Page 1 of 1

Páskabjórinn Lilja

Posted: 19. Mar 2011 22:43
by sigurdur
Ég er því miður ekki búinn að geta keypt mér bjór í ríkinu í töluverðan tíma.
Ég hef áhuga á að vita hvernig ykkur fannst hann?
Skv. lýsingu þá er hann koparlitaður og þurrhumlaður með amarillo.

Ein lýsing frá manni sem smakkaði hann var "ég er viss um að það hafi verið hass í honum".

Hafið þið smakkað hann?

Re: Páskabjórinn Lilja

Posted: 19. Mar 2011 23:45
by Classic
Búinn að smakka, og finnst eiginlega synd og skömm að þetta sé bara tímabundin framleiðsla. Amarillo í aðalhlutverki, en maltið ber humlana vel uppi án þess að þó beri mikið á því. Humlavalið gerir hann skiljanlega svipaðan Úlfi bæði í nefi og á tungu, bara léttari. Fyrir minn smekk alveg frábær, enda amerískir ölstílar í sérstöku uppáhaldi hjá mér.

Re: Páskabjórinn Lilja

Posted: 20. Mar 2011 02:57
by gosi
Ég verð að vera sammála fyrri ræðumanni.
Bjórinn er skuggalega líkur Úlfi.
Ég get ekki sagt að ég sé með mikið nef fyrir brögðum en
ég veit að Úlfur og Lilja, þau eiga í ástarsambandi.
Það var það fyrsta sem ég tók eftir. Annars mjög góður bjór.

Re: Páskabjórinn Lilja

Posted: 2. Apr 2011 20:05
by Diazepam
Ég er búinn að smakka hann rækilega. Tók eina helgi í það. Fyrra kvöldið smakkaði ég einn og var býsna ánægður með hann, þótti hann góður. Seinna kvöldið smakkaði ég 3 og fékk alveg nóg af honum.

Ég er einföld sál þegar kemur að því hvað mér finnst gott. Ég treysti mér einungis til að flokka bjóra í tvo flokka:
1) Þeir sem ég get bara drukkið einn hverju sinni
2) Þeir bjórar sem ég get drukkuð 1+ hverju sinni.

Mín Liljan fríð fellur því miður í fyrri flokkinn.

Re: Páskabjórinn Lilja

Posted: 8. Apr 2011 17:02
by jonhrafn
Finnst þessi bjór vera aðeins yfir strikið í humlamagni. Eftirbragðið er samt gott. En ég hugsa að maður myndi nú ekki renna mörgum niður á sama kvöldi.

Re: Páskabjórinn Lilja

Posted: 8. Apr 2011 18:04
by Idle
Ég er sammála Classic í nær öllu; Lilja er mjög ljúffengt öl. Það er nokkuð frá því liðið að ég bragðaði Lilju og Úlf, en í minningunni eru þeir alls ekki svo líkir. Í Úlfi fann ég fremur Cascade eða Centennial, en Lilja er augljós Amarillo gleðigjafi.

Lilja er öl sem ég vildi gjarnan geta keypt allan ársins hring. :skal:

Re: Páskabjórinn Lilja

Posted: 9. Apr 2011 09:08
by halldor
Idle wrote:Lilja er öl sem ég vildi gjarnan geta keypt allan ársins hring. :skal:
Já Ölvisholt... þetta er áskorun ef þið voruð að velta því fyrir ykkur :)