells að það muni koma að því, hvenær veit nú enginn. Hinsvegar, þegar að það gerist ættum við að geta komist í kútalagerinn. Sweet :skal:

Re: Andri Mar

Posted: 4. Jun 2009 10:42
by Eyvindur
Einstaklega sweet. :D

Re: Andri Mar

Posted: 4. Jun 2009 10:44
by andrimar
Spurning er bara hefur maður þolinmæði í "einhvern tímann" ;)

Re: Andri Mar

Posted: 4. Jun 2009 10:52
by Eyvindur
Þetta snýst allt um hvort vegur þyngra, kranaþörfin eða næringarþörfin...

Re: Andri Mar

Posted: 4. Jun 2009 10:55
by Hjalti
Þú bætir bara við 3 og 4 þega "einhvern tíman" kemur :)

Re: Andri Mar

Posted: 4. Jun 2009 11:06
by Oli
Ég get ekki beðið eftir að fylla þessa tvo tómu ( einn í notkun) kúta sem ég er með heima :P
Er að reyna að redda mér notuðum ísskáp, látið mig vita ef þið vitið um góðan og ódýran sem hentar

Re: Andri Mar

Posted: 4. Jun 2009 15:14
by Andri
Ég mun kaupa mér frystikistu og breyta henni í keezer :D