Page 1 of 1

efnagreining vatns

Posted: 9. Mar 2011 00:37
by creative
Efnagreining vatns

sælir ég veit að það er búið að ræða þetta en ég fynn ekki þráðin ég er að lesa john palmer how to brew
og langar að bera saman tölur

og eitt í viðbót hann palmer talar um að þegar maður er búin að meskja í kæliboxi
og er að láta renna í suðupottin eða svoleiðis þá talar hann um að taka frá fyrstu bununa og hella aftur ofan á
kornið þetta sé gert til að komast hjá próteinum og öðrum óæskilegum efnum í suðupottinn

hérna er textin af síðuni:
"After the grain bed has settled and is ready to be lautered, the first few quarts of wort are drawn out through the drain of the lauter tun and poured back in on top of the grainbed. The first few quarts are almost always cloudy with proteins and grain debris and this step filters out the undesired material from getting in your boiling pot"

spurningin er þessi ef maður brugga með BIAB aðferð svokallaðri er maður þá ekki að hleypa þessum próteinum
með alla leið í gegnum bruggferlið ?

Re: efnagreining vatns

Posted: 9. Mar 2011 01:20
by kristfin
þetta er til að fá tærari vökva úr meskikerinu í pottinn. hefur ekkert með prótein að gera. þau skila sér.
fyrstu droparnir sem koma ú meskikerinu eru gruggugir, en mað því að hella þeim aftur ofaná, þá mun vökvinn að endingu verða tær sem kemur út og "betra" uppá framhaldið.

hvort þetta sé betra eður ei, er önnur saga. að endingu fellur þetta allt í lok gerjunar.

Re: efnagreining vatns

Posted: 9. Mar 2011 06:31
by creative
ok það skýrir eitt fyrir mér takk

en hvernig er með vatnið í reykjavík get ég nálgast einhverstaðar upplýsingar um það frá vatnsveituni
með greiningu á því veit að það var einhver þráður hér einhverstaðar þar sem menn voru að tala um þetta
virðist ekki fynna hann

kveðja

Re: efnagreining vatns

Posted: 9. Mar 2011 09:15
by kristfin
finndu ezwater töflureikni á netinu.

ég nota þetta vatn fyrir kópavoginn, það er ekki sá munur að skipti máli í rvk.

Code: Select all

Starting Water (ppm):	
Ca:	4,65
Mg:	0,9
Na:	8,9
Cl:	9
SO4:	2
HCO3:	20

Re: efnagreining vatns

Posted: 9. Mar 2011 10:17
by hrafnkell
kristfin wrote:finndu ezwater töflureikni á netinu.

ég nota þetta vatn fyrir kópavoginn, það er ekki sá munur að skipti máli í rvk.

Code: Select all

Starting Water (ppm):	
Ca:	4,65
Mg:	0,9
Na:	8,9
Cl:	9
SO4:	2
HCO3:	20
Það á í raun ekki að vera neinn munur - megnið af höfuðborgarsvæðinu fær neysluvatn úr sama brunninum. Það væru þá kannski helst lagnirnar sem gætu hugsanlega breytt einhverjum parameterum.

Einhvertíman var hægt að fá nákvæmar mælingar á or.is, en það er líklega búið að taka þær út. Ég er búinn að leita ítrekað að þeim en aldrei fundið.

Re: efnagreining vatns

Posted: 9. Mar 2011 18:54
by creative
hvernig eru þá menn að bæta vatnið ef þarf ?

Re: efnagreining vatns

Posted: 9. Mar 2011 23:28
by sigurdur
Með bætiefnum .. CaCl2, epsom salt, salt (NaCl2), gipsum (t.d. úr lyfjaverslun) .. man ekki eftir fleiru í augnablikinu

Re: efnagreining vatns

Posted: 12. Mar 2011 09:59
by halldor
sigurdur wrote:Með bætiefnum .. CaCl2, epsom salt, salt (NaCl2), gipsum (t.d. úr lyfjaverslun) .. man ekki eftir fleiru í augnablikinu
Ég nota ofangreint ásamt matarsóda og krít

Re: efnagreining vatns

Posted: 13. Mar 2011 10:00
by Elliara
hér eru mælingar á efnasamsetningu vatns
Sýni tekin 11. maí 2009 í Reykjavík 

Re: efnagreining vatns

Posted: 13. Mar 2011 10:28
by hrafnkell
Takk fyrir þetta Elliara. Gagnlegt mjög.

Re: efnagreining vatns

Posted: 16. Mar 2011 17:59
by benedikt.omarsson
sigurdur wrote:Með bætiefnum .. CaCl2, epsom salt, salt (NaCl2), gipsum (t.d. úr lyfjaverslun) .. man ekki eftir fleiru í augnablikinu
*Hóst* NaCl *Hóst*
;)