Page 1 of 1

Humlar í nælonpoka í suðu

Posted: 17. Mar 2011 23:42
by siggis
Sælir
Ég hef verið í vandræðum með að ná vökvanum úr suðutunnunni eftir suðu því eftir e-n tíma þá er humlajukkið farið að setjast á klósettbarkann góða og hindra flæðið út.
Einhvers staðar heyrði ég að menn væru að setja humlana í nælonpoka ofan í suðutunnuna til fá minna grugg í virtinn.
Kannast e-r við þessa lausn ?
Ef svo er hvernig er best að græja þetta, þ.e. hvar fær maður efni sem virkar í þetta ?

Sigurður S

Re: Humlar í nælonpoka í suðu

Posted: 18. Mar 2011 08:07
by smar
Sæll,
Þú þarft eitthvað sem er í líkingu við þetta hér http://www.homebrewtalk.com/wiki/index.php/Hop_Filter
Held að efnið í þetta fáist í rúfatalagernum og kosti ekki mikið.

Re: Humlar í nælonpoka í suðu

Posted: 18. Mar 2011 08:41
by kristfin
ég prófaði nælonsokk einvhern tíman, það virkaði ekki. pokinn gaf sig í annari umferð.

en ef þú notar sama efni og við höfumv erið að nota í BIAB pokana þá virkar þetta vel

Re: Humlar í nælonpoka í suðu

Posted: 18. Mar 2011 10:14
by hrafnkell
Jebb, ég hef saumað litla humlapoka úr sama efni og ég sauma biab pokana og það hefur virkað fínt. Ef þú hefur ekki aðgang að saumavél þá get ég kannski reddað þér.

Re: Humlar í nælonpoka í suðu

Posted: 18. Mar 2011 13:06
by siggis
Ég hef aðgang að saumavél..
Hvað hafið þið keypt efnið í pokana góðu ?

Re: Humlar í nælonpoka í suðu

Posted: 22. Mar 2011 16:47
by Bjössi
ég hef nota bara svona grisju, stundum kallað vélstjóra grisja
þetta er til á rúllum, að mig mynnir í Ellingsen bara að klippa og binda hnút á endann þar sem grisja er tvöföld
þetta hefur dugað fínt