Page 1 of 1

Tunna eða pottur?

Posted: 13. Mar 2011 14:45
by Bjórbræður
Sælir :vindill:

Við erum nokkrir félagar sem ákváðum að byrja að brugga saman. Planið var að leggja í fyrsta lög í dag en við hættum við það vegna þess að við vorum bara með 25L pott sem er allt of lítið fyrir 20L batch (20 L + korn + uppgufun). Vegna þess að við erum bjórþyrstir háskólanemar :beer: vildum við gera nóg af bjór fyrir alla og svo ef vel tekst til, gera fleiri bötch þar sem hægt er að gera allavega 40L af bjór úr í hvert skipti.

Spurningin er hvort er hagstæðara fyrir okkur að útbúa tunnu (síldartunnu?) með hitaelementi eða fjárfesta í stórum potti sem við myndum hita úti í garði með gasi? Við erum búnir að skoða þræðina hér vel og menn eru ýmist að pæla í tunnum með hitaelementum eða pottum. Er mikið mál að útvega síldartunnu (120L) og/eða 60L+ tunnu? Er mikið mál að útvega hitaelement og smíða þetta saman? :skal:

Re: Tunna eða pottur?

Posted: 13. Mar 2011 14:56
by bjarkith
Ég er með hálftunnu(60l síldartunnu með 3 hitaelementum) heildar kostnaður var held ég um 11-12 þús og alveg skuggalega einfalt að seta saman, ég er mjög hrifinn af minni tunnu, hef einu sinni bruggað í pottum en þá var ég með of litla potta og það var vesen svo ég mæli með plastinu.

Re: Tunna eða pottur?

Posted: 13. Mar 2011 14:57
by sigurdur
Það er lítið mál að útbúa plastpott og mun ódýrara.
Það krefst verkfæra sem geta kostað smá (ef þau eru ekki til).
Plastið hefur þann ókost að litast og það er ekki jafn sterkbyggt.

Stálpott og gas er ekkert mál að nota, en það verður að lofta MJÖG vel í kringum gasið og það er auka biðtími eftir gasvörum frá BNA (ég held að það sé ekki hægt að fá brennara af almennilegri stærð hér á landi).
Potturinn verður svolítið dýr, en margir kaupa pott fyrir þetta.

Þið getið líka skoðað mini-biab, http://www.biabrewer.info/viewtopic.php?f=23&t=153" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; en þá er soðið virtinn í litlum potti og hann er svo þynntur út eftir suðu.

Re: Tunna eða pottur?

Posted: 13. Mar 2011 15:00
by hrafnkell
Ég mæli með plasti. Ef ykkur vantar bor til að gera göt fyrir elementin í fötunni þá er ekkert mál að koma með fötuna til mín og ég get borað fyrir ykkur.

Re: Tunna eða pottur?

Posted: 13. Mar 2011 16:21
by Belgur
Ég mæli með byrjendakittinu á brew.is Ég er að sjóða mitt þriðja batch núna
og þetta er ódýrt og einfalt, og svínvirkar :massi:

Re: Tunna eða pottur?

Posted: 13. Mar 2011 17:39
by Bjórbræður
Takk fyrir góð svör!

Við ætlum að smíða suðutunnu. Það er hægt að fá 60L tunnu í viðarsúlu ehf, hefur eitthver reynslu af þeim eða mælir með e-h öðru? Hvar er hægt að fá hita element og hvað þurfa þau að vera öflug?

Re: Tunna eða pottur?

Posted: 13. Mar 2011 18:03
by bjarkith
Ég keypti mér 60l tunnu í Saltkaup, en hitaelementin fékk ég úr hraðsuðukötlum sem ég keypti í rúmfatalagernum.