Page 1 of 1

Blonde ale - spurning um uppskrift (ofl.)

Posted: 10. Mar 2011 21:51
by viddi
Sælir

Hef ekki sett saman uppskrift áður en langar að láta reyna á það (kannski full snemmt en það verður að hafa það). Mig langar endilega til að fá álit - hvort þið sjáið eitthvað sem er alveg út í hött í þessu:

Pilsner malt (3,6 kg)
Munich Malt (450 gr)
Caramel (230 gr)
Hveitimalt (230 gr)

Mittelfrüh 18 gr 60 mín
Mittelfrüh 35 gr 20 mín
Saaz 32 gr 20 mín
Mittelfrüh 14 gr 0 mín
Saaz 14 gr 0 mín

Ger: White Labs #WPL 029

Byggt á Blonde ale uppskrift úr Radical brewing.

Annað - hvernig náið þið uppskriftum úr Beersmith til að birta?

Ég er ekki með kælispíral svo ég þarf að nota "no chill" aðferð. Spurning hve lengi 0 mínútna humlarnir mega vera í suðuílátinu?

Eitt enn - eruð þið með einhverjar sér stillingar í Beersmith þið sem notið BIAB? Aðallega að spá í stillingar fyrir meskingu.

Allar hugmyndir og ábendingar vel þegnar.

Re: Blonde ale - spurning um uppskrift (ofl.)

Posted: 11. Mar 2011 09:34
by Oli
Sæll
líst vel á þessa uppskrift, þetta verður vel humlaður blonde.

Varðandi beersmith þá stillirðu meskinguna þannig að þú notar heildarmagn vatnsins sem forritið sýnir í meskinguna, á brewsheet kemur þetta fram td. sem "prepare 35,0 L water for brewing".
Ef allt vatnið kemst ekki fyrir í pottinum notarðu bara eins mikið og hægt er og bætir svo restinni við í pottinn eftir meskingu, getur jafnvel reynt að skola meskipokann einhvern veginn með því.