Page 1 of 1
Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 00:10
by Hjalti
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 09:26
by Stulli
Flottar myndir. Verst að það eru engar myndir af þér Hjalti
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 09:26
by Hjalti
Er það ekki helsti gallinn þegar maður er ljósmyndari

Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 09:28
by Stulli
Jú ætli það ekki, þú verður bara að muna að láta einhvern taka mynd(ir) af þér næst

Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 10:01
by ulfar
Flottar myndir! Takk fyrir frábæra ferð - mjög ánægður með hana.
kv. Úlfar
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 10:28
by nIceguy
Skemmtilegar myndir, verst að maður veit ekkert hver er hver á þessum myndum

Verð bara að gíska.
Kv úr Danaveldi
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 11:30
by Andri
helvíti er ég sár að hafa ekki komist

Jæja 3 af 5 prófum í sveinsprófinu búin.
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 17:49
by arnilong
Já, gríðarlega flottar myndir Hjalti, þú ert ansi lunkinn við þetta!
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 18:00
by Andri
Enda stofnaði hann síðu með einhverjum öðrum gaur fyrir ljósmyndara... var það ekki
http://www.ljosmyndakeppni.is ?
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 19:32
by Hjalti
Já, nöfn af þeim sem eru á myndunum...

Óli, Úlfar, Hrotti, Squinchi og hálfur Grétar Grétarson

Stefán (Minnir mig)

Palli (Minnir mig)

Hrotti, Korinna og Eyvindur
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 19:35
by Eyvindur
Stefán er rétt og ég er 99% viss um að Palli stemmir.
Hrotti er áhugavert nafn... Squinchy jafnvel enn frekar.
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 19:36
by Hjalti
Hrotti heitir víst Óttar og Squeeky Squinchy heitir Jökull

Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 19:40
by Eyvindur
Það eru ekki næstum því jafn áhugaverð nöfn, þótt þetta séu vissulega hin ágætustu nöfn... Bara ekki næstum því jafn töff. Ég hefði viljað hitta sadistaforeldrana sem völdu hin.
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 22:23
by GretarGretarsson
Frábærar myndir Hjalti, þetta var alveg frábær ferð í alla staði. Ég þakka kærlega fyrir mig og vona að við förum aftur í svona vettvangsferð.
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 22:36
by Eyvindur
Er það ekki gjörsamlega óhjákvæmilegt?
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 3. Jun 2009 23:55
by GretarGretarsson
Ég vona það, það væri gaman að heimsækja fleiri staði.
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 4. Jun 2009 00:58
by Eyvindur
Segðu. Verst að við fáum örugglega aldrei jafn unaðslega hlýjar móttökur og í Ölvisholti.
Takk aftur, Ölvisholt!
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 4. Jun 2009 08:12
by Hjalti
Það voru einhverjir að tala um að reyna að fá að heimsækja Ölgerðina og þá sérstaklega bjórmeistarana þeirra....
Væri nú gaman að prufa það... Einhver sem vill prufa að setja eithvað svoleiðis upp?
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 4. Jun 2009 09:34
by Stulli
Hjalti wrote:Það voru einhverjir að tala um að reyna að fá að heimsækja Ölgerðina og þá sérstaklega bjórmeistarana þeirra....
Væri nú gaman að prufa það... Einhver sem vill prufa að setja eithvað svoleiðis upp?
Ég gæti alveg komið því í kring. Myndi samt ekki gerast fyrr en í haust.
Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 4. Jun 2009 09:38
by Eyvindur
Það hljómar æðislega. Við getum væntanlega beðið fram á haust án teljandi vandræða...

Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 4. Jun 2009 09:51
by Hjalti
Ég held að það sé mjög flott stefna bara

Þá verða þeir búnir að brugga eithvað af nýjum bjór líka

Re: Myndir úr Heimsókn í Ölvisholt!
Posted: 4. Jun 2009 16:21
by Andri
Ég væri til í ölvisholt ef þið mynduð nenna aftur

Þið hljótið að vilja meira korn!
En ég hef labbað um ölgerðina og ég fékk blóð í hann þegar ég sá allann þennann bjór, alla tankana þeirra & kútana... svo er nýja húsið þeirra að fara að klárast, allavegna rafmagnið...