Page 1 of 1

Bjórbræður

Posted: 10. Mar 2011 17:51
by Bjórbræður
Sælir fáguðu bjórunnendur!

Við erum sex strákar í háskólanum sem ákváðum að byrja að brugga saman. Við köllum okkur Bjórbræður, en vitum í raun lítið sem ekkert um bruggun. Við keyptum byrjendasett í ámunni og efni í tvo skammta af bjór hjá brew.is og ætlum að láta á reyna.

Gaman að sjá svona virkt samfélag hér á fágun.is

Eruð þið með einhver byrjendatips? Ábendingar um klassísk mistök sem byrjendur í bruggi gera o.þ.h. eru vel þegin

Re: Bjórbræður

Posted: 10. Mar 2011 18:15
by sigurdur
Velkomnir.

1. Skipuleggjið ykkur vel fyrir bruggið, verið með allt tilbúið og útmælt.
2. Búið ykkur undir að þrífa, mér finnst best að þrífa eins og ég get á meðan ég bíð á milli skrefa. Það sparar tíma.
3. Ekki hafa áhyggjur þó að þið klikkið á einhverju, bjór fyrirgefur ótrúlega margt.

Gangi ykkur vel með fyrsta! :beer:

Re: Bjórbræður

Posted: 10. Mar 2011 18:31
by Eyvindur
http://www.howtobrew.com" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Bjórbræður

Posted: 15. Mar 2011 20:33
by Belgur
Kaupa fallega gjöf fyrir konu þess sem bruggað er heima hjá og
færið henni gjöfina áður en farið er að sjóða ;)

Re: Bjórbræður

Posted: 15. Mar 2011 20:41
by bjarkith
Senda hana bara í bíó og vera farnir áður en hún kemur heim.