Apple Jack

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Apple Jack

Post by Örvar »

Veit ekki hvort ég sé að setja þetta á réttan stað svo það mætti færa þráðinn ef hann á heima annarstaðar.

Rakst á þetta video um applejack hjá basicbrewing: http://traffic.libsyn.com/basicbrewing/ ... lejack.mp4
Sýnist þeir vera beisiklí að frysta Eplavín/cider og búa til nokkurskonar eplasnafs.
Hefur einhver hér skoðað þetta? eða prófað að gera þetta?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Apple Jack

Post by Idle »

Hlekkurinn þinn virkaði ekki, en aðferðin er kunnug. Að frysta og fleyta ofan af er önnur aðferð til eimingar, svo ég álít að þetta sé ekki mjög viðeigandi á spjalli Fágunar. Ég hef bragðað afurð af svona tilraun, og minnti helst á eldflaugaeldsneyti. A. m. k. sveif ég aftur heim, á vængjum þöndum. ;)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Apple Jack

Post by Örvar »

hér er linkurinn: http://traffic.libsyn.com/basicbrewing/ ... lejack.mp4" onclick="window.open(this.href);return false;

Er þetta flokkað sem eiming? Hefði nú haldið að þeir í BasicBrewing væru nú ekki í eitthverju svoleiðis sulli.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Apple Jack

Post by Idle »

Allt spurning um aðferðir. http://en.wikipedia.org/wiki/Fractional ... stillation" onclick="window.open(this.href);return false;
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Apple Jack

Post by Eyvindur »

Þeir í Basic Brewing grófust fyrir um þetta einhvern tíma, þegar eisbock bar á góma, og samkvæmt upplýsingum sem þeir fengu frá yfirvöldum á sínum heimaslóðum var frysting ekki talin flokkast sem "distillation" heldur "concentration". Nú eru það vitaskuld lög í Arkansas og má vera að hér á landi sé annar skilningur. En ef við viljum vera með verulega miklar hártoganir þá er ekki hægt að "eima" án uppgufunar, þannig að það er ekki hægt að nota orðið "eiming" yfir þetta. Á hinn bóginn er þetta komið út fyrir gerjun, og því kannski á gráu svæði hér inni, ég veit það ekki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Apple Jack

Post by Erlendur »

Eyvindur wrote:Þeir í Basic Brewing grófust fyrir um þetta einhvern tíma, þegar eisbock bar á góma, og samkvæmt upplýsingum sem þeir fengu frá yfirvöldum á sínum heimaslóðum var frysting ekki talin flokkast sem "distillation" heldur "concentration". Nú eru það vitaskuld lög í Arkansas og má vera að hér á landi sé annar skilningur. En ef við viljum vera með verulega miklar hártoganir þá er ekki hægt að "eima" án uppgufunar, þannig að það er ekki hægt að nota orðið "eiming" yfir þetta. Á hinn bóginn er þetta komið út fyrir gerjun, og því kannski á gráu svæði hér inni, ég veit það ekki.
Hér á landi er öll framleiðsla áfengis leyfisskyld þ.a. það hefur lítinn tilgang að gera greinarmun þar á milli.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Apple Jack

Post by Eyvindur »

Erlendur wrote: Hér á landi er öll framleiðsla áfengis leyfisskyld þ.a. það hefur lítinn tilgang að gera greinarmun þar á milli.
Það hefur tilgang fyrir okkur, því Fágun leggur ekki blessun sína yfir eimingu, og umræður um hana eru stranglega bannaðar inni á þessu spjalli. Því er þetta spurning um hvort við eigum að leyfa umræður um Applejack og eisbock eða ekki.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Apple Jack

Post by hrafnkell »

Tilgangur fágunar (félagsins) er meðal annars að lobbya fyrir því að bruggun léttvíns og bjórs verði leyfð. Ekki sterks víns. Þessvegna hefur fágun ákveðið að fókusa 100% á léttvín, og leggja blátt bann við umræðum og bruggun á sterku víni. Með því er væntanlega verið að sýna fram á að félagið standi ekki fyrir bruggun á sterku víni.

Einhver leiðréttir mig ef ég fer með rangt mál, en ég held að þetta sé pretty much ástæðan fyrir bönnun á umræðu um eimingu.
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: Apple Jack

Post by Erlendur »

Ég var einfaldlega að vísa til þess að slíkur greinarmunur hefur ekki sérstakt gildi í því lagaumhverfi sem er hér á landi en vissulega hefur hann gildi varðandi umræðuna hér á Fágun og þær reglur sem gilda á spjallinu.
Eyvindur wrote:Nú eru það vitaskuld lög í Arkansas og má vera að hér á landi sé annar skilningur.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Apple Jack

Post by Eyvindur »

Jú, Hrafnkell, það er nokkurn veginn málið.

Erlendur, ég skil hvað þú átt við. Lagalega er auðvitað enginn munur á þessu. Og enginn munur á gerjun og eimingu, sem er hluti af því sem er svo fáránlegt við þessa löggjöf - samkvæmt ströngustu lagaskilgreiningum er það nákvæmlega sami hluturinn að brugga bjór sem er 4% og að brugga rótsterkan landa, sem er að mínu mati út í hött.

Hins vegar má velta fyrir sér hvenær við erum farnir að tala um "sterkt vín". Frysting gerir vökvann mettaðari af áfengi, en ekki í næstum því sama mæli og eiming. Það gerir enginn 30-40% áfengi með frystingu, nema vera með NASA græjur eins og Brewdog. Ég held að maður gæti í allra mesta lagi átt von á að tvöfalda áfengisprósentuna þegar maður gerir þetta í frystinum heima. Án þess að ég þekki þetta nógu vel giska ég á að því sterkari sem vökvinn er fyrir, því minna af honum frjósi og þar af leiðandi hækki prósentan minna. Það er kannski fyrst og fremst þess vegna sem mér fyndist ekki óeðlilegt að gera greinarmun á eimingu og frystingu, því maður nær aldrei fram jafn mikilli þéttingu í áfengismagni með því síðarnefnda.

Á hinn bóginn getur verið að við þurfum að fara hægt í sakirnar og sleppa því að ræða svona lagað. Ég á erfitt með að dæma um það.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
Post Reply